föstudagur, janúar 20, 2006



Þrettándinn....

Hér hefur verið tekin stórákvörðun en hún er sú að ákveðnar jólakúlur munu teknar niður í febrúar. Já Leó mun víst sjá á eftir jólakúlunum á næstunni hvenær nákvæmlega kemur í ljós á mánudaginn. Eftir miklar rökræður,hux,humm og fuður þá er þetta niðurstaðan. Við komumst að þeirri niðurstöðu að það er ekki hægt að gera honum að ganga í gegnum fleiri hryllings vikur eins og hann átti nú í desember þegar tík í nágrenninu lóðaði. Hann gat ekki á heilum sér tekið og grét og vældi allan daginn og vildi komast út, hann gat ekki borða né pissað fyrir þessu. Við erum svo að vonast eftir því að græða á fleiri hliðarverkunum við þetta eins og tildæmis það að ekki þurfi að merkja hvert grasstrá, steinvölu eða yfir höfuð hverja þá misfellu sem verður á vegi okkar þegar farið er út úr húsi. Einnig er það í draumum okkar að hann muni geta umgengist tíkur sem vinir okkar eiga án vandræða og að greyið verði kanski rólegri almennt. Líklegast er að hann muni fara í þessa jólakúluniðrtekningu hjá Dýralæknastofunni í Garðabænum en ég fékk verðtilboð sem get vel sætt mig við. Þau hafa séð um allt sem að mínum dýrum kemur síðustu ár og mig langar ekki að fara neitt annað. Við gætum hugsanlega sparað 5000 krónur með því að fara annað en ég tel að sálarheill mín og aukin bensínkostnaður við að fara annað sé alveg 5000 kr virði. Málið er að ég treysti ekki hvaða dýralækni sem er hvað þá fyrir svona stóraðgerð. Ég hef slæma reynslu af nokkrum dýralæknum svo úr því að ég hef fundið landsins bestu dýralækna þá sætti ég mig bara við veðmiðann.

Mig langar svo að þakka ykkur fyrir jákvæð viðbrögð við útlitsbreytingunum á síðunni.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mér líst vel á þetta fyrir ykkar og hans hönd. Það er erfitt að vera karlkyns og bera ábyrgð á fjölgun heimsins. Auk þess, á ekki alltaf að taka niður jólskrautið eftir jólin?

Nafnlaus sagði...

Great work!
[url=http://jxsuxgdv.com/zyhm/zgvr.html]My homepage[/url] | [url=http://lbxtaast.com/uqel/kmpr.html]Cool site[/url]

Nafnlaus sagði...

Good design!
My homepage | Please visit

Nafnlaus sagði...

Great work!
http://jxsuxgdv.com/zyhm/zgvr.html | http://kofctegs.com/zazk/lpof.html