þriðjudagur, febrúar 06, 2007

ER

Jæja það hlaut að koma að því að við fengjum að prófa bráðamóttöku barna. Ásdís er búin að vera með slæma kviðverki svo í Guðni fór með hana á Læknavaktina í gærkvöldi og þaðan var hann sendur áfram á bráðamóttökuna með hana. Ég hitti þau þar þegar þau komu og við vorum þar til kl. 01 í nótt og mættum svo aftur í morgun kl. 8 og biðum til 11 til að komast að því að við ættum að fara heim og bíða og sjá. Ef henni batnar ekki eða versnar þá eigum við að koma aftur. Núna er bara að vona að henni batni sem fyrst. Ég svaf nánast ekkert síðustu nótt Ásdís náði að sofa en mér tókst að áhyggjupésast nóg til að sofa ekki nema í tvo tíma :S Því þegar við fórum heim af bráðamóttökunni í gær var það með þeim orðum að þeir myndu væntanlega a.m.k. gera scopiu til að tékka á hvað væri í gangi en af því að blóðprufurnar hennar skánuðu á milli skipta var hætt við það í morgun. Ég er svo sem dauðfegin að þeir eru ekki svo skurðglaðir að þeir skeri bara til að skera þarna :)
Best að hætta þessu rausi og fara að tékka á sjúklingnum.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Elsku dúllan! Skilaðu kveðju til sjúklingsins