laugardagur, febrúar 10, 2007

Nojan


Brennisteinn
Originally uploaded by Kitty_B.
Ég komst að því í gær að fréttaflutningur síðustu vikna hefur haft meiri áhrif á mig en ég hélt. Ég stóð mig að því í gær að vera óvenju tortryggin út í aðstæður og atburði. Ég fór að sækja Önnu á leikskólann í gær og stoppaði í Apóteki og búð á leiðinni heim. Meðan ég var að fá afgreiðslu settist Anna og fór að kubba og eldri maður sem var að bíða eftir lyfjunum sínum gefur sig á tal við hana. Ég stóð mig að vera bara ekkert of hrifin af því að einhver ókunnugur karl væri að spyrja dóttur mína um nafn,leikskóla og sitthvað fleira um hennar hagi. En samræðurnar þeirra voru í þessum hefðbunda eldri fólks og barana dúr svo ég hristi af mér tortryggnina brosti mínu breiðasta og sótti Önnu og fór. Ekki hefði mér fundist neitt að þessu fyrir nokktum vikum síðan enda ekkert óvanalegt að eldra fólk gefi sig á tal við börn þar sem maður er á biðstofum og slíkt. Ekki er nú öll sagan sögð því ég ákvað svo að fara í Hagkaup og á leiðinni inn þá vill Anna endilega stoppa að leika sér í bíl sem er á vegum Barnaspítala Hringsins fyrir utan búðina. Ég leyfi henni það en geng nokkur skref frá henni til að lesa auglýsingar á vegg nálægt. Sé ég hvar bláókunnugur maður á miðjum aldri tekur krók á leið sína til að gefa sig að Önnu. Ég var ekki lengra en svo í burtu að ég heyri vel til þeirra og eftir að hafa heyrt orðaskiptin sem mér fundust í óvenjulegra lagi ákveð ég kalla á Önnu, það var eins og maðurinn hefði verið stunginn honum fatast flugið og forðar sér burtu. Nú er spurningin er maður orðin gersamlega ruglaður úr paranoju eða hvað er málið. Hvernig ætli sé svo að vera karlmaður í dag það má hvergi gefa sig að börnum án þess að fólk stimpli mann sem perra OMG þvílíkt ástand.

Engin ummæli: