miðvikudagur, febrúar 14, 2007

Boring

Ojj hvað er leiðinlegt að vera lasin :( Ég veit ekki hvort það var niðurfallið sem fór með mig eða að umgangspestirnar sem tröllriðið hafa öllu í næsta nágrenni náðu mér loksins. Ég er búin að liggja í bælinu frá því seinni partinn á mánudagskvöldið og er farið að þykja nóg um. Það er ótrúlegt hvað manni getur farið að leiðast þegar maður hefur ekki orku til að gera neitt af viti. Fyrir utan hvað það leggst á sálina á mér að horfa á ruslið safnast upp á heimilinu og að segja nei þegar hringt er úr vinnunni til að reyna að fá mann á aukavaktir þar sem veikindi eru að hrjá vinnufélagana.

Ég hef ekki horft mikið á sjónvarpið síðustu vikur og því kom mér á óvart hvað úrvalið af góðu sjónvarpsefni er takmarkað. Þessa daga sem ég er búin að liggja í bælinu hefur varla verið neitt til að glápa á ef Grey's , American Idol og svo Planet Eart eru undanskilin en þessir þættir eru allir á mánudagskvoldum svo það virðast vera einu nothæfu sjónvarpskvöldin. Ég endaði á því að drösla ferðavélinni hér inn í rúm og nýti mér það að horfa á þætti á netinu í staðin. Ég hef náð að stytta mér stundir yfir Heros og Battlestar Galatica og kom mér á óvart hvað Heros eru mikið skemtilegri en ég bjóst við.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Góðann bata snúll

Nafnlaus sagði...

Úff, það er ástand! Láttu fara vel um þig!