miðvikudagur, febrúar 07, 2007

Kaffi ...


Coffee
Originally uploaded by Kitty_B.

Ásdís greyið er ekkert betri gengur enn um eins og hún sé áttræð (hokin og fer hægt yfir). Það sem segir mér líka að eithvað sé í alvöru að er að hún hefur ekki beðið einu sinni um að fá að fara í tölvuna. Hún skiptist á að liggja í sófanum og rúminu mínu en getur ekki rétt almennilega úr sér :(
Ef þetta er vírus sem er að hrjá hana þá ætti hann víst að ganga yfir á 2-3 dögum (dagur 3 í dag )samkvæmt lækninum á bráða en ef þetta er eithvað af hinum möguleikunum sem hann nefndi s.s. botnlanginn eða blöðrur þá versnar þetta víst bara svo nú er bara að bíða og sjá hvað setur.

Það er orðið augljóst að heimilistækin hér á bæ voru komin á tíma þar sem uppþvottavélin og ryksugan höfðu báðar andast sá kaffikannan (kaffivélin til að forðast misskilning) sitt óvænna og gaf upp öndina í afmælisveislunni hennar Ásdísar á sunnudag. Kaffikannan (afsakið vélin) lét lífið með látum sló út rafmagninu í húsinu svo það fór ekki fram hjá gestunum hér að henni leið eithvað illa. Andlátið var að vísu ekki staðfest fyrr en á mánudagsmorgun en þá varð endanlega ljóst að henni yrði ekki bjargað og við máttum strauja út í búð að kaupa nýja því kaffilaust getur þetta heimili ekki verið. Furðulegt samt að það var eins með nýju kaffikönnuna (ohh ég meinti .....vélina) og ryksuguna búið að opna pakkan með könnunni (ehh vélinni) og þegar heim var komið vantaði lokið á expressókönnuna og leiðbeininarnar sáust hvergi. Pabbi reddaði loki hið snarasta en sagðist ekki nenna að fara og skammast í þeim sem seldu honum könnuna (urg.. vélina) þar sem gamla lokið passaði, það er að vísu hvítt en vélin (loksins náði ég þessu) svört.
Ástæðan fyrir þessu kaffivélar brasi mínu er að þegar pabbi fór í Elkó að leita sér að kaffikönnu (orð sem ég hef alist upp við um tæki sem bruggar kaffi) þá kemur að vífandi starfsmaður sem vill endilega hjálpa honum og hann segist vera að leita að kaffikönnu. Stafsmaðurinn strauar að kaffibrúsunum og hitakönnum og vill endilega selja honum eithvað slíkt pabbi var ekki alveg á því og labbar að kaffikönnunum og segist heldur vilja þetta þá átréttar starfsmaðurinn hann um að þetta séu sko ekki kaffikönnur heldur kaffivélar svo hana nú þar höfum við það.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Kannast við þetta orðarugl...segi t.d. alltaf ostaspaði í staðinn fyrir ostaskera...allt mömmu að kenna!

Nafnlaus sagði...

Æ vonandi fer Ásdís skána :-/ Til hamingju með nýju kaffiVÉLINA ;)

Nafnlaus sagði...

Takk takk !

Varðandi orðarugl þá segi ég nú iðulegast Bakarí þegar ég ætla að segja Apótek og öfugt ótrúlega ergilegt :S

Nafnlaus sagði...

Bakarí og apótek er mjög algengur ruglingur, eitthvað með innréttingu í heilanum. Ein samstarfskona mín ruglar handklæðum og herðatrjám - kannast einhver hlustandi við það?

En þetta með kaffikönnur og kaffivélar er ekki sama tegund og bakaríis-apóteks málið. Kaffimálið kemur til af því að tæknin er farin fram úr daglegu máli fólks. KaffiKÖNNUR voru og eru til þess að hella upp á kaffi í og þess vegna heita þær það enn, þó að núna séu til kaffikönnur sem hella upp á sig sjálfar (kaffivélar). Hitt dótið eru hitakönnur eða brúsar. HAHH, hvaða lögsögu hafa afgreiðslumenn í Elkó yfir tungumálinu? Enga.