sunnudagur, febrúar 11, 2007


:(
Klukkan 22 var ég búin að bursta hátta og allt þegar ég tek eftir því að rennslið í vaskinum er eithvað tregt. Svo ég ákveð að kíkja niður í kjallara og viti menn er ekki baðvatnið hennar Önnu á öllu þvottahúsgólfinu ásamt ýmsu öðru skemtilegu úr frárennslinu frá húsinu OJJJJJJJJJJJJJJJ Núna erum við búin að losa verstu stífluna og hvað haldiði Birki ófétin hér fyir utan eru búin að koma þvílíkum rótarhnyðjum fyrir í rörinu að það þarf einhverjar hrikalegar aðgerðir til að losa þær alveg. Þetta virðist ætla að verða árlegur viðburður hér þó svo rörin hafi verið grafin upp steypt í kringum þau og ýmsum ráðum beitt til að halda kvikindunum úti. Sennilega er næsta ráð að skipta út lögninni eins og hún leggur sig til að gera kvikindunum erfiðara fyrir með að troða sér inn í kerfið. Ég lagði reyndar líka til að birkið verði fjarlægt og sett skjólgirðing í staðin hún ætti allavega ekki að bora sig norður og niður í niðurfallið.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það dafnar greinilega margt annað vel hjá þér en börnin! Birkið greinilega. Annars finnst mér hugmyndin þín um að láta Birkið fjúka góð. Þetta er allavegna góð afsökun til að láta það fara. Birkið sómar sér vel á Þingvöllum en er leiðinlegt í "runna". Skjólgirðing er góður kostur, vantar ykkur hvort sem er ekki alltaf verkefni :-)

Nafnlaus sagði...

Birkið? Á maður að trúa þessu á þetta litla saklausa íslenska birki? Hefur það ekki bara lent í vondum félagsskap? Aspir eru víst algerir glæponar og vissara að láta birki ekki vera með þeim ;)

Nafnlaus sagði...

Ömmm...nú er ég ánægð að búa í blokk :) Það þarf að vísu að setja nýtt dyrasímakerfi í húsið en það er ekki útaf birki...held ég! ;)

Guðný sagði...

He he..
Birkið hér er víst í slæmum félagsskap :) En það skrítna er að Aspirnar hafa látið lagnirnar vera eins skrítið og það má nú hljóma. Þegar þetta gerðist fyrst kenndum við öspunum um en þegar við grófum herlegheitin upp kom í ljós að þær voru alsaklausar og birkið átti skömmina.