föstudagur, febrúar 23, 2007


Músahús
Getur einhver sagt mér hvaða gagn er af því að eiga 2 ketti ef maður þarf sjálfur að veiða mýsnar og það í höfuðvígi kattanna (kjallaranum). Þegar ég ætlaði að fara að henda þvotti niður í kjallara í gær sat músarræfill í tröppunum og horfið á mig í sakleysi sínu. Þó mér hafi alla tíð verið vel við mýs langar mig ekkert sérlega til að hafa þær búsettar í híbýlum mínum og hvað þá í lausagöngu. Ég fór því í það verk að veiða músarskottið og gekk það ótrúlega vel þar sem músarræfilinn virtist ekkert sérlega hrædd við mig. Hún flúði að vísu inn í óhreinatauskörfuna sem er neðst í stiganum og ég setti körfuna út fyrir og fór að gramsa í henni til að ná músinni úr. Það tókst en þegar henti músinni burtu gerði hún heiðarlega tilraun til að koma til mín aftur. Ég stuggaði við henni með sokkapari af syninum og það dugði sko til að fæla han burtu nú er bara að sjá hvort hún reynir að flytja inn aftur.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég sem hélt að lausaganga búfjárs í landnámi Ingólfs væri bönnuð. Líklega er þó músargrey ekki talin til búfjárs. En hvað var með sokkanna hans Árna víst þeir duga til að fæla frá meindýrum! Duga þeir líka við geitungum?

Guðný sagði...

Lol sennilega gera þeir það :)