Ágæt áminning..
Ég fékk þetta myndband í tölvupósti í dag og það minnir mann á að dæma ekki af fyrstu sýni. Hlutir geta litið út fyrir að vera "verri" en þeir eru þegar maður hefur ekki heildarmyndina
föstudagur, september 28, 2007
fimmtudagur, september 27, 2007
Snillingur
Það er orðið ljóst að ég er snillingur því ég er alein vakandi í húsinu komið fram yfir miðnætti og hérahjartað ég sit upp í stofu og horfi á A Haunting á Discovery channel. Ég væri sennilega skriðin undir stólinn ef ég hefði ekki öll ljósin kveikt og hundinn hjá mér. Núna er saga um einstæða móður með tvær dætur sem eru að átta sig á því að það er reimt í húsinu hjá þeim og það lítur út fyrir að annar af a.m.k. 2 draugunum vill þeim ekkert gott eeeeeeeeek Af hverju geri ég mér þetta að vera ein að. horfa á svona þætti, þetta er nefnilega eitt af fáu sem í alvöru hræðir úr mér líftóruna þ.e.s. "sannar" draugasögur. Ég get hroft á flestar uppskáldaðar hryllingsmyndir án nokkurra vandræða en þetta úff ég er með magan í hnút sit á sætisbrúninni og hrekk í alvöru við. Ekki bætir svo úr skák að vindurinn gnauðar í þakinu og hvín í trjánum fyrir utan.
Það er orðið ljóst að ég er snillingur því ég er alein vakandi í húsinu komið fram yfir miðnætti og hérahjartað ég sit upp í stofu og horfi á A Haunting á Discovery channel. Ég væri sennilega skriðin undir stólinn ef ég hefði ekki öll ljósin kveikt og hundinn hjá mér. Núna er saga um einstæða móður með tvær dætur sem eru að átta sig á því að það er reimt í húsinu hjá þeim og það lítur út fyrir að annar af a.m.k. 2 draugunum vill þeim ekkert gott eeeeeeeeek Af hverju geri ég mér þetta að vera ein að. horfa á svona þætti, þetta er nefnilega eitt af fáu sem í alvöru hræðir úr mér líftóruna þ.e.s. "sannar" draugasögur. Ég get hroft á flestar uppskáldaðar hryllingsmyndir án nokkurra vandræða en þetta úff ég er með magan í hnút sit á sætisbrúninni og hrekk í alvöru við. Ekki bætir svo úr skák að vindurinn gnauðar í þakinu og hvín í trjánum fyrir utan.
þriðjudagur, september 25, 2007
All by my self
...eða eins langt og það nær ég er víst formlega grasekkja í 2 daga meðan Guðni skellir sér í skemtiferð til USA með Bjössa frænda sínum. Á meðan þarf ég sennilega að sitja af mér fjölmiðlafárviðri sem er í uppsiglingu út af elstu dóttur okkar m.a. (nánar um það síðar). Ótrúlegt hvað lítil þúfa getur velt fólki af stað til að gera úlfalda úr mýflugu og reyna að valda stormi í vatnsglasi. En ég bíð spennt eftir Fréttablaðinu á næstu dögum.
Ég hef stundum ótrúlega gaman af því hvað hlutirnir eiga það til að leysa sig sjálfir án nokkurar áreynslu af minni hálfu. Ég hef verið að hugsa það síðan í vor að Ásdís hefði gott af því að fara á unglinga námskeið hjá Dale Carnegie en þar er sjálfsmynd unglinganna styrkt, þau þjálfuð í samskipta tækni, reiðistjórnun og annað því um líkt. Það sem hefur verið mér þrándur í götu við að senda hana á svona námskeið er verðmiðinn en tíu vikna námskeið kostar litlar 79.000 íslenskar krónur og finnst mér það heldur dýrt. En í dag datt inn um lúguna hjá mér bréf þar sem Garðabær hefur ákveðið að gerast svo rausnarlegur að bjóða unglingum í Garðabæ fæddum 1992-3 þetta námskeið á litlar 20.000 krónur og þær al íslenskar. Ég var búin að skrá Ásdísi áður en klukkutími var liðinn frá því að bréfið datt inn um lúguna.
Ætli það sé ekki best að fara að næra heimilsifólkið svo ég geti komið börnunum í háttin svo ég geti notið þess að vera frjáls og óháð .....
föstudagur, september 21, 2007
Anna Prinsessa
Önnu var boðið í afmæli hjá bekkjarsystur sinni um daginn á nýjum stað í Kópavoginum sem heitir Stjörnustelpur. Ég hafði aldrei heyrt af staðnum en þvílíkt sem hann hitti í mark hjá Önnu. Þemað í afmælinu var prinsessu þema og stelpurnar fengu andlitsmálun (Anna valdi hóflegu útgáfuna) allar fengu þær litla valdaspropta með stjörnu á toppnum og svo voru búningar og fínerí. Anna sveif á bleiku prinsessu skýji eftir afmælið og er varla komin niður enn.
laugardagur, september 15, 2007
Flickr Explore
Þessar myndir hafa náð þeim merka áfanga að hafa komist inn í Flickr Explore.
Þessar myndir hafa náð þeim merka áfanga að hafa komist inn í Flickr Explore.
www.flickr.com |
fimmtudagur, september 13, 2007
Þaulsætin
Eithvað ætlar þessi pest að verða þaulsætin hér ég er enn eins og lufsa sef út í eitt og druslast varla undir sjálfri mér og eftir vinnudaga hef ég sofið í 18 tíma lotum. Var að vísu hressari í morgun en síðustu daga svo ég er að vona að ég sé að koma til.
Guðni fór með Ásdísi á læknavaktina á þriðjudagskvöldið og eftir nákvæma skoðun hjá lækninum kom í ljós að hún er með svæsna eyrnabólgu hægramegin, hálsbólgu og kinnholubólgu svo það er ekki skrítið að hún sé búin að vera lasleg. Í gær fór hún í skóla og vinnu en kom heim alveg búin á því og svo svaf hún illa í nótt fyrir eyrnaverknum svo hún er heima í dag og fer hvorki í skóla né vinnu. Sýklalyfin virðast ekki vera að slá hratt á eyrnabólguna :(
Við Guðni fórum á kynningarfund og hittum nýja kennarann hans Árna í fyrsta sinn og líst vel á hana og planið fyrir veturinn. Hún á að vísu samúð okkar alla því bekkurinn heldur henni greinilega vel við efnið í agamálunum ..úfff . Lýsingarnar eru ekki ólíkar sumu því sem ég man eftir úr mínum bekk þegar ég var í barnaskóla og við fórum í gegnum nokkra kennara og sú sem entist lengst með okkur fékk magasár af álaginu :S
Guðni gerðist hetja og bauð sig fram í bekkjarráð og fær stórt prik hjá mér fyrir það. Hann var alltaf vel virkur í foreldrafélaginu á leikskólanum og svo var hann bekkjarfulltrúi á fyrstu árum Ásdísar í skóla. Þetta er nú aldeilis eithvað annað en félagsmálatröllið konan hans *hóst*
Jæja best að fara að sinna lasarusnum og kanski reyna að gera eithvað fleira af viti.
Eithvað ætlar þessi pest að verða þaulsætin hér ég er enn eins og lufsa sef út í eitt og druslast varla undir sjálfri mér og eftir vinnudaga hef ég sofið í 18 tíma lotum. Var að vísu hressari í morgun en síðustu daga svo ég er að vona að ég sé að koma til.
Guðni fór með Ásdísi á læknavaktina á þriðjudagskvöldið og eftir nákvæma skoðun hjá lækninum kom í ljós að hún er með svæsna eyrnabólgu hægramegin, hálsbólgu og kinnholubólgu svo það er ekki skrítið að hún sé búin að vera lasleg. Í gær fór hún í skóla og vinnu en kom heim alveg búin á því og svo svaf hún illa í nótt fyrir eyrnaverknum svo hún er heima í dag og fer hvorki í skóla né vinnu. Sýklalyfin virðast ekki vera að slá hratt á eyrnabólguna :(
Við Guðni fórum á kynningarfund og hittum nýja kennarann hans Árna í fyrsta sinn og líst vel á hana og planið fyrir veturinn. Hún á að vísu samúð okkar alla því bekkurinn heldur henni greinilega vel við efnið í agamálunum ..úfff . Lýsingarnar eru ekki ólíkar sumu því sem ég man eftir úr mínum bekk þegar ég var í barnaskóla og við fórum í gegnum nokkra kennara og sú sem entist lengst með okkur fékk magasár af álaginu :S
Guðni gerðist hetja og bauð sig fram í bekkjarráð og fær stórt prik hjá mér fyrir það. Hann var alltaf vel virkur í foreldrafélaginu á leikskólanum og svo var hann bekkjarfulltrúi á fyrstu árum Ásdísar í skóla. Þetta er nú aldeilis eithvað annað en félagsmálatröllið konan hans *hóst*
Jæja best að fara að sinna lasarusnum og kanski reyna að gera eithvað fleira af viti.
laugardagur, september 08, 2007
Friðarsúlan
Þar sem ég var á leið minni heim úr vinnu í fyrrakvöld rak ég augun í ótrúlega flotta ljóssúlu sem lýsti upp í skýin svo úr varð fallegur leikur ljóss og skugga. Ég þurfti að hugsa mig um í nokkrar sekúndur til að átta mig á að þetta myndi vera ljóssúlan hennar Yoko en hún er víst í prufukeyrslu núna en verður ekki kveikt formlega á henni fyrr en 9.október. Fólk er greinilega ekki sammála um hvort þetta er fallegt eða ljótt en allavega fyrir minn smekk þá er þetta hreint ótrúlega flott þegar er svona lágskýjað !! Mér fannst hugmyndin frekar kjánaleg þegar ég heyrði af henni ekki að hún hafi kássað neitt uppá mig en ég verð að játa að þetta er flott. Þar að auki skilst mér að það verði bara kveikt á henni í takmarkaðan tíma á hverju ári þ.e.s. frá afmælisdegi Jhonn Lennon og fram að dánardægri (9.okt-8.des) en svo eru hugmyndir um að það megi kanski kveikja á dýrgripnum líka við hátíðleg tækifæri.
Ég varð fyrir óvæntri skemtun í gær en hún fóls í því að hjálpa syni mínum með stærðfræðiheimavinnuna . Ef einhver hefði sagt mér á mínum grunn og mentaskólaárum að ég ætti eftir að skemta mér yfir stærðfræði þá hefði ég látið leggja hann inn með það sama. En það sem við mæðginin gátum skemt okkur yfir þessu. Ég hallast nú að því að bækurnar sem kendar eru í stæðrfræði núna séu þó nokkuð skemtilegri en þær sem mínum árgangi voru kenndar. Alla vega vourm við að leysa einskonar Sodouku með margföldunar dæmum og ýmsar skemtilegar þrautir sem þjálfuðu margföldun og tugabrot. Það kom mér líka ánægjulega á óvart hvað sonur minn getur reiknað stórar tölur í huganum... eithvað sem ég hefði ekki getað á hans aldri. Við lékum okkur að þessu og ég komst að því að við náðum svipuðum hraða í að deila í huganum en notuðum gerólíkar aðferðir (ég var 25 ár að þróa mína hann innan við 10). Árni hefur komið sér upp aðferð alveg á eigin spýtur sem er mjög lík aðferð sem ég las í kenslubók í hraðreikningi sem pabbi á einhverstaðar í fórum sínum.. mér dettur í hug að þetta þýði að sonur minn sé vel innréttaður til stærðfræðináms því mér tókst ekki að tileinka mér þessa ágætis aðferð.
Annars erum við Árni alein heimaþví Anna skrapp í heimsókn til vinkonu sinnar sem býr hér í nágrenninu og Ásdís og Guðni eru að vinna. Ásdís greyið er að vísu hálf lasin en vildi alls ekki sleppa vinnunni því henni finnst þetta svo æðislega gaman og hún fær borgað ....hin fullkomna vinna greinilega.
Ég er enn að berjast við pestarlufsuna ég fór í vinnu á miðvikudag og það tók úr mér það mikinn mátt að ég svaf í litla 18 tíma á eftir nánast í einum rykk. Ég kom heim úr vinnuni um 15:30 keyrði Ásdísi í vinnuna stoppaði í búð á leiðinni heim. Skreið upp í rúm þegar heim var komið um kl.17 vaknaði aftur um 22 vakti í einn og hálfan tíma og sofnaði aftur og svaf til 12:30 ...... mætti í vinnu kl. 15 og lufsaðist um og kom varla nokkru vitrænu í verk :s Ég er enn hálf léleg en verð að reyna að hýsja upp um mig hressilegheitin því íbúiðn lítur ekki vel út. Hér hefur ekki verið þrifið frá því að ég veiktist og Leó valdi sama tíma til að fara óhóflega mikið úr hárum svo ástandið er frekar gróft ojjjj.
Anna virðist ætla að taka það með trompi að fá fullorðinstennur þvi það er strax farið að sjást í nýju tönnina þar sem hin fór svo gatið verður ekki lengi. Gallinn er að hún kemur bakvið næstu tönn við hliðina svo mér sýnist að þarna muni verða efni í enn eitt tannréttingabarnið *dæs*
Þar sem ég var á leið minni heim úr vinnu í fyrrakvöld rak ég augun í ótrúlega flotta ljóssúlu sem lýsti upp í skýin svo úr varð fallegur leikur ljóss og skugga. Ég þurfti að hugsa mig um í nokkrar sekúndur til að átta mig á að þetta myndi vera ljóssúlan hennar Yoko en hún er víst í prufukeyrslu núna en verður ekki kveikt formlega á henni fyrr en 9.október. Fólk er greinilega ekki sammála um hvort þetta er fallegt eða ljótt en allavega fyrir minn smekk þá er þetta hreint ótrúlega flott þegar er svona lágskýjað !! Mér fannst hugmyndin frekar kjánaleg þegar ég heyrði af henni ekki að hún hafi kássað neitt uppá mig en ég verð að játa að þetta er flott. Þar að auki skilst mér að það verði bara kveikt á henni í takmarkaðan tíma á hverju ári þ.e.s. frá afmælisdegi Jhonn Lennon og fram að dánardægri (9.okt-8.des) en svo eru hugmyndir um að það megi kanski kveikja á dýrgripnum líka við hátíðleg tækifæri.
Ég varð fyrir óvæntri skemtun í gær en hún fóls í því að hjálpa syni mínum með stærðfræðiheimavinnuna . Ef einhver hefði sagt mér á mínum grunn og mentaskólaárum að ég ætti eftir að skemta mér yfir stærðfræði þá hefði ég látið leggja hann inn með það sama. En það sem við mæðginin gátum skemt okkur yfir þessu. Ég hallast nú að því að bækurnar sem kendar eru í stæðrfræði núna séu þó nokkuð skemtilegri en þær sem mínum árgangi voru kenndar. Alla vega vourm við að leysa einskonar Sodouku með margföldunar dæmum og ýmsar skemtilegar þrautir sem þjálfuðu margföldun og tugabrot. Það kom mér líka ánægjulega á óvart hvað sonur minn getur reiknað stórar tölur í huganum... eithvað sem ég hefði ekki getað á hans aldri. Við lékum okkur að þessu og ég komst að því að við náðum svipuðum hraða í að deila í huganum en notuðum gerólíkar aðferðir (ég var 25 ár að þróa mína hann innan við 10). Árni hefur komið sér upp aðferð alveg á eigin spýtur sem er mjög lík aðferð sem ég las í kenslubók í hraðreikningi sem pabbi á einhverstaðar í fórum sínum.. mér dettur í hug að þetta þýði að sonur minn sé vel innréttaður til stærðfræðináms því mér tókst ekki að tileinka mér þessa ágætis aðferð.
Annars erum við Árni alein heimaþví Anna skrapp í heimsókn til vinkonu sinnar sem býr hér í nágrenninu og Ásdís og Guðni eru að vinna. Ásdís greyið er að vísu hálf lasin en vildi alls ekki sleppa vinnunni því henni finnst þetta svo æðislega gaman og hún fær borgað ....hin fullkomna vinna greinilega.
Ég er enn að berjast við pestarlufsuna ég fór í vinnu á miðvikudag og það tók úr mér það mikinn mátt að ég svaf í litla 18 tíma á eftir nánast í einum rykk. Ég kom heim úr vinnuni um 15:30 keyrði Ásdísi í vinnuna stoppaði í búð á leiðinni heim. Skreið upp í rúm þegar heim var komið um kl.17 vaknaði aftur um 22 vakti í einn og hálfan tíma og sofnaði aftur og svaf til 12:30 ...... mætti í vinnu kl. 15 og lufsaðist um og kom varla nokkru vitrænu í verk :s Ég er enn hálf léleg en verð að reyna að hýsja upp um mig hressilegheitin því íbúiðn lítur ekki vel út. Hér hefur ekki verið þrifið frá því að ég veiktist og Leó valdi sama tíma til að fara óhóflega mikið úr hárum svo ástandið er frekar gróft ojjjj.
Anna virðist ætla að taka það með trompi að fá fullorðinstennur þvi það er strax farið að sjást í nýju tönnina þar sem hin fór svo gatið verður ekki lengi. Gallinn er að hún kemur bakvið næstu tönn við hliðina svo mér sýnist að þarna muni verða efni í enn eitt tannréttingabarnið *dæs*
80's er ekki alltaf best !!
Það verður að segjast eins og er að gamalt er ekki alltaf gott eins og þessi tvö sýishorn bera með sér. Fyrra myndbandið er orginal 80's lagið sem er ekki hreint fyrir minn smekk en seinna myndbandið inniheldur útsetningu Gary Jules af sama lagi sem mér finst snilld. Ég valdi Kiwi útgáfuna af myndbandinu einfaldlega af því hvað mér finnst hún krúttleg en samt hrikalega sorgleg alveg heill vasaklútur í hana sniff sniff.
Það verður að segjast eins og er að gamalt er ekki alltaf gott eins og þessi tvö sýishorn bera með sér. Fyrra myndbandið er orginal 80's lagið sem er ekki hreint fyrir minn smekk en seinna myndbandið inniheldur útsetningu Gary Jules af sama lagi sem mér finst snilld. Ég valdi Kiwi útgáfuna af myndbandinu einfaldlega af því hvað mér finnst hún krúttleg en samt hrikalega sorgleg alveg heill vasaklútur í hana sniff sniff.
föstudagur, september 07, 2007
Á þeim nótunum...
Ég kynntist enn einum tónlistar manninum um daginn og datt í hug að deila með ykkur þeirri ágætist tónlist en drengurinn mun vera bassaleikari The Sim Redmond band. Bandið er nú svo sem ekkert ofur frægt en þeir spila þó nokkuð mest á tónlistarhátíðum og eru bókaðir flesta laugardaga í brúðkaupum. Sum lögin þeirra eru barasta alveg ágæti ég mæli t.d. með Potholes, Pink guitar, Holes in the ground, Life is Water, Situation og Me and juge . Ég gæti trúað að tónlistin þeirra höfði til mín af því að þetta er dáldið bland af t.d. Regge, Creedence ClearwaterRevival og Cowboy Junkees svo eithvað sé nefnt.
The Sim Redmond Band
Svo er annað sem mér datt í hug að benda tónþyrstum lesendum á en það er síðan radioblogclub.com en þar má finna nánast alla þá tónlist sem maður getur hugsað sér að hlusta á og jafnvel örlítið meira. Það er að vísu ekki hægt að downloda tónlistinni inn á tölvuna en það er hægt að hlusta á tónlistina yfir netið þarna.
Vásers ég var að átta mig á hvað klukkan er orðið ....úff þetta gerist stundum eftir kvöldvaktir ... ég er farin að sofa ...over and out.
Ég kynntist enn einum tónlistar manninum um daginn og datt í hug að deila með ykkur þeirri ágætist tónlist en drengurinn mun vera bassaleikari The Sim Redmond band. Bandið er nú svo sem ekkert ofur frægt en þeir spila þó nokkuð mest á tónlistarhátíðum og eru bókaðir flesta laugardaga í brúðkaupum. Sum lögin þeirra eru barasta alveg ágæti ég mæli t.d. með Potholes, Pink guitar, Holes in the ground, Life is Water, Situation og Me and juge . Ég gæti trúað að tónlistin þeirra höfði til mín af því að þetta er dáldið bland af t.d. Regge, Creedence ClearwaterRevival og Cowboy Junkees svo eithvað sé nefnt.
The Sim Redmond Band
Svo er annað sem mér datt í hug að benda tónþyrstum lesendum á en það er síðan radioblogclub.com en þar má finna nánast alla þá tónlist sem maður getur hugsað sér að hlusta á og jafnvel örlítið meira. Það er að vísu ekki hægt að downloda tónlistinni inn á tölvuna en það er hægt að hlusta á tónlistina yfir netið þarna.
Vásers ég var að átta mig á hvað klukkan er orðið ....úff þetta gerist stundum eftir kvöldvaktir ... ég er farin að sofa ...over and out.
fimmtudagur, september 06, 2007
Fliss ...
Ég komst að þeirri niðurstöðu að á svona gráum dögum væri smá fliss lífsnauðsynlegt :)
Snarvitlaus maður með nýsteikt lambalæri í hendinni vindur sér inn í
Nóatúnsverslun og beint að kjötborðinu og segir við unga
afgreiðslumanninn:
ÉG VAR AÐ STEIKJA ÞETTA LÆRI SEM ÉG KEYPTI HÉR Í DAG OG ÞAÐ VARÐ EKKI AÐ
NEINU, ÉG ER MEÐ MATARBOÐ OG ÞETTA DUGAR EKKI
Afgreiðslumaðurinn ungi horfði skelkaður á þann reiða og sagði svo:
Jáá , veistu hvað ? ég keypti mér lopapeysu um daginn, svo varð hún skítug,
ég henti henni í þvottavél og síðan í þurrkara og hún bara hvarf !!
...bætti svo við , heldur þú að þetta sé af sömu rollunni ??
--------------------------------------------------------------------------------------------------
Í sjoppunni:
,,Þú mátt ekki stinga krónupeningum upp í þig, drengur minn. Það geta verið bakteríur á honum."
,,O, það er alls ekki hættulegt," svaraði stráksi.
,,Pabbi segir að það sé útilokað að bakteríur geti lifað að af einni íslenskri krónu."
--------------------------------------------------------------------------------------------------
Ella var á golfæfingu dag einn er hún hitti illa við átjándu holu og golfkúlan lenti beint inni í runna.
Þegar hún ætlaði að fara að skríða eftir henni sá hún hvar lítill sætur froskur var fastur í gildru , um leið og hún losaði hann sagði froskurinn: Nú færð þú þrjár óskir uppfylltar en ég verð að segja þér frá því að það sem þú óskar þér fær maðurinn þinn tífalt meira af.
Ella sem var mjög glöð og hugsaði með sér að það yrði allt í lagi. Fyrsta ósk hennar var að hún yrði fallegasta kona heims. Froskurinn varaði hana við og sagði henni að þá yrði maðurinn hennar einning fallegasi maður heims. Ella hugsaði með sér að það yrði fínt, hún væri hvort sem er fallegasta konan og að maðurinn hennar hefði ekki augun af henni. KAZAM..... og hún varð að fallegustu konu heims.
Annari ósk sinni varði hún í að biðja um að verða ríkasta kona heims. Þá sagði froskurinn : Þá mun maðurinn þinn verða 10 sinnum ríkari en þú. Ella svaraði : það er allt í lagi , allt hans er mitt og allt mitt er hans. KAZAM..... og hún varð ríkasta kona heims.
Þá sagði froskurinn: Jæja þá áttu aðeins eina ósk eftir, hver er hún ?
Ella svaraði: Ég vil fá vægt hjartaáfall.
Og svo er það munurinn á hvernig konur og karlar fara í sturtu:
How To Shower: Men Vs Women - Watch more free videos
Ég komst að þeirri niðurstöðu að á svona gráum dögum væri smá fliss lífsnauðsynlegt :)
Snarvitlaus maður með nýsteikt lambalæri í hendinni vindur sér inn í
Nóatúnsverslun og beint að kjötborðinu og segir við unga
afgreiðslumanninn:
ÉG VAR AÐ STEIKJA ÞETTA LÆRI SEM ÉG KEYPTI HÉR Í DAG OG ÞAÐ VARÐ EKKI AÐ
NEINU, ÉG ER MEÐ MATARBOÐ OG ÞETTA DUGAR EKKI
Afgreiðslumaðurinn ungi horfði skelkaður á þann reiða og sagði svo:
Jáá , veistu hvað ? ég keypti mér lopapeysu um daginn, svo varð hún skítug,
ég henti henni í þvottavél og síðan í þurrkara og hún bara hvarf !!
...bætti svo við , heldur þú að þetta sé af sömu rollunni ??
--------------------------------------------------------------------------------------------------
Í sjoppunni:
,,Þú mátt ekki stinga krónupeningum upp í þig, drengur minn. Það geta verið bakteríur á honum."
,,O, það er alls ekki hættulegt," svaraði stráksi.
,,Pabbi segir að það sé útilokað að bakteríur geti lifað að af einni íslenskri krónu."
--------------------------------------------------------------------------------------------------
Ella var á golfæfingu dag einn er hún hitti illa við átjándu holu og golfkúlan lenti beint inni í runna.
Þegar hún ætlaði að fara að skríða eftir henni sá hún hvar lítill sætur froskur var fastur í gildru , um leið og hún losaði hann sagði froskurinn: Nú færð þú þrjár óskir uppfylltar en ég verð að segja þér frá því að það sem þú óskar þér fær maðurinn þinn tífalt meira af.
Ella sem var mjög glöð og hugsaði með sér að það yrði allt í lagi. Fyrsta ósk hennar var að hún yrði fallegasta kona heims. Froskurinn varaði hana við og sagði henni að þá yrði maðurinn hennar einning fallegasi maður heims. Ella hugsaði með sér að það yrði fínt, hún væri hvort sem er fallegasta konan og að maðurinn hennar hefði ekki augun af henni. KAZAM..... og hún varð að fallegustu konu heims.
Annari ósk sinni varði hún í að biðja um að verða ríkasta kona heims. Þá sagði froskurinn : Þá mun maðurinn þinn verða 10 sinnum ríkari en þú. Ella svaraði : það er allt í lagi , allt hans er mitt og allt mitt er hans. KAZAM..... og hún varð ríkasta kona heims.
Þá sagði froskurinn: Jæja þá áttu aðeins eina ósk eftir, hver er hún ?
Ella svaraði: Ég vil fá vægt hjartaáfall.
Og svo er það munurinn á hvernig konur og karlar fara í sturtu:
How To Shower: Men Vs Women - Watch more free videos
þriðjudagur, september 04, 2007
mánudagur, september 03, 2007
Argh ..
Þá er seinni hlutinn af sumarfríinu mínu búinn og vinnan tekur við á morgun. Ég hef ekki komið nándar nærri öllu í verk sem ég ætlaði :( Ástæðurnar eru 2 fyrri vikuna sá bakið á mér til þess að ég gerði ekkert af viti og þá seinni er ég búin að vera að berjast við umgangspest :s Að vissu leyti er ég fegin að hafa ekki verið í vinnu síðustu vikur því ég hefði ekki getað unnið alla bakveiki vikuna. Pestin sem ég er með hefði séð mér fyrir veikinda dögum í seinni vikunni líka og enþá svo kvefuð og asnaleg að ég er varla vinnufær og neitaði því aukavakt í dag ....hefði nú alveg getað notað aurinn.
Ég fór á Flataskólahátíðina sem haldin var í gær en hefði betur haldið mig heima því mér batnaði nú ekki við útstáelsið :( En veðrið var svo gott og þetta voru ekki nema 2 tímar svo ég ákvað að drífa mig í þeirri von um að ég myndi hressast. Krakkarnir voru í essinu sínu og Árni klifraði klifurveggin 4 sinnum enda veit hann fátt skemtilegra en klifurveggi. Hann prufaði þetta fyrst í skemtigarði í Þýskalandi fyrir 3 árum eða svo og hefur verið óstöðvandi síðan má ekki sjá klifurveggi án þess að þurfa að prófa og lætur langar raðir ekki stoppa sig.
Anna fékk andlitsmálun og prófaði að setjast inn í lögreglubíl og kveikja á ljósunum og prófa kallkerfið í bílnum kom út brosandi hringinn. Lögregluþjónninn sem sýndi henni bílinn var líka einkar viðfeldinn og var greinilega í essinu sínu við að umgangast börn og náði þvílíkt vel til þeirra að feimnustu börn eins og Anna gleymdu feimninni fljótt.
Jæja best að skella sér í frekari pestarfælingar ... felur í sér ógeðsdrykkinn margrómaða (sítrónute,hvítlauk, engifer og hungang) og nánast bað uppúr Thieves og Purification kjarnaolíum. Verst að hvítlaukslyktinn af manni er nú ekki vinsæl en lyktina af olíunum bætir það aðeins upp. Krakkarnir eru reyndar hrifin af lyktinni af Thieves sem lyktar eins og piparkökur svo ég má þakka fyrir að verða ekki étin þegar ég fer framhjá þeim.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)