fimmtudagur, september 13, 2007

Þaulsætin

Eithvað ætlar þessi pest að verða þaulsætin hér ég er enn eins og lufsa sef út í eitt og druslast varla undir sjálfri mér og eftir vinnudaga hef ég sofið í 18 tíma lotum. Var að vísu hressari í morgun en síðustu daga svo ég er að vona að ég sé að koma til.
Guðni fór með Ásdísi á læknavaktina á þriðjudagskvöldið og eftir nákvæma skoðun hjá lækninum kom í ljós að hún er með svæsna eyrnabólgu hægramegin, hálsbólgu og kinnholubólgu svo það er ekki skrítið að hún sé búin að vera lasleg. Í gær fór hún í skóla og vinnu en kom heim alveg búin á því og svo svaf hún illa í nótt fyrir eyrnaverknum svo hún er heima í dag og fer hvorki í skóla né vinnu. Sýklalyfin virðast ekki vera að slá hratt á eyrnabólguna :(


Við Guðni fórum á kynningarfund og hittum nýja kennarann hans Árna í fyrsta sinn og líst vel á hana og planið fyrir veturinn. Hún á að vísu samúð okkar alla því bekkurinn heldur henni greinilega vel við efnið í agamálunum ..úfff . Lýsingarnar eru ekki ólíkar sumu því sem ég man eftir úr mínum bekk þegar ég var í barnaskóla og við fórum í gegnum nokkra kennara og sú sem entist lengst með okkur fékk magasár af álaginu :S
Guðni gerðist hetja og bauð sig fram í bekkjarráð og fær stórt prik hjá mér fyrir það. Hann var alltaf vel virkur í foreldrafélaginu á leikskólanum og svo var hann bekkjarfulltrúi á fyrstu árum Ásdísar í skóla. Þetta er nú aldeilis eithvað annað en félagsmálatröllið konan hans *hóst*

Jæja best að fara að sinna lasarusnum og kanski reyna að gera eithvað fleira af viti.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Guðni á hrós skilið..... Við eigum að mæta í skólann í næstu viku og ég er komin með magasár yfir samviskubiti vegna bekkjafulltrúavalinu! Við vorum dugleg í leikskólanum, en í skólanum humm.... við erum ekki alveg að ná þessu. Vonandi fara allir að hressast á bænum. Ásdís á alla mína samúð, ég man enþá hvað þetta er vont.

Guðný sagði...

He he já.... ég passa mig alltaf að horfa í allar aðrar áttir en til kennaranns þegar er verið að leita að bekkjarfulltrúum *roðn*

Nafnlaus sagði...

lol .... Guðný - þú ert svo vond við sjálfa þig - þú ert með 3 börna, hús, hund, kött (ketti), f-ður þinn, krefjandi vinnu, áhugamál og mann sem vinnur langt frá því 40 stundir á viku. Finnst þér skríðið að þú hoppir ekki að alla þá ábyrgð sem býðst, þess fyrir utan? - Þú ert að standa þig vel kona, vertu stolt að því!!!!

Guðný sagði...

Vá takk ég þurfti á þessu að halda :)