þriðjudagur, september 25, 2007


All by my self

...eða eins langt og það nær ég er víst formlega grasekkja í 2 daga meðan Guðni skellir sér í skemtiferð til USA með Bjössa frænda sínum. Á meðan þarf ég sennilega að sitja af mér fjölmiðlafárviðri sem er í uppsiglingu út af elstu dóttur okkar m.a. (nánar um það síðar). Ótrúlegt hvað lítil þúfa getur velt fólki af stað til að gera úlfalda úr mýflugu og reyna að valda stormi í vatnsglasi. En ég bíð spennt eftir Fréttablaðinu á næstu dögum.

Ég hef stundum ótrúlega gaman af því hvað hlutirnir eiga það til að leysa sig sjálfir án nokkurar áreynslu af minni hálfu. Ég hef verið að hugsa það síðan í vor að Ásdís hefði gott af því að fara á unglinga námskeið hjá Dale Carnegie en þar er sjálfsmynd unglinganna styrkt, þau þjálfuð í samskipta tækni, reiðistjórnun og annað því um líkt. Það sem hefur verið mér þrándur í götu við að senda hana á svona námskeið er verðmiðinn en tíu vikna námskeið kostar litlar 79.000 íslenskar krónur og finnst mér það heldur dýrt. En í dag datt inn um lúguna hjá mér bréf þar sem Garðabær hefur ákveðið að gerast svo rausnarlegur að bjóða unglingum í Garðabæ fæddum 1992-3 þetta námskeið á litlar 20.000 krónur og þær al íslenskar. Ég var búin að skrá Ásdísi áður en klukkutími var liðinn frá því að bréfið datt inn um lúguna.

Ætli það sé ekki best að fara að næra heimilsifólkið svo ég geti komið börnunum í háttin svo ég geti notið þess að vera frjáls og óháð .....

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Bíddu nú við, hvað er í gangi með Fréttablaðið og Ásdísi? Það þíðir ekki að vera með hálfkveðnar sögur!
Þetta DC námskeið er held ég mjög sniðugt, við HH vorum einmitt að tala um að það væri frábært að geta sent Ástu. Það versta er að hana vantar árin upp á.

Unknown sagði...

Líst mjög, mjög vel á námskeiðið. EN það er ljótt að koma með hálfkveðnar vísur - þú verður að klára þetta.
Lommér annars að giska, fúll viðskiptavinur hótaði öllu illu við saklaust afgreiðslubarn ...

Nafnlaus sagði...

Nú er greinilega ekki bara nóg að lesa bloggið þitt annað slagið vinkona........ þegar hálfkveðnar vísur skutlast inn - vinirnir verða forvitnari er fjölmiðlarnir hehehehe
unsbuns

Guðný sagði...

He he ef þið opnið Fréttablaðið í dag má þar sjá pena grein (vissi ekki í gær hvernig hún yrði en var búin að fá viðvörun um að hún væri í bígerð)um að 14 ára væru að vinna á kassa í IKEA. Forsaga málsins er sú að um helgina kemur kona á kassa til Ásdísar og þar sem hún er að afgreiða hana fær hún yfirheyrslu um hvað hún sé gömul, í hvaða stéttarfélagi hvort hún sé tryggð og svo sá konan sér ástæðu til að hella sér yfir hana fyrir að vita ekki hvort hún væri tryggði í starfi eða ekki. Ásdís greyið hálf skelkuð eftir þessa yfirheyrslu konunar enda var offorsið dáldið mikið að sögn. Konu garmurinn sá sér svo ástæðu til að hringja andaktug í Fréttablaðið og spyrja (á innsoginu ímynda ég mér) hvort þeir bara vissu að IKEA væri að misnota 14 ára börn á kassa.
Greinin sem kom var mun hóflegri en ég átti von á og er málið sennilgea leyst en líklega er Ásdís föst í barnapíu störfum innan IKEA í framtíðinni henni til þónokkurrar sorgar þar sem henni líkaði kassastarfið MJÖG vel.

Guðný sagði...

Vó tókst mér að draga þig út úr skugganum líka YES ...Gaman að sjá að þú kíkir við krúttið mitt **KNÚS**

Nafnlaus sagði...

hva maður kemur nú ekki út úr bílskúrinni fyrir hvern sem er... hehehe usa