fimmtudagur, september 27, 2007


Snillingur

Það er orðið ljóst að ég er snillingur því ég er alein vakandi í húsinu komið fram yfir miðnætti og hérahjartað ég sit upp í stofu og horfi á A Haunting á Discovery channel. Ég væri sennilega skriðin undir stólinn ef ég hefði ekki öll ljósin kveikt og hundinn hjá mér. Núna er saga um einstæða móður með tvær dætur sem eru að átta sig á því að það er reimt í húsinu hjá þeim og það lítur út fyrir að annar af a.m.k. 2 draugunum vill þeim ekkert gott eeeeeeeeek Af hverju geri ég mér þetta að vera ein að. horfa á svona þætti, þetta er nefnilega eitt af fáu sem í alvöru hræðir úr mér líftóruna þ.e.s. "sannar" draugasögur. Ég get hroft á flestar uppskáldaðar hryllingsmyndir án nokkurra vandræða en þetta úff ég er með magan í hnút sit á sætisbrúninni og hrekk í alvöru við. Ekki bætir svo úr skák að vindurinn gnauðar í þakinu og hvín í trjánum fyrir utan.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

bíddu bara þar til landspítaladraugurinn kemur heim til þín :)
kv næturvaktin á 12E

Nafnlaus sagði...

He he he... úff ég nötra bara á beinunum ;-)