föstudagur, september 07, 2007

Á þeim nótunum...

Ég kynntist enn einum tónlistar manninum um daginn og datt í hug að deila með ykkur þeirri ágætist tónlist en drengurinn mun vera bassaleikari The Sim Redmond band. Bandið er nú svo sem ekkert ofur frægt en þeir spila þó nokkuð mest á tónlistarhátíðum og eru bókaðir flesta laugardaga í brúðkaupum. Sum lögin þeirra eru barasta alveg ágæti ég mæli t.d. með Potholes, Pink guitar, Holes in the ground, Life is Water, Situation og Me and juge . Ég gæti trúað að tónlistin þeirra höfði til mín af því að þetta er dáldið bland af t.d. Regge, Creedence ClearwaterRevival og Cowboy Junkees svo eithvað sé nefnt.

The Sim Redmond Band


Svo er annað sem mér datt í hug að benda tónþyrstum lesendum á en það er síðan radioblogclub.com en þar má finna nánast alla þá tónlist sem maður getur hugsað sér að hlusta á og jafnvel örlítið meira. Það er að vísu ekki hægt að downloda tónlistinni inn á tölvuna en það er hægt að hlusta á tónlistina yfir netið þarna.

Vásers ég var að átta mig á hvað klukkan er orðið ....úff þetta gerist stundum eftir kvöldvaktir ... ég er farin að sofa ...over and out.

Engin ummæli: