laugardagur, september 08, 2007

Friðarsúlan

Þar sem ég var á leið minni heim úr vinnu í fyrrakvöld rak ég augun í ótrúlega flotta ljóssúlu sem lýsti upp í skýin svo úr varð fallegur leikur ljóss og skugga. Ég þurfti að hugsa mig um í nokkrar sekúndur til að átta mig á að þetta myndi vera ljóssúlan hennar Yoko en hún er víst í prufukeyrslu núna en verður ekki kveikt formlega á henni fyrr en 9.október. Fólk er greinilega ekki sammála um hvort þetta er fallegt eða ljótt en allavega fyrir minn smekk þá er þetta hreint ótrúlega flott þegar er svona lágskýjað !! Mér fannst hugmyndin frekar kjánaleg þegar ég heyrði af henni ekki að hún hafi kássað neitt uppá mig en ég verð að játa að þetta er flott. Þar að auki skilst mér að það verði bara kveikt á henni í takmarkaðan tíma á hverju ári þ.e.s. frá afmælisdegi Jhonn Lennon og fram að dánardægri (9.okt-8.des) en svo eru hugmyndir um að það megi kanski kveikja á dýrgripnum líka við hátíðleg tækifæri.


Ég varð fyrir óvæntri skemtun í gær en hún fóls í því að hjálpa syni mínum með stærðfræðiheimavinnuna . Ef einhver hefði sagt mér á mínum grunn og mentaskólaárum að ég ætti eftir að skemta mér yfir stærðfræði þá hefði ég látið leggja hann inn með það sama. En það sem við mæðginin gátum skemt okkur yfir þessu. Ég hallast nú að því að bækurnar sem kendar eru í stæðrfræði núna séu þó nokkuð skemtilegri en þær sem mínum árgangi voru kenndar. Alla vega vourm við að leysa einskonar Sodouku með margföldunar dæmum og ýmsar skemtilegar þrautir sem þjálfuðu margföldun og tugabrot. Það kom mér líka ánægjulega á óvart hvað sonur minn getur reiknað stórar tölur í huganum... eithvað sem ég hefði ekki getað á hans aldri. Við lékum okkur að þessu og ég komst að því að við náðum svipuðum hraða í að deila í huganum en notuðum gerólíkar aðferðir (ég var 25 ár að þróa mína hann innan við 10). Árni hefur komið sér upp aðferð alveg á eigin spýtur sem er mjög lík aðferð sem ég las í kenslubók í hraðreikningi sem pabbi á einhverstaðar í fórum sínum.. mér dettur í hug að þetta þýði að sonur minn sé vel innréttaður til stærðfræðináms því mér tókst ekki að tileinka mér þessa ágætis aðferð.


Annars erum við Árni alein heimaþví Anna skrapp í heimsókn til vinkonu sinnar sem býr hér í nágrenninu og Ásdís og Guðni eru að vinna. Ásdís greyið er að vísu hálf lasin en vildi alls ekki sleppa vinnunni því henni finnst þetta svo æðislega gaman og hún fær borgað ....hin fullkomna vinna greinilega.
Ég er enn að berjast við pestarlufsuna ég fór í vinnu á miðvikudag og það tók úr mér það mikinn mátt að ég svaf í litla 18 tíma á eftir nánast í einum rykk. Ég kom heim úr vinnuni um 15:30 keyrði Ásdísi í vinnuna stoppaði í búð á leiðinni heim. Skreið upp í rúm þegar heim var komið um kl.17 vaknaði aftur um 22 vakti í einn og hálfan tíma og sofnaði aftur og svaf til 12:30 ...... mætti í vinnu kl. 15 og lufsaðist um og kom varla nokkru vitrænu í verk :s Ég er enn hálf léleg en verð að reyna að hýsja upp um mig hressilegheitin því íbúiðn lítur ekki vel út. Hér hefur ekki verið þrifið frá því að ég veiktist og Leó valdi sama tíma til að fara óhóflega mikið úr hárum svo ástandið er frekar gróft ojjjj.

Anna virðist ætla að taka það með trompi að fá fullorðinstennur þvi það er strax farið að sjást í nýju tönnina þar sem hin fór svo gatið verður ekki lengi. Gallinn er að hún kemur bakvið næstu tönn við hliðina svo mér sýnist að þarna muni verða efni í enn eitt tannréttingabarnið *dæs*

Engin ummæli: