föstudagur, september 21, 2007

Anna Prinsessa


Anna
Originally uploaded by Kitty_B
Önnu var boðið í afmæli hjá bekkjarsystur sinni um daginn á nýjum stað í Kópavoginum sem heitir Stjörnustelpur. Ég hafði aldrei heyrt af staðnum en þvílíkt sem hann hitti í mark hjá Önnu. Þemað í afmælinu var prinsessu þema og stelpurnar fengu andlitsmálun (Anna valdi hóflegu útgáfuna) allar fengu þær litla valdaspropta með stjörnu á toppnum og svo voru búningar og fínerí. Anna sveif á bleiku prinsessu skýji eftir afmælið og er varla komin niður enn.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

.... það eru nú skiptar skoðanir um þennan stað!!!! - :) ..... Barnalandskonur voru nú næstum að fara á límingunum um daginn .... eitthvað um að gera litlar stelpur að kerlingum og um að ´hvort að strákum væri þá ekki boðið í afmælið!!! - lol - en það hljómar samt einsog Anna gefi staðnum 4 stjörnur :)

Nafnlaus sagði...

Hahah, Guðný fylgistu ekki með barnalandi? En það var gott að Anna gat skemmt sér vel. Ég hefði fríkað út á svona stað fyrir öhm.... 25-30 árum síðan.....

Nafnlaus sagði...

He he ég missi greinilega af öllu á bl.
Ef það á að bjóða í blandað afmæli er ég ekki viss um að þessi staður henti en í afmæli þar sem eru engöngu stelpur á aldrinum 4-7 þá held ég að þetta sé bara snilld.
Afhverju mega stelpur ekki hafa stað til að blómstra á meðan strákarnir hafa t.d. Laser tag sem stelpum grunnskólka aldri virðist ekki þykja spennandi í afmælisveislum ...ég hefði að vísu frekar viljað lasertag á þessum aldri en prinnsessuleik en sitt hentar hverjum.

Nafnlaus sagði...

Ég hefði líklega helst viljað vera dragfín prinsessa með geislabyssu.

Í mínum afmælum var ár eftir ár leikinn heimasaminn leikur sem var að einhverju leyti byggður á bók um Karl Blómkvist, leikurinn byggðist á keppni tveggja liða og dulmálssendingum og við vorum allar alsælar. Það var líka alveg rosalega gaman!

Guðný sagði...

Ó vá ég hefði sko vel verið til í Karl Blómkivst afmæli ...það er bara snilld !!

Unknown sagði...

verð að bæta við að þetta var einn af þeim leikjum þar sem "keppnin" byggðist á afar óljósum leikreglum og það voru aldrei nein úrslit

Guðný sagði...

Eru það ekki bestu leikirnir :)