Fatta ekki...
Ég fór með krakkana í Toys R Us í dag og ég verð að játa að ég fatta nú ekki alveg af hverju allt fór á hliðina út af þessari verslun. Vissulega er þetta sæmilega stór dótabúð en úrvalið er nú ekkert brjálað og ekki þess virði að standa í langri röð fyrir. Ég gef mér það að vísu að verslunar óðir íslendingar hafi hreinsað út það markverðasta enda er ástandið þarna enþá eins og dót hafi aldrei verið selt áður á íslandi. Ástandið á bílastæðinu fyrir utan var bara brandari hvergi laust bílastæði og fólk í vinnu við að stjórna umferðinni um stæðið. Ég stór efast um að krakkarnir muni rella um að fá að fara þangað aftur.
Guðni yfirgaf klakann í morgun það varð tveggja tíma seinkunn á fluginu hjá honum útaf ísingu en mér skilst af SMSunum að hann hafi komist heill á leiðarenda.
Ásdís tognaði í baki á þriðjudaginn og hefur verið heima á verkjalyfjum og hefur lítið skánað. Ég var búin að reyna heimilisráðin sem saman standa af heitum bökstrum, pan away og vöðvaolíu en ekkert gekk þar til Eva ritari á 12-E hringdi og gaf mér upp nafn á verkjaspreyji sem hún hafði góða reynslu. Ég skellti mér í apótekið og keypti Biofreze og það virkar svona líka vel með verkjalyfjunum, þá næ ég henni verkjalausri með þessu :) Biofreze fær mín meðmæli !!
sunnudagur, október 28, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
biofreeze er voða gott
Eva klikkar ekki frekar en hinn daginn :)
kv solla
Eva er snillingur það er ekki nokkur spurning hún reddar öllu !!
Skrifa ummæli