föstudagur, júní 13, 2008

13.....

Jæja er ekki kominn tími í smá fréttir.
Það verður að segjast eins og er að ég er alvarlega farin að velta fyrir mér að skippa þessu ári bara í heild sinni og panta að fá 2009 snöggvast.

Best að byrja samt á góðu fréttunum en þær eru að ég er betri í auganu og sterameðferðin fór betur í mig en ég hefði þorað að vona. Samt misskildi kerfið í mér þetta eithvað því mér var sagt að maður gæti orðið ör af sterunum og ég var þess vegna send heim með svefntöflur svo ég gæti nú örugglega sofið. Ég tók nú aldrei svefntöflurnar því sterarnir höfðu þau árhrif á mig að ég varð ÖRþreytt og svaf bara út í eitt. Ég var svo útslegin að ég treysti mér ekki af stað eftir sterana á laugardaginn og við fórum ekki upp í bústað fyrr en seinnipartinn á sunnudag. Ég sat svo bara eins og prinsessan á bauninni og familian sá um að pakka,versla,bera og draga. Við komum svo upp í bústað og ég valt útaf í sófanum um leið og ég kom uppeftir. Ég svaf svo meira og minna af mér mánudaginn en á þriðjudaginn fór ég að hressast og við skruppum í leiðangur í Borgarnes. Á miðvikudeginum þóttist ég nokkuð brött og við skruppum í bíltúr í góðaveðrinu og keyrðum áleiðis inn Kaldadal og hann stóð sko ekki undir nafni því hitamælirinn fór í 26 gráður. En þegar við vorum búin að keyra í einn og hálfan tíma fór mælirinn að fara niður aftur og endaði í 17 gráðum. Við snérum þá við og héldum heim á leið. Ég reyndi aðeins fyrir mér í myndatökum og þakkaði mínum sæla fyrir Live View fidusinn á vélinni því ég á ekki séns á að taka myndir með því að horfa í gegnum view finderinn á vélinni. Ég er vonlaus í að nota vinstra augað í það og hægra er bara ekki alveg nógu með á nótunum enþá. Ferðalagið í tók í heild sinni 3 tíma og það var bara aðeins of mikið ég var búin á því þegar við komum heim í bústað og ég gerði ekki meira þann daginn. Í gær tókum við því svo rólega og nutum veðurblíðunnar og slökuðum á.
Í morgun þreif familían svo bústaðinn hátt og lágt og við lögðum svo af stað um 11 leytið úr Húsafelli. Komum við í Skorradal að athuga með fjölskyldubústaðinn þar.

Nú svo lá leiðin barasta heim á leið og átti bara að stoppa á Leirum til að sækja Leó sem dvaldi í góðu yfirlæti á hundahótelinu þar. Þetta plan breyttist aðeins þegar við nálguðumst Grundarhverfið á Kjalarnesinu því þar urðum við fyri því óláni að það keyrði bíll í veg fyrir okkur. Það varð okkur og fólkinu í hinum bílnum til lífs að við vorum á löglegum hraða,bremsurnar á Prevíunni voru í góðu lagi og að Guðni var fljótur að hugsa og náið að bjarga því sem bjargað varð. Ef við hefðum verið á aðeins meiri ferð hefð sennilega ekki þurft að búa um sárin hjá farþegunum í hinum bílnum. Hinn bíllinn er illa farin en eins merkilegt og það nú er sést varla á Prevíunni. Frambrettið vinstra megin er beyglað og það heyrist GOINK þegar maður opnar og lokar bílstjóra hurðinni, glerið á framljósinu er rispaði í spað og stuðarinn er rispaður og aðeins brotinn. Við Ásdís erum aðeins aumar undan beltunum en aðrir sluppu án líkamlegra áverka en sálin hjá yngstu 2 fjölskyldu meðlimunum var aðeins marin en jafnaði sig fljótt.
Í hinum bílnum slasaðist engin en hurðirnar og buðrarbitin á milli þeirra lágu utan í bílstjóranum og hann fann fyrir smá eymslum en honum var ansi illa brugðið . Hann hafði verið að bíða eftir bróður sínum sem var að koma frá Reykjavík og þeir ætluðu svo að verða samferða norður á Akureyri. Hann sá bróður sinn koma og keyrði af stað til að fara á eftir honum en gleymdi alveg að líta til vinstri þegar hann keyrði af stað út á Vesturlandsveginn.
Eftir skýrslugerð og spjall þá héldum aftur af stað heim á leið þakklát fyrir að vera á lífi. Ég fór svo að lesa tjónaskýrsluna á leiðinni og da da ra hvað haldiði ökumenn beggja bíla eru fæddir 13 síns mánaðar og vitiði hvaða dagur er Föstudagurinn 13......og þetta gerðist kl.13:23........þetta er sko allt eitt alsherjar samsæri...Heija Norge.

Klessumyndir má finna á flikcrinu mínu :S

Annars er nú annað merkilegt við daginn í dag við hjónin eigum víst 10 ára brúðkaupsafmæli. Ótrúlegt að það skuli vera orðin 10 ár síðan að sá stórskemtilegi dagur var....man hann eins og hann hefði gerst í gær.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gott að allir eru heilir.

Vonandi hressast allir fljótt hvort sem það er sálartetur eða augnvesen. Til hamingju með daginn í dag. Heyrumst fljótt.

kv, Guðlaug

jeg sagði...

Blessuð skvís.
Bara að kíkja. Já mín bara á sterum úfff....... heheh...
Nei ég veit þetta er nú ekkert grín. En vonandi virkar þetta og sjónin fari nú að lagast hjá konunni.
Úfff þið eruð nú þokkalega heppin bara. Get ekki sagt annað sko. En já þetta er örugglega samsæri heheeheh....

Nú svo sá ég að það var merkisdagur ofaná allt annað. Til lukku með það þó seit sé.
Knús og kveðja úr sveitinni.
P.s. Stal Bjarnarblogginu þínu. *roðn* Bara varð. Geggjaður pistill.

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir þetta stelpur :)

Þér er sko meira en velkomið að nappa bjarnarpistlinum S:)