Já það ætlar ekki að verða endasleppt þetta ævintýri með augað .... Ég fór aftur til augnlæknisins í dag sem sendi mig á taugadeildina Landspítalanum. Þar tók á móti mér ágætis læknir sem lamdi mig og barði, togaði mig og teygði og klikkti svo út með því að hann yrði að gera á mér slatta af rannsónum. Ég var ekki ósátt við það alveg þangað til hann nefndi....... mænuástungu ....hrollur...meiri hrollur og enn meiri hrollur. Ég er alvarlega að hugsa um að stinga af úr landi !!
Annars er það af auganu að frétta að ég er komin niður í 80% sjón (var með 120%) á því sem er nú samt ansi gott miðað við allt. Ég er enn með verkjaseyðing í þessu og hálf lumpuleg. Ég get ekkki gert mikið og verð að leggja mig eftir lítið álag :( Ég er svo að dunda mér við að svekkja mig á því hvort ég komist upp í sumarbústað en við áttum pantaðan IKEA bústaðinn núna frá föstudegi til föstudags. Ég ætti allavega að komast um helgina því ég get ekki ímyndað mér að göngudeild taugadeildarinnar sé opin um helgar. Annars verð ég bara að sætta mig við að slaufa þessu alveg við verðum þá bara að reyna að fá bústaðinn um helgi í haust.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli