fimmtudagur, júní 05, 2008

Á taugum...

Það er ekki hægt að kvarta undan þjónustunni hjá Taugadeildinni haldiði ekki að þau hafi hringt í morgun og viljað fá mig í lyfjagjöf. Ég mætti glavösk og fékk hjá þeim sterapúls. Þessa blessaða stera á ég svo að fá á morgun og hinn líka. Ég er búin að semja við læknana um að fresta mænuævintýrinu þangað til í þarnæstu viku svo að þegar ég er búin með sterana þá má ég fara í sumó JIBBÍ.
Ég fór í sjóneithvað mælingu þar sem ég fékk þessar fínu elektróður á hausinn og horfði á tölvuskjá sem blikkaði "skákborði" með punkti í miðju. Þetta tók fljótt af en ekki hef ég hugmynd um hvað þetta mældi eða hvernig það kom út.
Nú á ég bara að taka því rólega og passa að missa mig ekki í sterabrjálæði við að þrífa og ólátast. Ég nýti mér bara að loka betra auganu því þá sé ég ekki draslið og finn vonandi ekki hjá mér þörf til að að þrífa og ólátast. Ekki það að þegar ég minnist á það fæ ég tiltektartitring enda hefur ekki verið gert neitt af viti hér síðan ég veiktist og það sér verulega á heimilinu eftir þriggja vikna óreiðu. En það bíður betri tíma......Svo er ég að láta mig dreyma um að virkja húsbóndann í þetta þegar hann byrjar í sumarfríi á morgun.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hvers er húsbóndasumarfrí
- ef ekki til að taka til í?
;Dísa