Ryksugan á fullu eða hvað
Ég er búin að komast að því að ég er orðin fíkill í þáttin Allt í Drasli. Hann uppfyllir allt sem ég þarf að fá út úr einum þætti hann er fyndinn og hryllilegur í senn. Mér líður alltaf svo vel þegar ég er búin að sjá hvað aðrir geta verið mikið meiri sóðar en ég og mín fjölskylda. Mér finnst líka náunignn sem talar á milli atriða algerlega óborganlegur. Ég gleymi að vísu alltaf að horfa á þenna blessaðan þátt í sjónvarpinu og því er ég einlæglega þakklát fyrir vefsjónvarp Skjás 1 þar get ég horft aftur og aftur og aftur.
Við hjónin skelltum okkur á hverfisfund sem blessaður bæjarstjórinn okkar hafði boðað í Stjörnuheimilinu þar voru rædd skipulagsmál hverfisins og ýmislegt annað sem hverfinu og miðbænum viðkemur MJÖG fróðlegt. Mér fannst samt alveg ótrúlegt hvað gamalgrónir íbúar hverfisins gátu tekið 1 íbúa götunnar hér fyrir og skammast og rifist út af honum og sakað um skattsvik og ég veit bara ekki hvað og hvað. Ég hélt að fullorðið fólk vissi betur en þetta en nei greinilega ekki. Ásdís Halla mátti hafa sig alla við að stoppa menninan af og reyna að setla málin og benda þeim á að þetta væri ekki vettvangur til að ráðast á nágranna sína. Þar að auki var umræddur maður ekki viðstaddur og gat ekki borið hönd yfir höfuð sér og efast ég um að mennirnir hefðu verið svona borubrattir ef svo hefði verið. Ég verð að vísu að segja að konan reis mikið í áliti hjá mér á þessum fundi ekki það að hún var í ágætum metorðum hjá mér fyirir þó hún sé sjálfstæðiskona. Annars leist mér vel á flest það sem kom fram á fundinum það á að byggja 125 nýjar íbúðir hér í hverfinu og tengja okkur við miðbæ Garðabæjar og ég veit ekki hvað og hvað. Ég lærði nýtt orð sem notað má um slatta af íbúm hverfisins og sennilega mig líka en það er NIMBY sem er skamstöfunin fyrir Not In My BackYard. Fólk hefur mjög sterkar skoðanir á hvar má byggja hversu mikið og hvar vegirnir mega liggja og alles og alltaf endar þaða á sama stað að þá á að vera sem lengst frá þeim sjálfum ég stóð mig að vísu að því að vilja ekki veg ofan við Lækjarfit 1 og út að Ásgarði he he. Breytingar eru greinilega alltaf erfiðar og þarna var það sko engin undantekning.
Aww mér er illt í maganu ætli það hafi eithvað með páskana að gera :s Held að páska sukkið sé loksins að ná í skottið á mér, samt er ég nú búin að standast þónokkrar freistingar í dag og í gær og er að skríða í rólegheitunum upp á beina og breiða veginn.
fimmtudagur, mars 31, 2005
þriðjudagur, mars 29, 2005
Þú ert minn súkklaði ís þú ert minn sælgætisgrís
Það er alveg ljóst að sykur kallar á meiri sykur. Páskarnir eru stórhættulegir fyrir sykurfíkil eins og mig, þetta er rétt eins og að bjóða alka á Oktoberfest. Ég sem hef nú staðið mig þokkalega í að minnka óhóflega sykurneyslu féll með stímabraki og látum á skírdag og hef ekki skriðið upp síðan. Mér dettur líka í hug ferðalag Gláms og Skráms til sælgætislands ...þetta er mikið nammi namm nítján tonn og milligramm. Sætabrauð og súkkulað af sykurkringlum hátt hundrað........... nú er mér bara spurn hvar er litla prinsessan mig vantar eina svoleiðs til að koma mér á réttan kjöl. Það sem bjargaði því litla sem bjargað varð var að ég var að vinna helgina og annan í páskum en engu að síður úff mér er illt í maganum.
Málshátturinn sem var í mínu eggi þessa páskana var : Geðprýði er gulli betri.
Það er alveg ljóst að sykur kallar á meiri sykur. Páskarnir eru stórhættulegir fyrir sykurfíkil eins og mig, þetta er rétt eins og að bjóða alka á Oktoberfest. Ég sem hef nú staðið mig þokkalega í að minnka óhóflega sykurneyslu féll með stímabraki og látum á skírdag og hef ekki skriðið upp síðan. Mér dettur líka í hug ferðalag Gláms og Skráms til sælgætislands ...þetta er mikið nammi namm nítján tonn og milligramm. Sætabrauð og súkkulað af sykurkringlum hátt hundrað........... nú er mér bara spurn hvar er litla prinsessan mig vantar eina svoleiðs til að koma mér á réttan kjöl. Það sem bjargaði því litla sem bjargað varð var að ég var að vinna helgina og annan í páskum en engu að síður úff mér er illt í maganum.
Málshátturinn sem var í mínu eggi þessa páskana var : Geðprýði er gulli betri.
miðvikudagur, mars 23, 2005
mánudagur, mars 21, 2005
Allt í drasli eða hvað ??
Það er sjaldan sem ég verð orðlaus en GMG mér er orða vant yfir þættinum Allt í drasli. Ég hélt einu sinni að það væri drasl hérna hjá mér en ég sé að dópistagrenið mitt bliknar bara í samanburði við heimilið hjá þeim sem var farið til í síðasta þætti af Allt í drasli. Hér getiði kíkt á þáttin ef þið voruð svo óheppin að missa af honumVefsjónvarp S1 Ég sá ekki þáttinn þegar hann var sýndur en datt óvart um hann á netinu. Ég hef aldrei áður horft á þetta "eðal" sjónvarpsefni en mikið líður mér betur á sálinni.
Það er sjaldan sem ég verð orðlaus en GMG mér er orða vant yfir þættinum Allt í drasli. Ég hélt einu sinni að það væri drasl hérna hjá mér en ég sé að dópistagrenið mitt bliknar bara í samanburði við heimilið hjá þeim sem var farið til í síðasta þætti af Allt í drasli. Hér getiði kíkt á þáttin ef þið voruð svo óheppin að missa af honum
sunnudagur, mars 20, 2005
Það er komið sumar
Sól í heiði skín
Vetur burtu læðist
Tilveran er fín........
Ekki kanski alveg en ég bara get ekki beðið fjölskyldan er nefnilega búin að plana sumarið og nú er svo erfitt að bíða. Við höfum sem sagt ákveðið að skella okkur í 2 vikur í Ágúst út til Þýskalands. Það sem er fast á planinu er að gista í nágrenni Trier í húsi sem vinur pabba á þar (að því gefnu að það seljist ekki í millitíðinn en húsið er búið að vera á sölu í dáldin tíma), fara í Movie World, taka amk. 3-4 daga ferð niður til Berchtesgaden og í leiðinni þangað að kíkja við í Dachau og Neuschwanstein Castle. Þegar til Berchtsgaden er komið á náttúrlega að skoða Arnarhreiðrið og ýmislegt fleira sem þar er að sjá og það er víst ekkert lítið né ljótt. Svo langar mig alveg obboðslega mikið að fara yfir til Ausurríkis til Salzburg og fara þar í Sound of Music tour sem ég sá á netinu hér er lýsing á þeirri ferð:
This English tour (maximum 8 participants) combines the history, architectural sights and cultural highlights of Salzburg with some of the main locations used in the film. Starting at 8.30 from the Berchtesgaden Visitors Center the mini bus will take you along the Berchtesgaden river valley flanked by Mount Untersberg, seen in the movie. En route, your guide will explain Berchtesgaden's role played in the Sound of Music and point out some of the sights.
Once in Austria the guide will touch upon Salzburg's fascinating history and culture before making a stop at Hellbrunn Palace where the "gazebo" used in the movie is located today. View the two palaces of Frohenburg and Leopoldskron used by 20th Century Fox as the von Trapp home. Parking the mini bus at the edge of Salzburg's old town, accompany your guide through the historical streets of Mozart's birthplace as you view the town's architectural highlights, many of which were featured in the movie: horse-pond, Getreidegasse, Mozart's birth house, open market, University church, Mirabell Gardens, festival hall, St. Peter's cemetery, Nonnberg convent (Maria's abbey), Chapter square, Cathedral square, Residence palace, Hercules fountain and Mozart square. At 11.00 a.m. the bells of the old Glockenspiel mark the beginning of one hour free time for you in Salzburg to sample Austrian pastries and coffee, visit the Mozart museum or simply stroll through the elegant streets of the old town.
At 12.00 your guide will pick you up in Salzburg's center for your ride to Berchtesgaden. During the return trip you will hear the true story of the von Trapp family and how it was made into the film classic still so popular today. Songs from the movie will be played during the driving tour, setting the tone for a memorable tour.
Ef þetta er ekki tour sér sniðin fyrir Guðnýju Kristleifsdóttir þá veit ég ekki hvað. Ég verð bara að vera búin að kenna börnunum öll Sound of music lögin og þá getum við ekið syngjandi um Sazburg he he he ... Og þar sem við verðum 6 á ferðalagi þá komast ekki nema 2 utanaðkomandi með sem þyrftu að hlusta á breimið arrr. Nú er bara að panta þennan tour í tíma og skella sér.
Núna er ég sko farin að hlakka til eins og lítð barn um jól og finnst allt of langt að bíða fram í Ágúst..................The hills are alive with the sound of music AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAaaaa..............
Sól í heiði skín
Vetur burtu læðist
Tilveran er fín........
Ekki kanski alveg en ég bara get ekki beðið fjölskyldan er nefnilega búin að plana sumarið og nú er svo erfitt að bíða. Við höfum sem sagt ákveðið að skella okkur í 2 vikur í Ágúst út til Þýskalands. Það sem er fast á planinu er að gista í nágrenni Trier í húsi sem vinur pabba á þar (að því gefnu að það seljist ekki í millitíðinn en húsið er búið að vera á sölu í dáldin tíma), fara í Movie World, taka amk. 3-4 daga ferð niður til Berchtesgaden og í leiðinni þangað að kíkja við í Dachau og Neuschwanstein Castle. Þegar til Berchtsgaden er komið á náttúrlega að skoða Arnarhreiðrið og ýmislegt fleira sem þar er að sjá og það er víst ekkert lítið né ljótt. Svo langar mig alveg obboðslega mikið að fara yfir til Ausurríkis til Salzburg og fara þar í Sound of Music tour sem ég sá á netinu hér er lýsing á þeirri ferð:
This English tour (maximum 8 participants) combines the history, architectural sights and cultural highlights of Salzburg with some of the main locations used in the film. Starting at 8.30 from the Berchtesgaden Visitors Center the mini bus will take you along the Berchtesgaden river valley flanked by Mount Untersberg, seen in the movie. En route, your guide will explain Berchtesgaden's role played in the Sound of Music and point out some of the sights.
Once in Austria the guide will touch upon Salzburg's fascinating history and culture before making a stop at Hellbrunn Palace where the "gazebo" used in the movie is located today. View the two palaces of Frohenburg and Leopoldskron used by 20th Century Fox as the von Trapp home. Parking the mini bus at the edge of Salzburg's old town, accompany your guide through the historical streets of Mozart's birthplace as you view the town's architectural highlights, many of which were featured in the movie: horse-pond, Getreidegasse, Mozart's birth house, open market, University church, Mirabell Gardens, festival hall, St. Peter's cemetery, Nonnberg convent (Maria's abbey), Chapter square, Cathedral square, Residence palace, Hercules fountain and Mozart square. At 11.00 a.m. the bells of the old Glockenspiel mark the beginning of one hour free time for you in Salzburg to sample Austrian pastries and coffee, visit the Mozart museum or simply stroll through the elegant streets of the old town.
At 12.00 your guide will pick you up in Salzburg's center for your ride to Berchtesgaden. During the return trip you will hear the true story of the von Trapp family and how it was made into the film classic still so popular today. Songs from the movie will be played during the driving tour, setting the tone for a memorable tour.
Ef þetta er ekki tour sér sniðin fyrir Guðnýju Kristleifsdóttir þá veit ég ekki hvað. Ég verð bara að vera búin að kenna börnunum öll Sound of music lögin og þá getum við ekið syngjandi um Sazburg he he he ... Og þar sem við verðum 6 á ferðalagi þá komast ekki nema 2 utanaðkomandi með sem þyrftu að hlusta á breimið arrr. Nú er bara að panta þennan tour í tíma og skella sér.
Núna er ég sko farin að hlakka til eins og lítð barn um jól og finnst allt of langt að bíða fram í Ágúst..................The hills are alive with the sound of music AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAaaaa..............
mánudagur, mars 14, 2005
Loksins búinn að meikaða
Jæja þá er við loksins orðin fræg halðiði að það sé ekki bara búið að pósta myndum af okkur á netinu og það ekki á ómerkilegri stað enkallarnir.is þarna má finna myndir frá árshátíð IKEA sem heppnaðist svona líka afskaplega vel.
Jæja þá er við loksins orðin fræg halðiði að það sé ekki bara búið að pósta myndum af okkur á netinu og það ekki á ómerkilegri stað en
föstudagur, mars 11, 2005
Húsmæður á barmi örvæntingar
OMG það er sko ekkert örvæntingarfullt við þessa líka brilliant þátaröð sem hófst á RÚV í kvöld. Spennandi, dramatísk,raunsæir og umfram allt fyndnir. Ég hreinlega grét úr hlátir yfir þættinum. Atriðin þar sem konan fór á galakjólnum út að slá til að hylma yfir með viðhaldinu og hin sem kveikti í húsi nágrannakonunnar vegna ástarmála ég vældi úr hlátri. Langt síðan ég hef séð þetta góðan þátt. Ég get ekki beðið eftir næstu þáttum ég skil vel að þeir hafi orðið svona vinsælir í USA.
OMG það er sko ekkert örvæntingarfullt við þessa líka brilliant þátaröð sem hófst á RÚV í kvöld. Spennandi, dramatísk,raunsæir og umfram allt fyndnir. Ég hreinlega grét úr hlátir yfir þættinum. Atriðin þar sem konan fór á galakjólnum út að slá til að hylma yfir með viðhaldinu og hin sem kveikti í húsi nágrannakonunnar vegna ástarmála ég vældi úr hlátri. Langt síðan ég hef séð þetta góðan þátt. Ég get ekki beðið eftir næstu þáttum ég skil vel að þeir hafi orðið svona vinsælir í USA.
fimmtudagur, mars 10, 2005
I Like to Pretend to Be Like Myself
I like to pretend to be like myself.
It's harder than you would suppose.
I frequently say things that I would say.
I often will wear my own clothes.
I put on my sneakers and brush my hair
exactly the way that I'd do,
and sometimes I wear my own underwear
and no one has even a clue.
I walk just exactly the way I'd walk
and go to the places I'd go.
I play with the people who play with me
and say things that only I'd know.
I do a remarkable job sometimes
and everyone thinks that I'm me.
They can't tell that really I'm not myself,
but only pretending to be.
So next time you see me I might not be
the person you think that you see.
I often pretend to be like myself.
It's fun to pretend to be me.
--Kenn Nesbitt
Something I Need to Remember
There's something I need to remember.
But somehow it seems I forgot.
I'll sit here until I recall it.
I won't move an inch from this spot.
Is sleeping the thing I've forgotten?
Did I not remember to eat?
Did I take a shower this morning?
Is all of my homework complete?
Should I be at home or at school?
Or watching a show on TV?
Are some of my friends coming over?
Is somebody waiting for me?
And why am I sitting here thinking,
not moving an inch from this spot?
I'm sure that there must be a reason,
but somehow it seems I forgot.
--Kenn Nesbitt
Þessi ljóð sem eru eins og töluð út úr mínu hjarta ásamt fleiri skemtilegum ljóðum má finna á þessum þræðiLjóð Ágætur kunningi minn benti mér á þessi ljóð og þakka ég honum kærlega fyrir það, góð skemtun að renna yfir þetta. Ég mæli sérstaklega með ljóðunum (I'm Always in Parentheses),Herbert Handy's Hardware Store,Peter Prim the Fire-Eater .
I like to pretend to be like myself.
It's harder than you would suppose.
I frequently say things that I would say.
I often will wear my own clothes.
I put on my sneakers and brush my hair
exactly the way that I'd do,
and sometimes I wear my own underwear
and no one has even a clue.
I walk just exactly the way I'd walk
and go to the places I'd go.
I play with the people who play with me
and say things that only I'd know.
I do a remarkable job sometimes
and everyone thinks that I'm me.
They can't tell that really I'm not myself,
but only pretending to be.
So next time you see me I might not be
the person you think that you see.
I often pretend to be like myself.
It's fun to pretend to be me.
--Kenn Nesbitt
Something I Need to Remember
There's something I need to remember.
But somehow it seems I forgot.
I'll sit here until I recall it.
I won't move an inch from this spot.
Is sleeping the thing I've forgotten?
Did I not remember to eat?
Did I take a shower this morning?
Is all of my homework complete?
Should I be at home or at school?
Or watching a show on TV?
Are some of my friends coming over?
Is somebody waiting for me?
And why am I sitting here thinking,
not moving an inch from this spot?
I'm sure that there must be a reason,
but somehow it seems I forgot.
--Kenn Nesbitt
Þessi ljóð sem eru eins og töluð út úr mínu hjarta ásamt fleiri skemtilegum ljóðum má finna á þessum þræði
Morgunstund gefur gull í mund
Ekki fékk nú gull í laun fyrir að fara snemma á fætur í dag en ég er búina að koma ýmsu í verk. Fyrsta verk eftir að ég opnaði augun var að fara inn til Ásdísar að þrífa nr 2 eftir annað hvort kattarrassgatið. Af einhverjum ástæðum eru þær búnar að komast að því að herbergið hennar Ásdísar sé hinn besti katta kassi. Við Ásdís erum alls ekki sammála þessu og er þetta farið að fara illa í okkar fínustu. Næst tók við að finna sundföt eldri heimasæturnnar það hafðist á endanum. Ótrúlegt hvað svona hlutir eru duglegir við að gufa bara alveg upp. Börnin lögðu af stað í skólann en Ásdís snéri aftur til að sækja pening fyrir ferð með skólanum en þau eru að fara í Perluna og ætla að kaupa ís á eftir svo ég er 700 krónum fátækari eftir þessa morgunstundina. Guðni snéri aftur heim eftir ferð í Spinning maðurinn er óheyrilega duglegur hann sprettur á fætur kl. 6 og skellir sér í spinning. Þetta á sennilega eftir að kosta okkur skildinginn líka því nú er hann hættur að halda upp um sig buxunum þó hann sé með belti. Ég sé fram á ánægjuleg fjárútlát í minni buxur handa honum. Við klæddum Önnu og Guðni brunaði með hana á leikskólann. Nú sit ég hér og horfi á draslið í kringum mig og velti því fyrir mér hvort ég ætti að gera eithvað í þessu sjálf eða hvort ég ætti ekki bara að hringja upp á skjá 1 og athuga hvort Heiðar og hvað hún nú heitir kona vilji ekki bara koma og taka bælið í gegn hérna hjá mér.
Við Guðni fórum í draumaferð í gær þ.e.s við kíktum til þeirra í Toyota og prufukeyrðum Previu. Mig langað mikið í hana fyrir núna langar mig SVO MIKIÐ í hana. Versta er að hún kostar hræðilega mikið meira að segja notuðu Previurnar kosta hrikalega mikið. Þar að auki er nánast ekki hægt að fá þær notaðar því fólk sem fær sér svona bíla vill ekki skipta þeim út. Ég skil það svo sem vel þvílík drauma dós. Maður situr þarna eins og konungborinn og horfir niður á alla á litlu bílunum. Sætin eru meira hægindastólar en bílsæti, bíllinn líður þýtt og nett áfram. Sem farþegi hefur maður allt heimsins pláss og ef enginn er í miðjusætinu í mið röðinni má fella bakið á því fram og þar er borð og glasahaldarar. Ef maður situr í miðjusætinu getur maður teygt úr sér og látið fara SVO vel um sig. Í bílnum er svo nóg pláss fyrir ALLA fjölskylduna og allan þann farangur sem við þurfum.
Aww ég er að hugsa um að fara að gera eithvað af viti...............eða leggja mig aftur .................
Ekki fékk nú gull í laun fyrir að fara snemma á fætur í dag en ég er búina að koma ýmsu í verk. Fyrsta verk eftir að ég opnaði augun var að fara inn til Ásdísar að þrífa nr 2 eftir annað hvort kattarrassgatið. Af einhverjum ástæðum eru þær búnar að komast að því að herbergið hennar Ásdísar sé hinn besti katta kassi. Við Ásdís erum alls ekki sammála þessu og er þetta farið að fara illa í okkar fínustu. Næst tók við að finna sundföt eldri heimasæturnnar það hafðist á endanum. Ótrúlegt hvað svona hlutir eru duglegir við að gufa bara alveg upp. Börnin lögðu af stað í skólann en Ásdís snéri aftur til að sækja pening fyrir ferð með skólanum en þau eru að fara í Perluna og ætla að kaupa ís á eftir svo ég er 700 krónum fátækari eftir þessa morgunstundina. Guðni snéri aftur heim eftir ferð í Spinning maðurinn er óheyrilega duglegur hann sprettur á fætur kl. 6 og skellir sér í spinning. Þetta á sennilega eftir að kosta okkur skildinginn líka því nú er hann hættur að halda upp um sig buxunum þó hann sé með belti. Ég sé fram á ánægjuleg fjárútlát í minni buxur handa honum. Við klæddum Önnu og Guðni brunaði með hana á leikskólann. Nú sit ég hér og horfi á draslið í kringum mig og velti því fyrir mér hvort ég ætti að gera eithvað í þessu sjálf eða hvort ég ætti ekki bara að hringja upp á skjá 1 og athuga hvort Heiðar og hvað hún nú heitir kona vilji ekki bara koma og taka bælið í gegn hérna hjá mér.
Við Guðni fórum í draumaferð í gær þ.e.s við kíktum til þeirra í Toyota og prufukeyrðum Previu. Mig langað mikið í hana fyrir núna langar mig SVO MIKIÐ í hana. Versta er að hún kostar hræðilega mikið meira að segja notuðu Previurnar kosta hrikalega mikið. Þar að auki er nánast ekki hægt að fá þær notaðar því fólk sem fær sér svona bíla vill ekki skipta þeim út. Ég skil það svo sem vel þvílík drauma dós. Maður situr þarna eins og konungborinn og horfir niður á alla á litlu bílunum. Sætin eru meira hægindastólar en bílsæti, bíllinn líður þýtt og nett áfram. Sem farþegi hefur maður allt heimsins pláss og ef enginn er í miðjusætinu í mið röðinni má fella bakið á því fram og þar er borð og glasahaldarar. Ef maður situr í miðjusætinu getur maður teygt úr sér og látið fara SVO vel um sig. Í bílnum er svo nóg pláss fyrir ALLA fjölskylduna og allan þann farangur sem við þurfum.
Aww ég er að hugsa um að fara að gera eithvað af viti...............eða leggja mig aftur .................
föstudagur, mars 04, 2005
Milion dollar baby
Jæja þá er ég búin að sjá Milion dollar baby ég verð nú að játa að ég var nú með smá Rocky tengda fordóma gegn myndinni, enn ein svona Ameríski draumurinn og box dæmi. Mikið kom hún mér skemtilega óvart ég gleymdi Rocky undir eins og komst að því að þetta er bara hin besta ræma. Plottið kom mér verulega á óvart og allt get alveg mælt með því að fólk kíki á hana. Eastwood átti leikstjóra óskarinn alveg skilið gaman að sjá kallinn enn svona sprækan, Hilary Swank átti leikkonu verðlaunin skillið og mér hlýnaði um hjartaræturnar að sjá að Morgan Freeman fékk aukahlutverkaóskarinn hann var alveg búin að vinna sér inn fyrir honum. Meira um óskarinn þá er nú samt svoldið súrt að Martin Scorsese hafi enn einu sinni ekki fengið óskar hann hefur gert margar góðar myndir en alltaf verið svo óheppin að einhver annar hefur gert pínkulítið betri mynd það árið. Ég hef að vísu ekki séð Aviator en fólk lætur almennt vel af henni. Næsta verk á dagskrá er að sjá hana.
Hana nú ætli ég verði ekki að fara að leita að gólfinu á íbúðinni það hefur af einhverjum ástæðum horfið smátt og smátt síðustu dagana. Sama má segja um borðpláss og flest annað pláss nú er kominn tími til að gera eithvað í málinu. Nei eru Nágrannar byrjaðir ................
Jæja þá er ég búin að sjá Milion dollar baby ég verð nú að játa að ég var nú með smá Rocky tengda fordóma gegn myndinni, enn ein svona Ameríski draumurinn og box dæmi. Mikið kom hún mér skemtilega óvart ég gleymdi Rocky undir eins og komst að því að þetta er bara hin besta ræma. Plottið kom mér verulega á óvart og allt get alveg mælt með því að fólk kíki á hana. Eastwood átti leikstjóra óskarinn alveg skilið gaman að sjá kallinn enn svona sprækan, Hilary Swank átti leikkonu verðlaunin skillið og mér hlýnaði um hjartaræturnar að sjá að Morgan Freeman fékk aukahlutverkaóskarinn hann var alveg búin að vinna sér inn fyrir honum. Meira um óskarinn þá er nú samt svoldið súrt að Martin Scorsese hafi enn einu sinni ekki fengið óskar hann hefur gert margar góðar myndir en alltaf verið svo óheppin að einhver annar hefur gert pínkulítið betri mynd það árið. Ég hef að vísu ekki séð Aviator en fólk lætur almennt vel af henni. Næsta verk á dagskrá er að sjá hana.
Hana nú ætli ég verði ekki að fara að leita að gólfinu á íbúðinni það hefur af einhverjum ástæðum horfið smátt og smátt síðustu dagana. Sama má segja um borðpláss og flest annað pláss nú er kominn tími til að gera eithvað í málinu. Nei eru Nágrannar byrjaðir ................
fimmtudagur, mars 03, 2005
Lestrarkappning
Já ég get nú alltaf skemmt mér svoldið yfir vinum okkar og frændum færeyingum þetta er kanski bara enn eitt merki um hvað ég hef lágkúrulegan húmor en engu að síður skemti ég mér alveg óborganlega við að lesa ýmislegt á færeysku. Núna var ég að lesa auglýsingu í Dimmalætting um lesendakeppni þess ágæta blaðs og ef maður les hana mátulega mikið upp á íslensku þá er hún nú bara nokkuð skondin og verðlaunin frekar sérkennleg eða þannig. Það sem veldur mér mestum hlátrinum er hvernig á að senda inn þátttökuseðlana (kappnigsseðla), hver og einn má senda marga, þá á að senda þá alla saman í einum brævbjálva og allir brævbjálvarnir verða tæmdir, ég get nú ekki annað en fengið smá hroll af tilhugsuninni um aumingja bjálvana sem verða troðnir út af þátttökuseðlum og svo tæmdir aftur OJJJJ.
Verðlaunin eru svo ekki af verri endanum en það eru ferðir til Danmerkur eða Íslands með Smyrilline fyrir 2 fullorðna. En siglingar mátinn er nú kanski ekki eins og ég gæti hugsað mér bestann en svona er lýsingin á ferðinni til Íslands. Ferð fyrir 2 vaksin við bili Tórshavn/Seyðisfjörður og aftur í 2 koyggjukamari við wc/bað galdandi siglingarskeiðið 2005. Ég verð nú að játa mig langar nú ekkert að kúldrast inn á kojukamri við klósett og bað milli Íslands og Færeyja ;) Mér líst persónulega betur á fyrstavinningin sem er til Danlands hvar svo sem það er í heiminum en þá fær maður að vera í höfuðsvítunni á leiðinni á milli það hljómar strax betur þegar það heitir svíta en ekki kamar.
HérLestrarkappning Dimmalættin geta þeir sem vilja kíkt á auglýsinguna.
Atvinnuauglýsingarnar í Dimmalætting eru líka svoldið girnilegar ef ég væri nú Sjúkraröktarfræðingur þá gæti ég hugsanlega fengið vinnu á psykiatriska deplinum á landssjúkrahúsinu, sem er nú bara fulltíðastarv. Ég væri nú alveg til að vinna bara á smá depli ekki heilli deild hversu mikið getur nú verið að gera á svona depli ég bara spyr. Einnig er víst laus staða á Bráðfengisdeildinni en hún höndlar meðal annars Bráðfengismóttöku, viðrakning og skaðastovu. Starfslýsingin er einhvernvegin svona rökt og viðgerð tl sjúklinga á skaðastvunni og bráðfengisi móttökunni, sjúklingar á dagkirugi og sjúklingar í viðrakning og intensivar sjúklingar. Þetta hljómar nú bara ekki svo illa viðgerðir og annað skemtilegt ég held ég fari bara að sækja um vinnu í Færeyjum. Mig hefur að vísu alltaf langað svoldið til að koma til Færeyja.
Já ég get nú alltaf skemmt mér svoldið yfir vinum okkar og frændum færeyingum þetta er kanski bara enn eitt merki um hvað ég hef lágkúrulegan húmor en engu að síður skemti ég mér alveg óborganlega við að lesa ýmislegt á færeysku. Núna var ég að lesa auglýsingu í Dimmalætting um lesendakeppni þess ágæta blaðs og ef maður les hana mátulega mikið upp á íslensku þá er hún nú bara nokkuð skondin og verðlaunin frekar sérkennleg eða þannig. Það sem veldur mér mestum hlátrinum er hvernig á að senda inn þátttökuseðlana (kappnigsseðla), hver og einn má senda marga, þá á að senda þá alla saman í einum brævbjálva og allir brævbjálvarnir verða tæmdir, ég get nú ekki annað en fengið smá hroll af tilhugsuninni um aumingja bjálvana sem verða troðnir út af þátttökuseðlum og svo tæmdir aftur OJJJJ.
Verðlaunin eru svo ekki af verri endanum en það eru ferðir til Danmerkur eða Íslands með Smyrilline fyrir 2 fullorðna. En siglingar mátinn er nú kanski ekki eins og ég gæti hugsað mér bestann en svona er lýsingin á ferðinni til Íslands. Ferð fyrir 2 vaksin við bili Tórshavn/Seyðisfjörður og aftur í 2 koyggjukamari við wc/bað galdandi siglingarskeiðið 2005. Ég verð nú að játa mig langar nú ekkert að kúldrast inn á kojukamri við klósett og bað milli Íslands og Færeyja ;) Mér líst persónulega betur á fyrstavinningin sem er til Danlands hvar svo sem það er í heiminum en þá fær maður að vera í höfuðsvítunni á leiðinni á milli það hljómar strax betur þegar það heitir svíta en ekki kamar.
Hér
Atvinnuauglýsingarnar í Dimmalætting eru líka svoldið girnilegar ef ég væri nú Sjúkraröktarfræðingur þá gæti ég hugsanlega fengið vinnu á psykiatriska deplinum á landssjúkrahúsinu, sem er nú bara fulltíðastarv. Ég væri nú alveg til að vinna bara á smá depli ekki heilli deild hversu mikið getur nú verið að gera á svona depli ég bara spyr. Einnig er víst laus staða á Bráðfengisdeildinni en hún höndlar meðal annars Bráðfengismóttöku, viðrakning og skaðastovu. Starfslýsingin er einhvernvegin svona rökt og viðgerð tl sjúklinga á skaðastvunni og bráðfengisi móttökunni, sjúklingar á dagkirugi og sjúklingar í viðrakning og intensivar sjúklingar. Þetta hljómar nú bara ekki svo illa viðgerðir og annað skemtilegt ég held ég fari bara að sækja um vinnu í Færeyjum. Mig hefur að vísu alltaf langað svoldið til að koma til Færeyja.
Secret Army
Af því að Erna spurði hér á commenta kerfinu fyrir neðan hvort ég hefði fengið diskana sem ég pantaði þá get ég með gleði í hjarta svarað þeirri spurningu játandi. Ég átti von á þeim á föstudegi en þeir skiluðu sér á laugardegi. Ég var að vísu stödd fyrir austan í sumarbústað en var svo stálheppin að pabbi var heima og gat tekið við þeim. Þegar velheppnaðri sumarbústaðahelginni var lokið kom ég heim og opnaði pakkann tók Secret Army diskana og rölti upp í stofu. Ég gat nú ekki varist smá hjartslætti úr spenningi þegar ég stakk disknum í tækið skyldu þættirnir vera jafn góðir og einhver nostalgíutilfinning sagði til um eða var það bara hvað lítið úrval var af efni sem gerði það að verkum að ég hafði horft á þá hér áður fyrr í old days. Svo þegar upphafsstefið byrjaði hríslaðis um mig ótrúlegur sælu hrollur og ég mundi allt í einu eftir byrjunar myndunum. Viti menn fyrsti þátturinn reyndist bara heljarinnar hellings góður, leikur aðal söguhetjanna var svoldið stirður en samt sem áður alveg þolanlegur. Eitt það góða við þessa þætti er að það er engin leið að ímynda sér hvernig þeir enda því það er bara alls ekki sjálfgefið að þeir endi vel. Flugmenn sem maður er búin að fylgjast með allan þáttin og hafa kanski sloppið alveg lygilega fram hjá hinum ýmsu hættum komast samt ekki endilega undan hvað þá heldur sleppa lifandi þegar þátturinn endar, hvað þá aðrar söguhetjur sem hafa kanski komið fyrir í nokkrum þáttum þær sleppa nú ekki alltaf vel. Leikararnir urðu líka öruggari með hverjum þætti sem leið. Það besta var svo að diskarnir góðu björguðu alveg geðheilsu minni í veikindunum ég klárarði einn disk á dag en á hverjum diski eru 4 þættir, 4 diskar í allt. Pabbi var svo farinn að koma og horfa með mér og virtist nú ekkert minna spentur en ég þó hann ætti nú í smá erfiðleikum með að ná öllu talinu þar sem þetta er alveg ótextað. Núna þarf ég bara að fara að safna fyrir seinni tveimur seríunum.
Allo Allo stóðu svo alveg fyrir sínu en maður þarf kanski ekki að eiga nema eina seríu af þeim. Við Guðni hlógum okkur alveg máttlaus yfir fyrstu tveimur þáttunum ég var hætt að horfa seinni hlutann af síðari þættinum (vegna þreytu og hve klukkan var orðin margt)horfði meira svona á hann með eyrunum ;) og hló samt og glotti alltaf reglulega daginn eftir þegar mér varð hugsað til nokkura atriða úr þáttunum tveimur. Ég er ekki búin að horfa á nema fyrstu fjóra þættina af Allo Allo hinir bíða betri tíma :)
En það var alveg ofsalega gaman að panta, fá og horfa á þessa diska það er orðið ansi langt síðan ég hef verið svona ofsalega spennt fyrir einhverju, tilfinningin minnti bara dáldið á það hvenig mér leið um jólin þegar ég var lítil.
Af því að Erna spurði hér á commenta kerfinu fyrir neðan hvort ég hefði fengið diskana sem ég pantaði þá get ég með gleði í hjarta svarað þeirri spurningu játandi. Ég átti von á þeim á föstudegi en þeir skiluðu sér á laugardegi. Ég var að vísu stödd fyrir austan í sumarbústað en var svo stálheppin að pabbi var heima og gat tekið við þeim. Þegar velheppnaðri sumarbústaðahelginni var lokið kom ég heim og opnaði pakkann tók Secret Army diskana og rölti upp í stofu. Ég gat nú ekki varist smá hjartslætti úr spenningi þegar ég stakk disknum í tækið skyldu þættirnir vera jafn góðir og einhver nostalgíutilfinning sagði til um eða var það bara hvað lítið úrval var af efni sem gerði það að verkum að ég hafði horft á þá hér áður fyrr í old days. Svo þegar upphafsstefið byrjaði hríslaðis um mig ótrúlegur sælu hrollur og ég mundi allt í einu eftir byrjunar myndunum. Viti menn fyrsti þátturinn reyndist bara heljarinnar hellings góður, leikur aðal söguhetjanna var svoldið stirður en samt sem áður alveg þolanlegur. Eitt það góða við þessa þætti er að það er engin leið að ímynda sér hvernig þeir enda því það er bara alls ekki sjálfgefið að þeir endi vel. Flugmenn sem maður er búin að fylgjast með allan þáttin og hafa kanski sloppið alveg lygilega fram hjá hinum ýmsu hættum komast samt ekki endilega undan hvað þá heldur sleppa lifandi þegar þátturinn endar, hvað þá aðrar söguhetjur sem hafa kanski komið fyrir í nokkrum þáttum þær sleppa nú ekki alltaf vel. Leikararnir urðu líka öruggari með hverjum þætti sem leið. Það besta var svo að diskarnir góðu björguðu alveg geðheilsu minni í veikindunum ég klárarði einn disk á dag en á hverjum diski eru 4 þættir, 4 diskar í allt. Pabbi var svo farinn að koma og horfa með mér og virtist nú ekkert minna spentur en ég þó hann ætti nú í smá erfiðleikum með að ná öllu talinu þar sem þetta er alveg ótextað. Núna þarf ég bara að fara að safna fyrir seinni tveimur seríunum.
Allo Allo stóðu svo alveg fyrir sínu en maður þarf kanski ekki að eiga nema eina seríu af þeim. Við Guðni hlógum okkur alveg máttlaus yfir fyrstu tveimur þáttunum ég var hætt að horfa seinni hlutann af síðari þættinum (vegna þreytu og hve klukkan var orðin margt)horfði meira svona á hann með eyrunum ;) og hló samt og glotti alltaf reglulega daginn eftir þegar mér varð hugsað til nokkura atriða úr þáttunum tveimur. Ég er ekki búin að horfa á nema fyrstu fjóra þættina af Allo Allo hinir bíða betri tíma :)
En það var alveg ofsalega gaman að panta, fá og horfa á þessa diska það er orðið ansi langt síðan ég hef verið svona ofsalega spennt fyrir einhverju, tilfinningin minnti bara dáldið á það hvenig mér leið um jólin þegar ég var lítil.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)