Þú ert minn súkklaði ís þú ert minn sælgætisgrís
Það er alveg ljóst að sykur kallar á meiri sykur. Páskarnir eru stórhættulegir fyrir sykurfíkil eins og mig, þetta er rétt eins og að bjóða alka á Oktoberfest. Ég sem hef nú staðið mig þokkalega í að minnka óhóflega sykurneyslu féll með stímabraki og látum á skírdag og hef ekki skriðið upp síðan. Mér dettur líka í hug ferðalag Gláms og Skráms til sælgætislands ...þetta er mikið nammi namm nítján tonn og milligramm. Sætabrauð og súkkulað af sykurkringlum hátt hundrað........... nú er mér bara spurn hvar er litla prinsessan mig vantar eina svoleiðs til að koma mér á réttan kjöl. Það sem bjargaði því litla sem bjargað varð var að ég var að vinna helgina og annan í páskum en engu að síður úff mér er illt í maganum.
Málshátturinn sem var í mínu eggi þessa páskana var : Geðprýði er gulli betri.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli