Ryksugan á fullu eða hvað
Ég er búin að komast að því að ég er orðin fíkill í þáttin Allt í Drasli. Hann uppfyllir allt sem ég þarf að fá út úr einum þætti hann er fyndinn og hryllilegur í senn. Mér líður alltaf svo vel þegar ég er búin að sjá hvað aðrir geta verið mikið meiri sóðar en ég og mín fjölskylda. Mér finnst líka náunignn sem talar á milli atriða algerlega óborganlegur. Ég gleymi að vísu alltaf að horfa á þenna blessaðan þátt í sjónvarpinu og því er ég einlæglega þakklát fyrir vefsjónvarp Skjás 1 þar get ég horft aftur og aftur og aftur.
Við hjónin skelltum okkur á hverfisfund sem blessaður bæjarstjórinn okkar hafði boðað í Stjörnuheimilinu þar voru rædd skipulagsmál hverfisins og ýmislegt annað sem hverfinu og miðbænum viðkemur MJÖG fróðlegt. Mér fannst samt alveg ótrúlegt hvað gamalgrónir íbúar hverfisins gátu tekið 1 íbúa götunnar hér fyrir og skammast og rifist út af honum og sakað um skattsvik og ég veit bara ekki hvað og hvað. Ég hélt að fullorðið fólk vissi betur en þetta en nei greinilega ekki. Ásdís Halla mátti hafa sig alla við að stoppa menninan af og reyna að setla málin og benda þeim á að þetta væri ekki vettvangur til að ráðast á nágranna sína. Þar að auki var umræddur maður ekki viðstaddur og gat ekki borið hönd yfir höfuð sér og efast ég um að mennirnir hefðu verið svona borubrattir ef svo hefði verið. Ég verð að vísu að segja að konan reis mikið í áliti hjá mér á þessum fundi ekki það að hún var í ágætum metorðum hjá mér fyirir þó hún sé sjálfstæðiskona. Annars leist mér vel á flest það sem kom fram á fundinum það á að byggja 125 nýjar íbúðir hér í hverfinu og tengja okkur við miðbæ Garðabæjar og ég veit ekki hvað og hvað. Ég lærði nýtt orð sem notað má um slatta af íbúm hverfisins og sennilega mig líka en það er NIMBY sem er skamstöfunin fyrir Not In My BackYard. Fólk hefur mjög sterkar skoðanir á hvar má byggja hversu mikið og hvar vegirnir mega liggja og alles og alltaf endar þaða á sama stað að þá á að vera sem lengst frá þeim sjálfum ég stóð mig að vísu að því að vilja ekki veg ofan við Lækjarfit 1 og út að Ásgarði he he. Breytingar eru greinilega alltaf erfiðar og þarna var það sko engin undantekning.
Aww mér er illt í maganu ætli það hafi eithvað með páskana að gera :s Held að páska sukkið sé loksins að ná í skottið á mér, samt er ég nú búin að standast þónokkrar freistingar í dag og í gær og er að skríða í rólegheitunum upp á beina og breiða veginn.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli