fimmtudagur, mars 03, 2005

Lestrarkappning

Já ég get nú alltaf skemmt mér svoldið yfir vinum okkar og frændum færeyingum þetta er kanski bara enn eitt merki um hvað ég hef lágkúrulegan húmor en engu að síður skemti ég mér alveg óborganlega við að lesa ýmislegt á færeysku. Núna var ég að lesa auglýsingu í Dimmalætting um lesendakeppni þess ágæta blaðs og ef maður les hana mátulega mikið upp á íslensku þá er hún nú bara nokkuð skondin og verðlaunin frekar sérkennleg eða þannig. Það sem veldur mér mestum hlátrinum er hvernig á að senda inn þátttökuseðlana (kappnigsseðla), hver og einn má senda marga, þá á að senda þá alla saman í einum brævbjálva og allir brævbjálvarnir verða tæmdir, ég get nú ekki annað en fengið smá hroll af tilhugsuninni um aumingja bjálvana sem verða troðnir út af þátttökuseðlum og svo tæmdir aftur OJJJJ.
Verðlaunin eru svo ekki af verri endanum en það eru ferðir til Danmerkur eða Íslands með Smyrilline fyrir 2 fullorðna. En siglingar mátinn er nú kanski ekki eins og ég gæti hugsað mér bestann en svona er lýsingin á ferðinni til Íslands. Ferð fyrir 2 vaksin við bili Tórshavn/Seyðisfjörður og aftur í 2 koyggjukamari við wc/bað galdandi siglingarskeiðið 2005. Ég verð nú að játa mig langar nú ekkert að kúldrast inn á kojukamri við klósett og bað milli Íslands og Færeyja ;) Mér líst persónulega betur á fyrstavinningin sem er til Danlands hvar svo sem það er í heiminum en þá fær maður að vera í höfuðsvítunni á leiðinni á milli það hljómar strax betur þegar það heitir svíta en ekki kamar.
Hér
  • Lestrarkappning Dimmalættin
  • geta þeir sem vilja kíkt á auglýsinguna.
    Atvinnuauglýsingarnar í Dimmalætting eru líka svoldið girnilegar ef ég væri nú Sjúkraröktarfræðingur þá gæti ég hugsanlega fengið vinnu á psykiatriska deplinum á landssjúkrahúsinu, sem er nú bara fulltíðastarv. Ég væri nú alveg til að vinna bara á smá depli ekki heilli deild hversu mikið getur nú verið að gera á svona depli ég bara spyr. Einnig er víst laus staða á Bráðfengisdeildinni en hún höndlar meðal annars Bráðfengismóttöku, viðrakning og skaðastovu. Starfslýsingin er einhvernvegin svona rökt og viðgerð tl sjúklinga á skaðastvunni og bráðfengisi móttökunni, sjúklingar á dagkirugi og sjúklingar í viðrakning og intensivar sjúklingar. Þetta hljómar nú bara ekki svo illa viðgerðir og annað skemtilegt ég held ég fari bara að sækja um vinnu í Færeyjum. Mig hefur að vísu alltaf langað svoldið til að koma til Færeyja.

    Engin ummæli: