Milion dollar baby
Jæja þá er ég búin að sjá Milion dollar baby ég verð nú að játa að ég var nú með smá Rocky tengda fordóma gegn myndinni, enn ein svona Ameríski draumurinn og box dæmi. Mikið kom hún mér skemtilega óvart ég gleymdi Rocky undir eins og komst að því að þetta er bara hin besta ræma. Plottið kom mér verulega á óvart og allt get alveg mælt með því að fólk kíki á hana. Eastwood átti leikstjóra óskarinn alveg skilið gaman að sjá kallinn enn svona sprækan, Hilary Swank átti leikkonu verðlaunin skillið og mér hlýnaði um hjartaræturnar að sjá að Morgan Freeman fékk aukahlutverkaóskarinn hann var alveg búin að vinna sér inn fyrir honum. Meira um óskarinn þá er nú samt svoldið súrt að Martin Scorsese hafi enn einu sinni ekki fengið óskar hann hefur gert margar góðar myndir en alltaf verið svo óheppin að einhver annar hefur gert pínkulítið betri mynd það árið. Ég hef að vísu ekki séð Aviator en fólk lætur almennt vel af henni. Næsta verk á dagskrá er að sjá hana.
Hana nú ætli ég verði ekki að fara að leita að gólfinu á íbúðinni það hefur af einhverjum ástæðum horfið smátt og smátt síðustu dagana. Sama má segja um borðpláss og flest annað pláss nú er kominn tími til að gera eithvað í málinu. Nei eru Nágrannar byrjaðir ................
föstudagur, mars 04, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli