fimmtudagur, mars 10, 2005

Morgunstund gefur gull í mund

Ekki fékk nú gull í laun fyrir að fara snemma á fætur í dag en ég er búina að koma ýmsu í verk. Fyrsta verk eftir að ég opnaði augun var að fara inn til Ásdísar að þrífa nr 2 eftir annað hvort kattarrassgatið. Af einhverjum ástæðum eru þær búnar að komast að því að herbergið hennar Ásdísar sé hinn besti katta kassi. Við Ásdís erum alls ekki sammála þessu og er þetta farið að fara illa í okkar fínustu. Næst tók við að finna sundföt eldri heimasæturnnar það hafðist á endanum. Ótrúlegt hvað svona hlutir eru duglegir við að gufa bara alveg upp. Börnin lögðu af stað í skólann en Ásdís snéri aftur til að sækja pening fyrir ferð með skólanum en þau eru að fara í Perluna og ætla að kaupa ís á eftir svo ég er 700 krónum fátækari eftir þessa morgunstundina. Guðni snéri aftur heim eftir ferð í Spinning maðurinn er óheyrilega duglegur hann sprettur á fætur kl. 6 og skellir sér í spinning. Þetta á sennilega eftir að kosta okkur skildinginn líka því nú er hann hættur að halda upp um sig buxunum þó hann sé með belti. Ég sé fram á ánægjuleg fjárútlát í minni buxur handa honum. Við klæddum Önnu og Guðni brunaði með hana á leikskólann. Nú sit ég hér og horfi á draslið í kringum mig og velti því fyrir mér hvort ég ætti að gera eithvað í þessu sjálf eða hvort ég ætti ekki bara að hringja upp á skjá 1 og athuga hvort Heiðar og hvað hún nú heitir kona vilji ekki bara koma og taka bælið í gegn hérna hjá mér.
Við Guðni fórum í draumaferð í gær þ.e.s við kíktum til þeirra í Toyota og prufukeyrðum Previu. Mig langað mikið í hana fyrir núna langar mig SVO MIKIÐ í hana. Versta er að hún kostar hræðilega mikið meira að segja notuðu Previurnar kosta hrikalega mikið. Þar að auki er nánast ekki hægt að fá þær notaðar því fólk sem fær sér svona bíla vill ekki skipta þeim út. Ég skil það svo sem vel þvílík drauma dós. Maður situr þarna eins og konungborinn og horfir niður á alla á litlu bílunum. Sætin eru meira hægindastólar en bílsæti, bíllinn líður þýtt og nett áfram. Sem farþegi hefur maður allt heimsins pláss og ef enginn er í miðjusætinu í mið röðinni má fella bakið á því fram og þar er borð og glasahaldarar. Ef maður situr í miðjusætinu getur maður teygt úr sér og látið fara SVO vel um sig. Í bílnum er svo nóg pláss fyrir ALLA fjölskylduna og allan þann farangur sem við þurfum.
Aww ég er að hugsa um að fara að gera eithvað af viti...............eða leggja mig aftur .................

Engin ummæli: