fimmtudagur, mars 03, 2005

Secret Army
Af því að Erna spurði hér á commenta kerfinu fyrir neðan hvort ég hefði fengið diskana sem ég pantaði þá get ég með gleði í hjarta svarað þeirri spurningu játandi. Ég átti von á þeim á föstudegi en þeir skiluðu sér á laugardegi. Ég var að vísu stödd fyrir austan í sumarbústað en var svo stálheppin að pabbi var heima og gat tekið við þeim. Þegar velheppnaðri sumarbústaðahelginni var lokið kom ég heim og opnaði pakkann tók Secret Army diskana og rölti upp í stofu. Ég gat nú ekki varist smá hjartslætti úr spenningi þegar ég stakk disknum í tækið skyldu þættirnir vera jafn góðir og einhver nostalgíutilfinning sagði til um eða var það bara hvað lítið úrval var af efni sem gerði það að verkum að ég hafði horft á þá hér áður fyrr í old days. Svo þegar upphafsstefið byrjaði hríslaðis um mig ótrúlegur sælu hrollur og ég mundi allt í einu eftir byrjunar myndunum. Viti menn fyrsti þátturinn reyndist bara heljarinnar hellings góður, leikur aðal söguhetjanna var svoldið stirður en samt sem áður alveg þolanlegur. Eitt það góða við þessa þætti er að það er engin leið að ímynda sér hvernig þeir enda því það er bara alls ekki sjálfgefið að þeir endi vel. Flugmenn sem maður er búin að fylgjast með allan þáttin og hafa kanski sloppið alveg lygilega fram hjá hinum ýmsu hættum komast samt ekki endilega undan hvað þá heldur sleppa lifandi þegar þátturinn endar, hvað þá aðrar söguhetjur sem hafa kanski komið fyrir í nokkrum þáttum þær sleppa nú ekki alltaf vel. Leikararnir urðu líka öruggari með hverjum þætti sem leið. Það besta var svo að diskarnir góðu björguðu alveg geðheilsu minni í veikindunum ég klárarði einn disk á dag en á hverjum diski eru 4 þættir, 4 diskar í allt. Pabbi var svo farinn að koma og horfa með mér og virtist nú ekkert minna spentur en ég þó hann ætti nú í smá erfiðleikum með að ná öllu talinu þar sem þetta er alveg ótextað. Núna þarf ég bara að fara að safna fyrir seinni tveimur seríunum.
Allo Allo stóðu svo alveg fyrir sínu en maður þarf kanski ekki að eiga nema eina seríu af þeim. Við Guðni hlógum okkur alveg máttlaus yfir fyrstu tveimur þáttunum ég var hætt að horfa seinni hlutann af síðari þættinum (vegna þreytu og hve klukkan var orðin margt)horfði meira svona á hann með eyrunum ;) og hló samt og glotti alltaf reglulega daginn eftir þegar mér varð hugsað til nokkura atriða úr þáttunum tveimur. Ég er ekki búin að horfa á nema fyrstu fjóra þættina af Allo Allo hinir bíða betri tíma :)
En það var alveg ofsalega gaman að panta, fá og horfa á þessa diska það er orðið ansi langt síðan ég hef verið svona ofsalega spennt fyrir einhverju, tilfinningin minnti bara dáldið á það hvenig mér leið um jólin þegar ég var lítil.

Engin ummæli: