mánudagur, apríl 25, 2005

Jamm og já

Ég er búin að vera einstaklega óvikr hér undanfarið en það er bara búið að vera óvenju mikið að gera hjá mér partý á partý ofan og alskyns hamagangur að ógleymdri vinnu.
Ég er búin að vera hugsi yfir ýmsu í fréttum síðustu vikna m.a. þeirri snilld Sjálfstæðismanna að hækka Diselolíuna upp úr öllu valdi og sjá til þess að Diseldbílar séu dýrari en Bensín bílar. Halda því svo fram að þetta muni hvetja fólk til þess að kaupa díselbíla því það sé umhverfisvænna að aka á diselbíl. Vill einhver útskýra þetta fyrir mér, Takk. Reyndar sagði Geir H. Haarde eða hvað hann nú heitir að þetta væri vissulega óheppilegt en þetta myndi nú sennilega breytast. Þið ykkar sem heyrðuð þetta og hélduð að hann væri að meina að diselolían myndi lækka hugsið ykkur um. Þetta þýðir að bensínið mun hækka og hækka þangað til það verður orðið dýrara en olían OJJJ minn er svo fúll.
Skemtun vikunnar var þegar Steini vinur Guðna kom óvænt í heimsókn á sunnudaginn við höfum ekki séð hann í rétt tæp 3 ár og áttum ekki von á honum. Það var nærri liðið yfir mig þegar ég opnaði dyrnar. Ég held að mér hafi aldrei nokkrun tímann verið komið svona skemtilega mikið á óvart.
Já svo ég víki nú aftur að einum af mínum eftirlætis sjónvarpsþáttum þá tókst loksins að ganga fram af mér með Allt í drasli síðast. Gamall og þurr kattaskítur í eldhúsinu er meira en ég þoli ég var nú næstum farin að gubba þetta er sko alvöru myndumsóða. En þegar ég var lítil (ca 4 ára eða svo) var auglýsing í sjónvarpinu um eithvert hreinsi efni fyrir klósett og það var teiknimynd af alskonar skondnum bakteríum í klósettinu fyrir þrif og þulurinn sagði þetta er mynd um sóða ég hélt að þetta væri eitt orð Myndumsóða og þýddi agalega ógeðslega óþrifalegur einstaklingur eða sérlega skítugur og ógeðslegur staður og notaði þetta orð í þeim skilnigi móður minni til mikillar skemtunar. Skífurit sem komu reglulega í mogganum kallaði ég víst kessmil =kexmylsna = brotið kex mömmu fannst það líka fyndið kanski er það þessvegna sem ég man þetta en þá.

Engin ummæli: