föstudagur, apríl 29, 2005

Gaman gaman hjá mér

Við hjónin vorum svo dugleg á þriðjudagskvöldið að við kláruðum að girða garðinn. Núna getum við farið með Leó út og leyft honum að vera lausum í gariðnum og þetta er þvílíkt gaman. Hann eltir bolta og fisbeediska eins og hann eigi lífið að leysa. Skemtileg aukaverkun af þessu er svo að hann sér ekki ástæðu til að gelta á vegfarendur sem eiga leið framhjá. Þegar hann er bundinn úti þá geltir hann á alla sem eiga leið hjá en þegar hann er laus hleylpur hann ut að girðingunni og hnusar í áttina til þeirra snýr svo við og lætur gott heita. Við erum búin að vera þvílíkt dugleg að fara með hann út og leika ollum til skemtunar og heilsubótar. Við Ásdís áttum þvílíka gæðastund út í garði seint á miðvikudagskvöldið að leika við Leó svo þetta styrkir samband allra á heimilinu. Tóm sæla :)
Helgin er þétt bókuð eins og áður kom fram og við áttuðum okkur á einu sem bætist við en sonur okkar Íþróttaálfurinn er að fara á handboltamót á laugardag frá 11-16 sem betur fer er ekki mæting kl 8 eins og á síðustu mótum FJÚKKET. Annars er ótrúlega gaman að fara á svona mót og sjá framfarirnar hjá guttunum. Ég verð að játa að mér leist ekkert á þegar Árni ákvað að fara að æfa handbolta hann gat á þeim tíma ekki gripið bolta þó líf hanns lægi við, hann hefur alltaf átt í dálitlum vandræðum með sumar grófhreyfingar. Ég var skíthrædd um að þetta yrði svaka svekkelsi og yrði jafnvel til þess að hann yrði fyrir einhverju aðkasti frá bekkjarbræðrunum sem eru nánast allir í handboltanum. Ég man nenfinlega hvernig það var í mínu ungdæmi þegar einvher klúðraði einhverju í íþróttum úff ekki gott að vera í hans sporum. En sem betur fer eru drengirnir hér mikið betur gerðir einstaklingar og vanmat ég þá hræðilega og skammast mín fyrir. Einn tók að sér að æfa sérstaklega með Árna að grípa og senda og viti menn sonur minn grípur og sendir eins og ekkert sé. Hann er meira að segja farinn að gera atlögu að markinu og er mjög efnilegur varnarmaður. Þetta hlýjar litla móðurhjartanum nú dáldið.
Jæja over and out ég er farin að gera eithvað af vitið eða svona næstum því.

Engin ummæli: