fimmtudagur, apríl 14, 2005

Enginn er óhultur það er ljóst

Já það er ekki að spyrja að stórglæpamönnunum á Íslandi þeir láta sko ekki að sér hæða.

Stálu tyggjósjálfsala
Tveir ungir menn hlupu inn í anddyri verslunar í Njarðvík, um klukkan 19 í gærkvöldi, gripu þar tyggjósjálfsala og hlupu svo út. Hentu þeir sjálfssalanum í farangursrými bifreiðar þar sem þriðji maðurinn beið eftir þeim. Við svo búið yfirgáfu þeir vettvang. Þeir hafa ekki náðst en vitni voru að atburðinum og lögregla hefur nokkra grunaða. Ekki er vitað hvað mönnunum gekk til.

Tekið af mbl.is

Nei ég skil það vel að suðurnesja menn skiji bara ekki hvað mönnunum gekk til he he he he Hvort var það tyggjóið eða fimmtíukallarnir sem þeir voru að sækjast eftir. Ætli þeir hafi verið búnir að eyða vikum í að plana ránið. Ég get alveg séð það fyrir mér hvernig þeir hafa verið í bílskúrnum heima hjá einhverjum þeirra með teikningar af búðinni og staðsetningu tyggjósjálfsalans. Stálu þeir bíl nágrannans til að nota við ránið eða voru þeir bara á bílnum hennar mömmu. Ætli þetta sé byrjunin á hræðlilegri glæpaöldu þar sem saklausum sælgætissjálfsölum verður rænt hverjum á fætur öðrum. Eða er þetta kanski ekki fyrsta fórnarlambið þar sem lögreglan hefur nokkra grunaða. Þessi hræðilegi glæpur vekur upp ýmsar spurningar sem ég bíð skjálfandi eftir að fá svör við.

Engin ummæli: