þriðjudagur, apríl 05, 2005

Andleysið algera

Algert andleysi hefur háð mér núna upp á síðkastið. Ég hef ekki haft nokkuð til að blogga um og ég hef gert ítrekaðar tilraunir til að skilja eftir comment hjá Dýrleifu en má alltaf gefast upp því það dettur alltaf botin úr því sem ég ætla að segja. Ég skil ekki afhverju þetta gerist stundum að það gufar bara upp allt sem er skemtilegt og hvað þá hið minsta frumlegt í kollinum á mér. Ég man að vísu að í dag kom mér eithvað í hug sem ég hugsaði að gæti verið gott efni á bloggið en núna er ég búin að gleyma því líka hrmpf. Hugsið ykkur hverngi ég verð orðin um sjötugt þegar minnið er orðið svona lélegt strax.
Ég hirti mig upp á hnakkadrambinu og dreif mig í rúmfatalagerinn í gær og keypti mér efni til að klára loksins púðana sem ég erfði eftir ömmur mínar. Enda komin milli 6 og 7 ár síðan ég fékk þá í hendur og miðað við 7 ára regluna sem virðist gilda um allt hér þá var ekki seinna vænna en að fara að haska sér í þetta. Annan púðan átti bara eftir að fylla og loka en hinn þurfti að sauma bakhliðina á og fylla. Það gekk stórslysa laust að koma þeim fyrri saman en seinni púðinn er eins og grínútgáfa af hringjaranum í Notre Dam ég gerði all nokkrar tilraunir til að koma honum eðlilega saman en ekkert gekk. Þetta verkefni sem leit svo einfalt út í byrjun varð bara að höfuðverk og hárreytingum. Loksins (eftir nokkrar misheppnaðar tilraunir) kom ég bakinu á sinn stað og fyllingunni inni en eithvað fór úrskeiðis við að sauma síðustu sporin í höndunum svo núna er dularfull bunga þar sem ég sé að ég verð að spretta upp og reyna að laga þetta. Geðheilsa mín í gær bauð bara ekki upp á meiri vinnu við þetta. Ég skil núna afhverju föndurkallinn í Spaugstofunni er alltaf svona fúll á svipinn og afhverju konan í áramótaskaupinu 1984 drakk svona mikið þegar hún var að kenna fólki að föndra tusku banana. Eina leiðin fyrir suma að höndla saumaskap og föndur er einfaldlega að detta í það ég hefði sennilega betur gert það en þá væri ég sennilega búin að sauma púðan fastann við tærnar á mér : s

Við Ásdís kúrðum í sakleysi okkar upp í rúmi áðan og vorum að spjalla saman þegar nýr þáttur byrjar í sjónvarpinu en það mun vera þátturinn Lífsháski eða Lost. Við mæðgurnar byrjuðum að horfa og taldi ég mig í góðum málum þar sem enginn litur var á RUV merkinu. Við mæðgur hrofðum svo stjarfar á blóði drifinn skjákinn, mér varð svo mikið um að ég gleymdi að það var hægt að slökkva og hvað þá senda Ásdísi í háttinn. Ég verð að játa að ég átti ekki von á svona miklum horror í þætti sem ekki er merktur með RAUÐU. En fólk sem sogast inn í flugvéla hreyfla, er með ýmsa flugvéla parta í gegnum sig eða er hrist í tætlur af óþekktum óvini svo að blóðið gusast í allar áttir hélt ég að verðskuldaði alveg rauðan miða. Kanski er ég bara orðin of gömul og viðkvæm og hef skrítið viðmið á hvar á að setja aldurstakmark á svonalagað.

Engin ummæli: