þriðjudagur, apríl 12, 2005

Norður og niður

Já þangað fór málvitund mín eða það litla sem eftir var af henni í morgun. Ég var í sakleysi mínu að horfa á Ísland í bítið þar sem alva ágætur íslenskufræðingur er stundum með pistla um íslenskt mál og ýmislegt sem að því snýr. Fátt hefur hann komið með sem ég vissi ekki en nú brá svo við að hann kom með rithátt á sögnum sem ég hef örugglega haft vitlausan frá því ég byrjaði að skifa. *Grát* Hvernig í ósköpunum stendur á því að það á að skrifa sneri, reri, greri og neri en ekki snéri, réri, gréri og néri. Ég upplifi éið í þessu svo sterkt að það hálfa væri nóg og það er svo vitlaust að það hálfa væri líka nóg í þeim efnum. *Grát*
Framhaldssaga vikunnar er sú að ég er búin að koma púðanum sem ég var að tala um í síðustu viku saman og hann er sko ýkt flottur núna. Ég keypti nýtt efni í bakhliðina og saumaði aftan á hann og viti menn nú lék allt í lyndi. Held bara að alheimurinn hafi ekki verið sáttur við efnið sem ég valdi upphaflega eða kanski var bara of mikil teygja í þvi efni til að þetta gæti nokkurn tíman gengið. En nú er öldin önnur púðinn svona líka fínn og flottur. **STOLT**

Engin ummæli: