Þetta er víst ástæðan fyrir allri sjúkra og slökkviliðsbíal umferðini ég skildi ekkert í þvi að fyrst fóru þér á hvínndi blússi inní hafnarfjörð svo komu allir til baka með ljósum og látum aftur og fleiri til.
Eldur logar í íþróttahúsi Fram í Safamýri
Allt tiltækt slökkvilið hefur verið kallað að íþróttahúsi Fram í Safamýri þar sem eldur logar í þaki nýbyggingar. Mikinn reyk leggur til vesturs af um 40 metra kafla á syðri enda hússins og yfir Kringlumýrarbraut. Slökkviliðið er með töluverðan viðbúnað og eru fjórir reykkafarar að störfum.
Er verið að rífa plötur af húsinu til að komast að eldinum en hann virðist krauma á mjög stóru svæði í þakklæðningunni.
Enginn var inni í húsinu og enginn hefur verið fluttur á slysadeild. Skólabörn í Álftamýrarskóla hafa verið send heim. Iðnaðarmenn voru að störfum og kann að vera að kviknað hafi í útfrá tjörupappa.
Þá var slökkvilið skömmu áður kallað að húsi í Hafnarfirði þar sem kviknaði í íbúð, en eldhús þar varð alelda.
Tekið af mbl.is
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli