fimmtudagur, apríl 28, 2005

Keila um keilu frá .....

Fór í keilu í gær ásamt helling af fólki (Steina og vinum hans),náði að slefa í 2. sætið í seinni umferðinni (var mjög neðarlega í þeirri fyrri). Mér fannst merkilegt hvað maður var að hitta miðað við að það er rúmt ár síðan ég spilaði keilu síðast og þá var sko ár síðan ég hafði spilað þá og þrjú ár þar á undan. Væri gaman að sjá hvað gerðist ef ég færi reglulega í keilu.
Fríhelgi framundan það er að skapast einvher hefð fyrir þvi hjá mér að hafa meira en nóg að gera á fríhelgunum núna er stefnan tekin á 89th hitting á föstudagskvöld, pönnuköku kafi hjá Dísu og Daða á laugardag, Leikhús að sjá Edit Piaf á laugardagskvöld. Næsta frí daginn fyrir uppstigningardag er líka botnplanað en þá er lokahóf kvennaklúbbsins með 80´s þema HJÁLP mig vantar 80's fatnað og alles er algerlega dáin á hugmyndasviðinu.

Úff það hefur greinilega orðið slys í Hafnarfirðinum eða þar um kring það hefur verið þvílík sjúkrabíla og tækjabíla umferð inn í Hafnarfjörð og til baka með sírenum og látum núna síðusut mínútur : s

Jæja best að fara að hafa sig til og far í vinnuna.

Engin ummæli: