miðvikudagur, apríl 05, 2006





Af illgrini ??

.... við sjáum ykkur hlaupa
oooops í rokinu....

Ojj barasta hver pantaði eiginlega þetta ógeðs rok hérna ?? Ég var að reyna að vera dugleg og fara með 4 vikna skamt (partur af vistfræðilegri tilraun sem var í gangi hér) af dagblöðum og öðrum ruslpósti í blaða gáminn hér út á Garðatorgi. Árangurinn var sá að nú hafa bæjarstarfsmennirnir nóg að gera við að tína upp einhverja bleðla sem fuku út um allt þegar ég var að reyna að koma blöðum og bæklunum inn um örmjóa og ræfilslega rifuna á gámnum. Það er greinilega ekki gert ráð fyrir að maður fari með meira en 4 blöð í einu í gámana og það hef ég nú ekki séð gerast enn að einhver komi aðeins með 4 blöð. Það bregst ekki að ég hitti fólk við gámana og allri hafa verið með 3-4 fulla innkaupapoka af blöðum og uppgjafa svip á andlitinu. Oft skiptums við líka á setningum um óheyrilegt magn af ruslpósti og dagblöðum í sama uppgjafa tóninum.

3 ummæli:

Dyrleif sagði...

:) mér finnst æðislegt hérna í DK að blaðagámar, flöskukúlur og "stórrusl" skuli vera við hliðiná ruslatunnunni þinni :) -

Nafnlaus sagði...

Ohh já það væri náttúrlega bara snilld að hafa það þannig. Ég væri sátt bara við að hafa einn í stuttu göngufæri.

Nafnlaus sagði...

En það hefur reynst svo einstaklega vel að fara með jólatré út í janúarrokið - vúss, þau hverfa bara og enginn þarf að hafa meiri áhyggjur af þeim - að það er um að gera að reyna sömu aðferð með blöðin. Það er svo dýrt að senda þau með skipi úr landi til endurvinnslu.
Ég er mest hissa á að það séu yfirleitt rifur á blaðagámunum