þriðjudagur, apríl 11, 2006

Blogging Reykjavik

Mér hefur boðist að taka þátt í skemtilegu verkefni þ.e.s. að blogga og mynda fyrir síðuna bloggingreykjavik.net. Þessi síða er í samstarfi við aðrar síður út um heim og alltaf er að bætast staðir í hópinn, eins og er þá er skirfað frá Líbanon,Kanada,Bandaríkjunum,Danmörku og Frakkland á systra síðunum. Síðunum er ætlað að vera einskonar land og þjókynning hins venjulega borgara, þarna er allt mögulegt úr menningu og lífi fólksins sýnt og rætt.
Ég er ansi ánægð með að mér var boðið að taka þátt enda eindæma skemtilegt fólk þarna á ferð og gaman að fá að vera með í þeim hóp. Ég komst í þetta í gegnum kunningja minn sem er heimshornaflakkari með meiru hann er sífellt á ferðinni og sjaldnast finnst mér hann stoppa hér á klakanum. Meðal þess sem hann hefur tekið sér fyrir hendur er uppbygging á Puket eyju við Tailand eftir flóðin miklu um jólin í fyrra.
Núna þarf ég bara að vonast eftir skítsæmó veðri svo ég geti farið út að mynda og svo vantar mig bara smá hugmyndaflug varðandi texta, en það kemur með tímanum ég hef litlar áhyggjur af því.
  • Blogging Reykjavík
  • 2 ummæli:

    Nafnlaus sagði...

    Hah. Áhyggjur af texta! Hvenær hefur konum í okkar ætt verið orða vant?
    Til hamingju annars með þetta, frami þinn í ljósmyndunum er snöggur og skemmtilegur.

    Guðný sagði...

    *ROÐN* Takk fyrir :)

    He he já .. orðavant .... sjaldan

    Já ætli maður geti ekki fundið út úr því að rausa eithvað.