mánudagur, apríl 24, 2006
Brjálað að gera....
Gleðilegt sumar krúttin mín !!
Það er varla að maður nái að koma upp til að anda þessa dagana. Ég er búin að flytja lögheimili mitt niður á Hringbraut þessa dagana. Ég er í 5 daga vinnutörn núna svo fer ég á námskeið í Hjúkrun sjúklinga með hjarta og kransæðasjúkdóma á miðvikudag og fimmtudag. Verð að vinna á föstudag fæ svo smá pásu um næstu helgi vinn svo mánudag - miðvikudags með því að vera á námskeiðinu líka þriðjudag og miðvikudag. Á fimtudaginn ætlum við hjónin svo að reyna að stinga af úr bænum með börnin og taka okkur smá frí... úff hvað ég hlakka til þess. Ég get líka hlakkað smá til dagsins á morgun en þá fæ ég sameina mitt helsta áhugamál og vinnuna :) Vona bara að ég standi undir væntingum samstarfsfólksins, hef grun um að þetta verði dáldið skemtilegt verkefni. Ég er alveg sæmileg í að taka myndir að dauðum hlutum sem eru kyrrir en er enn að fikra mig áfram í mannamyndatökum og öðru sklíku sem er á hreyfingu.
Við hjónin erum svo að stefna að því að fara í alvöru sólarlandaferð með krakkana í vor/sumarfríinu okkar. Vona bara að það gangi eftir :) Ég hef aldrei verið spennt fyrir sólarlandaferðum en núna sé ég fram á þá gargandi snilld að liggja á sundlaugarbakka eða strönd með bók í hendi, sólgleraugu á nefi og þurfa barasta ekki að gera nokkurn skapaðan hlut af viti. Mig langar líka að sækja mér hita í kroppinn, sólskin í sálartetrið og krafta fyrir komandi harðæri.
Fréttir vikunnar eru þær að á sumardaginn fyrsta víðist Árni sem Ylfingur í skátunum í skátamessu á sumardaginn fyrsta. Árni er svo greinilega hinn efnilegasti skáti því hann gekk galvaskur í skrúðgöngu niður að Hofstaðaskóla, þar sem hátíðarhöldin fóru fram, þar sem hann vann hin ýmsu verk sem til féllu hjá skátunum. Þegar pabbi hans mætti svo til að sækja hann seinni part dags fékk hann að heyra þetta " þú getur fengið að tala við mig en ég er SKO ekki að koma heim" auðvitað fékk drengurinn að vera áfram og skilaði sér svo heim rétt fyrir kvöldmat hæstánægður með daginn. Enda hafði þeim skátum sem unnið höfðu á hátíðinni launuð vinnan með því að það voru sett upp spes leiktæki bara fyrir þau eftir að hátíðin var búin. Það var að vísu grillað fyrir þau líka (pylsur og hamborgarar) en kræsingarnar voru löngu búnar þegar Árni var búin að leika nóg í leiktækjunum til að hafa áhuga á mat.
Um helgina var svo handboltamót hjá Gróttu á Seltjarnanesi og auðvitað mætti Árni galvaskur þangað. Grétar sonur Unu og Hafþór sonur Guðlaugar voru líka að keppa með sínum liðum þarna svo úr varð hin mesta skemtun fyrir börn og fullorðna :) Árni hefur tekið MIKLUM framförum í handboltanum Ég að því, mér til mikillar furðu, að antisportistinn ég mun sakna handboltamótanna mikið næsta vetur en Árni hefur víst ekki hug á því að æfa handbolta næasta vetur :(
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Gledilegt sumar!!!
Skrifa ummæli