sunnudagur, apríl 02, 2006
Eitt hjól undir bílnum
en áfram skröltir hann þó.
Yfir grjót og urð, upp í hurð,með hikst og hóst....
Ekki ríð ég feitum hesti frá formúlukeppni helgarinnar en jákvæða hliðin er
að kepnin í dag var talsvert meira spennandi, fyndin og skemtileg en öll
vertíðin í fyrr og hittífyrra samanlagt. Toppurinn á helginni var þegar
Sjúmi gamli Viltist inn í Toyota skúrinn og rataði ekki burt he he he
blessaður karlinn er greinilega kominn af fótum fram og ætti bara að fara að
hætta þessu he he he. Anonso krútt vann auðvitað og þá getur maður nú glaðst
smá yfir því og Toyotan skilað mér nokkrum stigum í Formula.is keppninni.
Þessi helgi var semsagt ekki alslæm formúlulega séð.
Við fengum auka hund lánaðan um helgina en Táta þeirra Guðlaugar og Helga
fékk að gista eina nótt hjá okkur. Reynslan af þessu var það góð að við
vorum ekkert viss um að við vildum skila henni aftur :) Það að hafa þau tvö
saman var auðveldara en að vera með Leó einan. Það skrítna er svo að Leó
greyið er alveg búinn eftir þetta og sefur bara og sefur og heyrist ekki
múkk í honum. Við erum alvarlega að íhuga að bæta við hundi ..........eða
ekki .........kanski............ekki......hmmmmmmmmmm Kanski við fáum Tátu
bara lánaða oftar ;)
Ég fékk viðbót við ljósmyndabúnaðinn minn um helgina og gleðst ekki lítið
yfir því. Núna á ég alvöru flass á vélina og ÞVÍLÍKUR MUNUR VÁÁÁ.. Ég fékk
líka almennilegan bakpoka undir vélina og fylgihluti ásamt polarizer filter
sem mig hefur lengi langað í Gaman, gaman :)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
hæ, og takk fyrir pössunina..... Gettu hver sefur hér? Táta nennir ekki einu sinni til dyra til að fylgjast með heimilisfólki fara....
He he það er sama ástand hér :)
;o) mig vantar að koma Freyju minni í fóstur.. svona ef þig langar í annan hund :Þ
Skrifa ummæli