sunnudagur, apríl 16, 2006


Gleðilega Páska

Jæja þá eru páskarnir gengnir í garð og óska ég ykkur öllum velfarnaðar þessa páskahátíð :) Vonandi fara páskaeggin og páskalambið vel í ykkar maga.

Ég er loksins búin að koma fyrstu greininni minni inn á bloggingReykjavik.net og fékk hún fínar viðtökur hjá ritstjórninni svo ég get vel við unað með það. Önnur færsla frá mér mun svo að öllum líkindum detta inn um kl. 21:30 í kvöld. Núna þarf ég bara að fá fleiri hugmyndir og þær kanski frumlegri en þessar fyrstu tvær. En hvað um það best að fara að fela páskaegg barnana og koma sér svo í háttinn.
Annars ætluðum við hjónakornin með grislingana í sumarbústað til vinafólks okkar um helgina en veikindi komu í veg fyrir það :( Annar gestgjafinn lagðist í pest og ferðin því blásin af, vona bara að hún komist til heilsu sem fyrst.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

vívívívívíví ..... geggjad :) svo stolt af ter :)

Nafnlaus sagði...

Rakst inná síðuna þína af síðunni hennar Ólafíu... og langaði að hrósa þér fyrir myndirnar þínar... þú ert ekkert smá fær með cameruna. Geggjaðar myndir. kveðja Rósa

Nafnlaus sagði...

**Roðn** Takk takk :)