sunnudagur, apríl 30, 2006


I'm still standing..

...better than I ever did
Looking like a true survivor, feeling like a little kid
I'm still standing after all this time.......

I'm still standing yeah yeah yeah
I'm still standing yeah yeah yeah


Já ég stend enn þó það hafi nú farið að nálgast þau mörk að ég stæði í
fæturna eftir törnina sem ég hef verið í núna. Ég er búin að vera
gersamlega á hvolfi síðustu vikurnar en nú sér vonandi fyrir endann á þessum ósköpum. Ég skipti út vakt svo ég var að vinna í kvöld í stað þess að vinna 1.maí, þannig lagaðist álagsstuðull næstu viku um allan helming.

Síðast liðna viku var gersamlega CRAZY í vinnunni og þar ofan á hef ég verið að vinna aukaverkefni sem hefur gersamlega tekið upp allan minn frítíma og rúmlega það. Ég hef verið að vinna að skemmtiatriðinu sem 12E leggur til á Vorfagnaði gjörgæslu og skurðsviðs LSH (segi ykkur meira af því síðar).Þetta hefur verið alveg meiriháttar gaman og mér hefur áskotnast hellingur af nothæfum hæfileikum. Núna kann ég tildæmis 200% meira á Powerpoint en ég gerði þegar ég byrjaði.Í upphafi þá kunni ég bara að opna Powerpointið en núna kann ég að setja upp heila sýningu með tónlist og allskyns fiffi og allt þetta lærði ég með fikti og óbilandi aðstoð GOOGLE, ekki má svo vanmeta þær stöllur mínar sem sáu um þetta með mér, en þær voru jafn færar og ég í upphafi og saman klaufuðumst við í gegnum þetta og erum orðnar algerir P.P. snillar.

Ég tók líka allar myndirnar fyrir sýninguna og gaf það mér alveg nýja sýn á samstarfsfólk mitt og það var sko ekki leiðinlegt. Ég komst að ég vinn með svo myndarlegu og jákvæðu fólki að það er sennilega leitun að öðru eins :) Ég vissi svo sem vel að þau væru skemmtileg og allt en ég tek gersamlega ofan fyrir þessu frábæra fólki sem er til í að fíflast og gera góðlátlegt grín að sjálfu sér, öðrum til skemmtunar. Við myndatökuna lærði ég að ég get treyst meira á sjálfa mig en ég geri og ég þarf að hafa meiri trú á minni þekkingu og getu. Ég féll í þá gryfju að vantreysta sjálfri mér og stillti vélina á AUTO til að þetta yrði nú örugglega nógu gott, ég hefði betur gert þetta sjálf því vélin hrekkti mig þvílíkt og myndirnar of grófar og sumar hreyfðar. Myndavélin virðist ekki átta sig á því að hún er komin með betra flass og stillir sig miðað við mjög léleg birtuskilyrði og stillti sig því í
ISO 400(veldur grófkorna myndum) og alltof hægan lokuhraða (=hreyfðar myndir). Ég áttaði mig ekki á þessu meðan ég var að taka myndirnar og sá þetta ekki á skjánum á vélinni því þar eru myndirnar svo litlar. Grófkorna áferðin sést aftur á móti óþarflega vel í tölvunni þegar myndin er komin í fulla stærð. Síðasta hlutann (því miður þann stysta) þá stillti ég vélina sjálf og afraksturinn varð auðvitað MIKIÐ MIKIÐ MIKIÐ betri myndir.

Nú er ég sko farin að sofa enda orðin rugluð á svefnleysi og vitleysu (hef verið að vaka fram til 4 á næturnar yfir þessu verkefni síðustu nætur). Ég er orðin óskýrmælt,skrifblind, ruglandi og bullandi af svefnleysi. Guðni bjargaði mér alveg núna í morgun með því að sjá til þess að ég fékk að sofa frameftir. Veit svo ekki hvernig staðan verður á eftir :s

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

"óskýrmælt,skrifblind, ruglandi og bullandi af svefnleysi" svakalega ertu öruglega skemmtileg þessa stundina :-) Hlakka til að heyra í þér skýrmæltri, skrfandi, óruglandi og (lítið) bullandi eftir bjútíblundinn.......

Nafnlaus sagði...

Velkomin aftur í manheima :D Vona að þú njótir þess að slappa af :D

Nafnlaus sagði...

velkomi.. ég var farin að halda að þu værir ekki lengur á meðal okkar..

Nafnlaus sagði...

Takk takk krúttin mín :)

Gaman að sjá þig hér Ingi :D

Dyrleif sagði...

Sæl snúlla :) - Ég er svo stolt af þér. Var að hugsa um það meðan ég las pistilinn þinn, í dag, hvað þú hefur "þroskast" mikið seinustu árin. Loksins farin að sinna sjálfri þér, hafa trú á hæfileika þína og vera stolt af því að vera Guðný, opna, skemmtilega, hæfileikaríka stelpan, sem getur allt sem hún tekur sér fyrir hendur og setur mark sitt á. :) .... ákúrat sú Guðný sem ég þekki og hef alltaf þótt svo gaman að vera saman með .... sniffff..... ég er svo ánægð með þig stelpa :)

Nafnlaus sagði...

Vá manni vöknar nú bara um augun. TAKK Dýrleif mín :)