föstudagur, apríl 07, 2006

Með heiminn á herðunum

Ég var að skoða myndaseríuna End times eftir Jill Greenberg. Ég gæfi mikið fyrir að vita hvernig hún nær þessum myndum úff þær höfðu allavega mikil áhrif á mig og þau ekki jákvæð. Set hér fyrir neðan link á síðuna hennar svo er bara að velja seríuna End Times set líka link inn á grein um myndatökuna o.f.l. Mér finnst nú eiginlega að börn eigi að eiga sér öruggan stað þar sem þau lenda ekki í klónum á ljósmyndurum sem fá fram þessi viðbrögð hjá þeim. Sagt er að börnin séu ósködduð og heil eftir þessar hremmingar og aðeins hafi verið tekinn af þeim sleikjó til að fá þetta fram en vá halló mín börn hafa ekki grátið svona sárt yfir sleikjó. Kanksi er þetta spurningin um að ná mómentinu eða hvað. Hálf nakin börn sem líta út eins og þau hafi heiminn á herðunum er ekki minn tebolli. Em vissulega ná þær fram því markmiði sínu að vekja viðbrögð.

  • Jill Greenberg


  • Blaða grein um seríuna End Times
  • 2 ummæli:

    Nafnlaus sagði...

    hreint út sagt æðislegar myndir...

    Nafnlaus sagði...

    Þær minna mig ansi mikið á hina sívinsælu mynd af drengnum með tárið sem var víða í húsum þegar ég var barn.
    Skildi aldrei af hverju fólk hafði mynd af grátandi barni í forstofunni, það var alveg nóg af grenjandi börnum í Kópavoginum í þá daga.
    Þessar myndir hafa samt ljóslega meiri merkingu.