sunnudagur, maí 21, 2006

Congratulations Lordi !!

Þá er einhver skemtilegasta Eurovisionkeppni sem ég man eftir lokið og hún endaði eins og ég hafði óskað mér :) Þessi keppni hafði allt sem ein góð keppni getur haft t.d.
1. Vondu kallana sem maður elskar að hata (Grikkirnir)
2. Lítil magnarnir sem maður vorkennir og ná fram hefndum í lokin (Litháen)
3. Ólíklegu hetjurnar sem koma, sjá og sigra.
4. Kosninga "svindl" eða þannig he he þ.e.s. allir kjósa bara nágrannan og maður
hefur á tilfinningunni að sumstaðar hafi 12 stigin verið frátekin fyrir þá
og símakosningin hafi bara náð yfir 8 - 10 stiginn :)
5. Hallærislegir búningar, fölsk lög og furðuleg heit.

Hvers getur maður óskað sér betra ??
Ég er samt enn að furða mig á hvað það er sem stuðar Evrópu. Sylvía setur allt á hliðina en korselett klæddar súludansmeyjar í stórvafasömum dansi hreyfa ekki við mannskapnum. Ekki heyrðist heldur píp um girl on girl atriðið heldur sem segir mér "klám" er í lagi í Eurovision en kaldhæðni ekki s.b.r. mótökurnar sem Sylvía og Litháenarnir fengu. Reyndar getur verið að við höfum komið með "klámið" inn í þetta hér um árið þegar Páll Óskar fór út. Tatu komu með girl on girl á sínum tíma þó það færi ekki á sviðið þegar til átti að taka. Kaldhæðni verður sennilega í lagi eftir 2 -3 ár :)

Nú er farið að styttast í útrás fjölskyldunnar versta er að mér finnst ég vera að veikjast ... en ætli það sé ekki fínt að baka úr sér flensu í Portúgal :s

laugardagur, maí 20, 2006


Karíus og Baktus

svangir bræður sitja hér,
sælan löngu liðnn er.
Allt sem áður sætt og gott,
sömuleiðis er á brott


Æi mér dettur helst í hug núna þegar Baktus tekur mjóróma bræðiskast í vanmætti sínum eftir að tannlæknirinn hefur fyllt upp í húsið hans og segir "ég er svooo reiður". Mér líður dáldið þannig núna :( Ástæðan er framkoma ríkisins við íslenskt heilbrigðisstarfsfólk. Núna vitum við loksins hvers virði við erum. Það er ekki hægt að hækka launin við okkur eða veita almennilegum fjármunum í rekstur spítalanna. Það er ekki hægt að ráða nýútskrifuðu hjúkrurnarfræðingana okkar á mannsæmandi launum þar sem reynsla þeirra er metin, Nei! En það er hægt að ráða inn erlenda hjúkrunarfræðinga á betri launum en þá íslensku. Íslensku hjúkrunarfræðingarnir þurfa svo að bera þessa erlendu á láglaunabakinu þangað til að þeir erlendu læra á lyfin og allar aðrar framandi aðstæður sem mæta erlendum hjúkrunarfræðingunum hér. Annað sem verður líka að taka með í reikninginn er að þetta ágæta hjúkrunarfólk talar ekki íslensku sem er ótrúlega mikið vandamál t.d. þegar sjúklingarnir eru eldra fólk sem ekki talar annað en íslensku. Þetta er nú þegar orðið mikið vandamál í öldrunargeiranum og nú verður þetta vandamál inn á spítölunum líka.
Á fyrirlestri sem ég var á um daginn var kona hélt því fram að við sem vinnum í heilbrigðisgeiranum gætum sjálfum okkur um kennt að hafa valið þessa starfsgrein það væri nóg af störfum í landinu og enginn neyddi okkur til að vinna við þetta. Ef okkur líkaði ekki aðstæðurnar þá gætum við bara fundið okkur eithvað annað að gera. Þetta er vissulega alveg rétt hjá henni þetta er okkar skömm að vera svona vitlaus að vilja sinna náunganum. Skrítið að við getum ekki ekki fætt og klætt fjölskyldurnar okkar á hugsjónum. Það er líka furðulegt að við skulum vilja nýta það nám og þá reynslu sem við höfum þegar við getum rétt eins unnið á kassa í Bónus eða steikt hamborgara á Mc Donalds fyrir svipuð eða betri laun og þar þyrftum við ekki að vinna á næturnar, aðfangadagskvöld, jóladag og gamlárskvöld (ennþá). Þar er maður heldur ekki að taka áhættuna á að fórna eigin heilsu fyrir náungann,nema maður éti of mikið af hamborgurunum á Mc Donalds :s Kanski það sé bara málið að finna sér eithvað annað að gera eða fari að vinna erlendis því þar getum við fengið betri laun en hér heima. Er þetta í lagi ??
Ég er alvarlega að íhuga að finna mér eithvað annað að gera þar sem ég fæ síktsæmileg laun fyrir dagvinnu og get eytt helgum og almennum frídögum með fjölskyldunni. Leikskólakennarar here I come !!!!

fimmtudagur, maí 18, 2006


Go Finland !!!!

All we need is lightning
With power and might
Striking down the prophets of false
As the moon is rising
Give us the sign
Now let us rise up in awe

Rock ’n' roll angels bring thyn hard rock hallelujah
Demons and angels all in one have arrived
Rock ’n' roll angels bring thyn hard rock hallelujah
In God’s creation supernatural high

The true believers
Thou shall be saved
Brothers and sisters keep strong in the faith
On the day of Rockoning
It’s who dares, wins
You will see the jokers soon’ll be the new kings


Jæja þá er Finnland komið áfram í Eurovision þannig að ég er sátt. Mér finnst aftur á móti fundust mér Grikkir dónalegri en allt sem dónalegt er !! Ekki nóg með þetta rokna bú að Silvíu, sem hún var nú kanski alveg búin að vinna fyrir, þá púuðu þeir líka á Litháen þegar ljóst var að þeir komust áframn það fannst mér ótrúlegur dónaskapur og hana nú. Litháenar eru kanski ekki með besta lagið í ár en það er sko ekki það versta sem fór áfram í kvöld og ég hló þvílíkt að atriðinu þeirra. Þegar "Georg Lárusson" fékk spasma kast fremst á sviðinu lá við að ég dytti fram úr stólnum, mér fannst þetta þvílíkt fyndið, ekki nóg með það þá var þetta eitt af fáum lögum sem raulað var af familíunni hér eftir að það var flutt.
Lordi mun fá 2 af mínum þremur atkvæðum á laugardag og ég ætla að splæsa einu atkvæði á We are the winners... þeir fá þetta atkvæði mitt bara útaf dónaskap Grikkja í þeirra garð !!!
Everyday you hear us on the radio (that's right)
And everyday you see us on the news (yeah)
It doesn't matter in mono or in stereo (it's better in stereo)
'cos we are here to represent the truth that

We are the winners of Eurovision
We are, we are! We are, we are!
We are the winners of Eurovision
We are, we are! We are, we are!
Go baby!


Euro, euro, euro...

eruo,eruo,euro.
alveg týpískt eurovisionlag...


Löggilt sumarfríið virðist ætla að byrja þokkalega Árni fór í skólann í morgun, er enn svoldið bólginn en ekki jafn áberandi og í gær. Ég er búin að fá tíma fyrir hann hjá barnaofnæmislækni 8.júní. Ég notaði háþróaða aðferð við að finna ofnæmislækni ég hringdi í nokkra og til að sjá hvar ég fengi fyrst tíma. Viti menn auðvitað fékk ég tíma með ásættanlegri bið hjá Birni Árdal, Árni fór til Björns fyri 9 árum og 3 mánuðum í eftir tékk og ofnæmispróf eftir RS vírusinn sem hann fékk. Hann kom vel út úr öllum ofnæmisprófum þá ég er hrædd um að hann muni ekki koma jafn vel út núna.
Og fyrir ykkur sem eruð að velta því fyrir ykkur þá hef ég enn ekki heyrt í ofnæmislækninum sem ég fór til, það er mjög ofarlega á listanum mínum að hringja í hana og tékkka á þessu.
Hamsturinn fluttist búferlum í gær og er farin til annarar bekkjarsystur Ásdísar.


Í morgun svaf ég fram eftir og skrölti svo upp í stofu og ákvað að reyna að finna mér eithvað að horfa á í sjónvarpinu þar sem skjárinn er kominn í lag (í tiltektaræði í gær tókst mér að slíta í sundur ADSL símasnúruna*roðn*). Þar sem ég er að fletta í gegnum stöðvarnar á skjánum og finn ég ekki heimildar mynd frá 1999 um vestur íslendinga í Dakota í Norska Ríkissjónvarpinu. Heyja Norge, það eru greinilega smekk menn sem velja dagskrárefni á NR1 ;) Ég finn iðulegast eithvað gott hjá þeim t.d. Húsið á sléttunni (fæ kjána og nostalgíu hroll af því að horfa á þann þátt), Singing in the rain
og norsku útgáfuna af . að var lagið. Norsararnir klikka ekki. Arr ég þarf greinilega að skella mér á fund fólks með lélegar skoðanir he he he he he.
Talandi um sjónvarpsefni þá held ég ekki vatni yfir Greys Anatomy þáttunum OMG það er heilög stund fyrir framan imbann þegar þeir eru. Ég hef almennt ekki lagt í vanan minn að skæla yfir sjónvarpsþáttum (ef undan eru skilin köst sem ég tók þegar ég gekk með Ásdísi og hormónarnir vour allir í rugli) en það hefur komið fyrir mig tvisvar núna að sitja með grátbólgin augnun rautt nef og tissjú í hrúgum eftir að hafa horft á Greys Anatomy.
Hinn uppáhalds sjónvarpsþátturinn minn er Topp Gear sem er á Skjá Einum arr ég er allt í einu farin að vita hitt og þetta um bíla síðan ég fór að horfa á þá. Ég missi samt iðulegast af þeim því þeir eru á óheppilegum tíma fyrir mig. Því er ég iðulegast vakandi fram á nótt við að horfa á þá í endursýningu á næturnar (eru í nótt kl. 00:55 og ég bíð spennt). Það sem hægt er að hlæja að þeim félögum í allskyns tilraunum þeirra til að sanna eða afsanna hver er hraðskreiðastur eða fljótastur eithvert.
Nú er svo bara að koma að því að við fáum úr því skorið hvort aðrar þjóðir fatti Sylvíu Nótt eða ekki. Familían hér mun sitja spennt fyrir framan imbann í kvöld til að sjá hvort Ísland kemst áfram í aðalkeppnina eða ekki. Verður þetta Flott eða Flopp ?? Það er einhvernveginn ekki nokkur leið að spá fyrir um hvað muni gerast í kvöld. Mig grunar að vísu að við munum ekki ná upp úr forkeppninni þetta árið en nú er bara að bíða og sjá. Reyndar er mér líka merkilega sama hvað verður um Sylvíu í forkeppninni mitt aðal áhuga mál er að Lordi komist áfram mér finnast þeir alveg snilld. Ég fæ að vísu alltaf gamla Alice Cooper lagið Poison á heilan eftir að hafa hlustað á Lordi flytja sitt lag, en hvað með það þeir eru flottir fyrir því.
Nei sko er ekki Eurovision þátturinn með Eika Hauks á DR1+ núna í þessum skrifuðum orðum, merkilega skemtilegir þættir :) Sænska pían er alveg hrein snilld ég hélt að ég yrði ekki eldri úr hlátri þegar hún sagði um daginn að eithvert lagið léti henni líða eins og hún væri að byrja á túr ... svipurinn á körlunum var bara óborganlegur.

þriðjudagur, maí 16, 2006

Hann heitir Árni...

"og er með oooofnæmi,
Hann er úr járni og segir
engan haamstur"


Þá er það deginum ljósara að Árni er með OFNÆMI og það ekkert lítið. Ásdís hafði tekið að sér hamstur vinkonu sinnar, enda erum við þó nokkuð nagdýra vön, meðan vinkonan fer í 2 vikur til Ítalíu. Hamsturinn á að vísu bara að vera hér fram á laugardag. Hamsturinn kom í hús rétt fyrir kl. 15 í dag og Ásdís hringdi í mig í vinnuna til að biðja mig um að kaupa sagköggla til að setja í búrið hjá hamstrinum. Á heimleiðinni grípa mig einhver ónot svo ég ákveð að fara beint heim og kaupa ekki sagkögglana fyrr en síðar. Ég ætlaði hvort sem er að keyra Árna á uppskeruhátíð handknattleiksdeildar Stjörnunnar svo ég vissi að ég þyrfti út aftur. Ég dríf mig heim og þegar ég kem inn um dyrnar (kl. 15:20) segir Ásdís strax við mig að hún haldi að Árni sé að sýna smá ofnæmisviðbrögð við hamstrinum. Nú segi ég er klæjar hann í augun, já eithvað smá segir hún sjáðu bara og kallar í Árna sem var staddur niðri í þvottahúsi og kom upp með það sama. Það þarf nú varla að orðlengja það að það leið næstum yfir mig þegar ég sá drenginn !!! Hann leit út eins og Hringjarinn í Notredam í framan, augun í honum voru bara örlitlar rifur, bólgupokarnir náðu niður á kinnbein og hann var rauðeygðari en allt sem rauðeygt er. Nefið á honum var að eldrautt og snar stíflast og hann var farinn að hósta og hnerrra. Ég dró hann í snarhasti inn á bað og setti í hann augdropana sem hann á við frjókornaofnæminu (sem hefur aldrei orðið svona slæmt).

Ég greip svo símann og hringdi beint upp á heilsugæslu í þeirri von að ég gæti fengið einhvern til að kíkja á hann hið snarasta, ég fékk tíma hjá lækni kl. 16:20 en það var klukkutími í það svo ég spurði hvort ég gæti fengið að hitta hjúkrunarfræðing í millitíðinni en hún var á leið út úr húsi en féllst á að tala við mig í síma. Hún var svo í sambandi við lækni meðan hún talaði við mig og það var ákveðið að gefa drengnum Histasín sem ég átti hérna heima og sjá svo til fram að læknistímanum sem ég hafði fengið. Ef histasínið myndi virka vel átti ég bara að afpanta tímann og allt í góðu annars að koma með hann. Við getum bara sagt það sem svo að ég hefði rétt eins geta gefið barninu Pez eins og histasínið það hafði akkúrat ekkert að segja. Klukkutíma seinna labba ég með hann inn á heilsugæslustöðina, ég þurfti ekki að útskýra afhverju ég væri að koma konan í afgreiðslunni (greinilega sú sem svaraði mér í símann) sagði strax "rosalega er hann bólginn, er þetta ekkert að hjaðna ??" Ég sagði eins og satt var og hún bókar okkur inn og örstuttu síðar kemur læknirinn framm og á henni mátti strax sjá að henni fannst Árni ansi illa bólginn. Við förum inn og hún athugaði allt það helsta til að útiloka að hann væri að fá ofnæmislost. Eftir skoðun mat hún það svo að ofnæmisviðbrögðin væru að mestu bundin við augun og nefið og það ansi svæsin á því svæði. Því var tekin ákvörðun um að bæta bólgueyðandi sterum við ofnæmislyfin sem hann var búin að fá og ég á að panta tíma hjá ofnæmislækni hið fyrsta (tekur sennilega 3 mánuði ef ég þekki það rétt :s) Við vorum svo send heim með skipun um að hann færi í sturtu (ég var búin að þvo honum hátt og lágt og láta hann skipta um föt) og hefði aftur alskipti af fötum og hamstrar og önnur nagdýr kæmu hvergi nálægt honum á næstunni.

Á leiðinni út af heilsugæslunni mættum við fólki og þau horfðu á Árna eins og þau hefðu séð draug, konan gat með herkjum litið undan en mann greyið horfði bara á Árna og kjálkinn á honum datt niður og munnurinn opnaðist í undrun. Eftir ferð í Apótekið var Árni búinn að átta sig á því að fólk starði á hann eins og naut á nývirki og fannst það heldur óþægilegt, sem er ekki furða.

Ég hafði beðið Guðna að sækja Önnu á leikskólann og þau komu heim rétt á eftir okkur ég vissi ekki hvoru ég átti að vorkenna meira Önnu eða Árna því Anna fór að skæla þegar hún sá Árna og var greinilega hrædd við hann og vildi ekki að hann kæmi nálægt henni og hún hefur ekki getað verði nálægt honum enn :(

Bekkjarbræður Árna komu að spyrja eftir honum hann hafiði hlaupið til dyra eins og hann er vanur en hljóðin úr bekkjarbræðrum hanns voru frekar skrítin þegar hann opnaði dyrnar eftir smá stund tókst einum að stynja upp "hvað gerðist eiginlega fyrir þig Árni". Núna er liðnir rétt tæpir 2 tímar síðan hann fékk fyrsta stera skamtinn og bólgan hefur lítið hjaðnað en þó kanski aðeins.

Hamsturs greyið hefur verið dæmdur í útlegði út í bílskúr og Ásdís fengið skýr fyrir mæli um hvernig höndla skal sóttmengaðahluti (hlífðarfatnað og handþvott) og því fylgja ákveðnar reglur um hvernig hamstrinum skal sinnt fram á laugardag þegar hann fer á annan staði í pössun. Reyndar sló ég þann varnagla að það yrði að finna hamstrinum annan stað ef það yrði ljóst að þessar varúðarráðstafanir dygðu ekki.

mánudagur, maí 15, 2006

Núna er flutningi á myndaalbúmunum mínum á netinu að verða búinn og ég er fari að geta sett inn nýjar myndir. Það eru reyndar ýmsir gallar í kerfinu enþá en þetta er allt að koma. Ég er búin að laga linkana á myndirnar þannig að hægt er að komast inn í albúmin.
Þar sem ég hef ekkert skemtilegt að segja þessa stundina þá datt mér í hug að smella inn myndum sem ég tók af krökkunum í Húsafelli um daginn. Krakkarniri voru í rokna stuði í vatnsblöðru slag á pallinum fyrir utan bústaðinn og því alveg til í að leyfa mér að smella af sér nokkrum skrítnum myndum :D






miðvikudagur, maí 10, 2006


Here they come ....

Af mér er nú sitt hvað að frétta ég held að ég sé að ná mér út úr verstu vinnu/verkefna törninni, svo kanski fer að lifna yfir blogginu aftur.
Það þarf náttúrlega ekki að orðlengja það neitt að atriðið sem 12E lagði til Vorfagnaðar skurð og gjörgæslusviðs Landspítala Háskólasjúkrahúss sló rækileg í gegn. Atriðið gengur undir nafninu Beverly Hills 90212E og vísaði þar til þess að deildin okkar er víst kölluð Beverly Hills af starfsfólki annara deilda á spítalanum. Við náttúrlega gripum þetta á lofti og gerðum óspart grín að sjálfum okkur og þessu nafni. Við dúndrandi gæða tónlist eins og Beverly Hills 90210 thema lagið, All kinds of everything, Upphafs lagið úr Baywatch og í lokinn Beautiful Ones með Suede var þesu þrykkt á mannskapinn sem hló víst vel og lengi og er sýningin víst umtöluð á göngum spítalanns. Ég fékk svo þvílíkt klapp á bakið þegar ég mætti til vinnu á þriðjudagsmorgun og fékk þessa líka flottu rauðvínsflösku frá samstarfsfólki mínu að launum fyrir vinnuna við sýninguna. Svo ég get ekki sagt annað en að þetta frábæra fólk kunni að meta það sem fyrir það er gert og ríflega það :)
Við familien eyddum síðustu helgi í IKEA sumarbústaðnum í Húsafelli og eins og allfaf var frábært veður þar uppfrá. Við héldum reyndar um tíma að við værum á einhverjum ofskynjunarlyfjum þegar við komum út á laugardags morgun og hitinn stóð í 15 gráðum og svo hlýnaði bara eftir því sem leið á daginn. Veðrið klikkti svo út með því að fara í 22 stigin á mánudegnum og var nánast of heitt til að við gætum hugsað okkur að fara heim.
Ég læt þetta gott heita í bili en skelli með mynd af hinu gullfallega starfsfólki sem hjúkrar þeim sem leggjast inn á Beverly Hills.

miðvikudagur, maí 03, 2006


Gagnrýnin hugsun

Af gefnu tilefni langar mig að benda fólki á snilldar vef sem heitir http://breakthechain.org/ sem er gagnlegur þegar þú færð tölvupóst sem hvetur þig til að senda öllum sem þú þekkir e-mail vegna þess að bla bla bla bla.......
Annað sem mig langar til að hvetja fólk til að gera þegar það fær tölvupóst sem hvetur það til að send öllum sem það þekkir þessa og hina aðvörunina beitið GAGNRÝNINNI HUGSUN því megnið af þessum póstum er bull og vitleysa. Gott er að setja setningu úr brefinu í leit á Break the Chain eða Google og þá fær maður oftast fljótlega upp að bréfin eru GABB.

Ástæðan fyrir þessum skrifum mínum er að mér barst frá góðum vini eftir farandi viðvörun:

Hey it is Andy and john the directors of MSN, sorry for the interruption
but msn is closing down. this is because too many inconsiderate people are
taking up all the name (eg making up lots of different accounts for just one
person), we only have 578 names left. If you would like to close your
account, DO NOT SEND THIS MESSAGE ON. If you would like to keep your
account, then SEND THIS MESSAGE TO EVERYONE ON YOUR CONTACT LIST. This is no
joke, we will be shutting down the servers. Send it on, thanks.
WHO EVER DOES NOT SEND THIS MESSEAGE, YOUR ACCOUNT WILL BE CLOSED AND YOU
WILL COST £10.00 A MONTH TO USE. SEND THIS TO EVERYONE ON YOUR CONTACT LIST.
NOW YOU KNOW WHAT TO DO. PLEASE DO NOT FORWARD THIS or REPLAY. COPY THE
WHOLE EMAIL. GO BACK TO YOUR INBOX AND CLICK ON NEW. AND PASTE THANK YOU
FOR
YOUR ATTENTION

hey everyone, i dont normally send this sort of stuff out but had a look on
the internet and its actually true . On the 1st of november , we will have
to pay for the use of our MSN and email accounts unless we send this
message
to at least 18 contacts on your contact list. It's no joke if you don't
believe me then go to the site (
http://news.bbc.co.uk/1/hi/business/1189119.stm ) and see for yourself.
Anyways once you've sent this message to at least 18 contacts, your msn dude
will become blue. please copy and paste don't forward cos people won't take
notice of it.


Ég var ekki búin að lesa lengi þegar ég sá í hendi mér að þetta væri bull og vitleysa. Enda vona ég að yfirmenn Microsoft og MSN kunni að setja stóran staf í nöfnin sín og við upphaf nýrra setninga. Einnig vona ég að þeir séu almennt betur talandi og skrifandi á enska tungu en þarna er gert. Setningar eins og "YOUR ACCOUNT WILL BE CLOSED AND YOU WILL COST £10.00 A MONTH TO USE." stinga mann illa og minna á skrif 10 ára barna sem þau eflaust eru.
Önnur viðvörunar bjalla hringdi þegar maður var beðin um að áfram senda þetta á alla þá sem maður hefur á póstlistanum HALLÓ afhverju senda þeir ekki sjálfir póst á sína notendur og hvernig ætla þeir að fylgjast með hve mörugm þeirra notendur senda póst. Það er ljóst að það eru fleiri en 2 notendur að þessari þjónustu svo það er ógerlegt að halda utan um svona fjöldasendingar (svona beiðnir eru klassískar í gabbpóstum) !!!!!
Til að gera póstinn trúverðugri (algengt í hrekkjapóstum) þá vísa þeir í frétt á BBC. Ég tók að vísu ekki eftir því við lesturinn á fréttini að hún er 5 ára gömul eins og sjá má í annari frétt á BBC sem er vísað til á BBC fréttinni í póstinu undir See also ....
  • BBC


  • Í almáttugs bænum ekki gerar svona hrekkjalómum það til geðs að fylla pósthólf vina og vandamanna af svona rusli. Svona póstur er hannaður til að skapa traffík á póstþjónum og fylla pósthóf fólks með tiheyrandi vandkvæðum. Ekki láta blekkjast slítum keðjuna !!!!!!!!!!!