miðvikudagur, maí 03, 2006


Gagnrýnin hugsun

Af gefnu tilefni langar mig að benda fólki á snilldar vef sem heitir http://breakthechain.org/ sem er gagnlegur þegar þú færð tölvupóst sem hvetur þig til að senda öllum sem þú þekkir e-mail vegna þess að bla bla bla bla.......
Annað sem mig langar til að hvetja fólk til að gera þegar það fær tölvupóst sem hvetur það til að send öllum sem það þekkir þessa og hina aðvörunina beitið GAGNRÝNINNI HUGSUN því megnið af þessum póstum er bull og vitleysa. Gott er að setja setningu úr brefinu í leit á Break the Chain eða Google og þá fær maður oftast fljótlega upp að bréfin eru GABB.

Ástæðan fyrir þessum skrifum mínum er að mér barst frá góðum vini eftir farandi viðvörun:

Hey it is Andy and john the directors of MSN, sorry for the interruption
but msn is closing down. this is because too many inconsiderate people are
taking up all the name (eg making up lots of different accounts for just one
person), we only have 578 names left. If you would like to close your
account, DO NOT SEND THIS MESSAGE ON. If you would like to keep your
account, then SEND THIS MESSAGE TO EVERYONE ON YOUR CONTACT LIST. This is no
joke, we will be shutting down the servers. Send it on, thanks.
WHO EVER DOES NOT SEND THIS MESSEAGE, YOUR ACCOUNT WILL BE CLOSED AND YOU
WILL COST £10.00 A MONTH TO USE. SEND THIS TO EVERYONE ON YOUR CONTACT LIST.
NOW YOU KNOW WHAT TO DO. PLEASE DO NOT FORWARD THIS or REPLAY. COPY THE
WHOLE EMAIL. GO BACK TO YOUR INBOX AND CLICK ON NEW. AND PASTE THANK YOU
FOR
YOUR ATTENTION

hey everyone, i dont normally send this sort of stuff out but had a look on
the internet and its actually true . On the 1st of november , we will have
to pay for the use of our MSN and email accounts unless we send this
message
to at least 18 contacts on your contact list. It's no joke if you don't
believe me then go to the site (
http://news.bbc.co.uk/1/hi/business/1189119.stm ) and see for yourself.
Anyways once you've sent this message to at least 18 contacts, your msn dude
will become blue. please copy and paste don't forward cos people won't take
notice of it.


Ég var ekki búin að lesa lengi þegar ég sá í hendi mér að þetta væri bull og vitleysa. Enda vona ég að yfirmenn Microsoft og MSN kunni að setja stóran staf í nöfnin sín og við upphaf nýrra setninga. Einnig vona ég að þeir séu almennt betur talandi og skrifandi á enska tungu en þarna er gert. Setningar eins og "YOUR ACCOUNT WILL BE CLOSED AND YOU WILL COST £10.00 A MONTH TO USE." stinga mann illa og minna á skrif 10 ára barna sem þau eflaust eru.
Önnur viðvörunar bjalla hringdi þegar maður var beðin um að áfram senda þetta á alla þá sem maður hefur á póstlistanum HALLÓ afhverju senda þeir ekki sjálfir póst á sína notendur og hvernig ætla þeir að fylgjast með hve mörugm þeirra notendur senda póst. Það er ljóst að það eru fleiri en 2 notendur að þessari þjónustu svo það er ógerlegt að halda utan um svona fjöldasendingar (svona beiðnir eru klassískar í gabbpóstum) !!!!!
Til að gera póstinn trúverðugri (algengt í hrekkjapóstum) þá vísa þeir í frétt á BBC. Ég tók að vísu ekki eftir því við lesturinn á fréttini að hún er 5 ára gömul eins og sjá má í annari frétt á BBC sem er vísað til á BBC fréttinni í póstinu undir See also ....
  • BBC


  • Í almáttugs bænum ekki gerar svona hrekkjalómum það til geðs að fylla pósthólf vina og vandamanna af svona rusli. Svona póstur er hannaður til að skapa traffík á póstþjónum og fylla pósthóf fólks með tiheyrandi vandkvæðum. Ekki láta blekkjast slítum keðjuna !!!!!!!!!!!

    6 ummæli:

    Nafnlaus sagði...

    Heyr, heyr - hjartanlega sammála :) .... hata þessa pósta og líka þessa sem eru að vara mann við öllu mögulegu - ásamt því að maður geti ekki orðið hamingjusamur nema að senda póstin áfram til amk. allra sem maður þekki.... maður ætti í alvöu að blokkera "vini" sem haga sér svo ábyrgðarlaust að vera að fylla pósthólfin hjá manni með rusli og drasli :)

    Nafnlaus sagði...

    he he he já :)
    Ég hef samt gaman af flottum póstum eins og marsipan börnunum og hinum og þessum bröndurum, og flottum myndum á PDF formi sem ég hef fengið í gegnum tíðina. En þessi gabb bréf og svo "hótunar" bréfin sem enda á því að maður verði að senda x mörgum bréf annars fái maður fyrir ferðina eru óþolandi !!

    Skonsa sagði...

    Ég sendi aldrei neitt svona áfram og ég elska Break the Chain síðuna. Hef sent ófáum reply í gegnum tíðina með vísun á umfjöllun um viðkomandi keðjubréf :) Mwhahahaha! Gott að þú skulir vekja athygli á þessu.

    Nafnlaus sagði...

    Nákvæmlega !! Gott framtak, ég sendi aldrei neitt svona áfram nema að það sé ómetanlega fyndið. Guð má vita hversu mikið af GSM símum og milljónum sem ég hef mist af svo ekki sé minnst á aumingja börnin sem ekki gátu farið í aðgerð mín vegna.

    Nafnlaus sagði...

    Ohh Ingi þú ert svo illur ;) En ég er víst ekkert betri :s


    Já Break the chain er bara snilld og hreinlega nauðsynlegur gagnagrunnur fyrir svona anti kjeðjubréfa manneskju eins og mig :9

    Nafnlaus sagði...

    Ég þoli ekki þegar fólk er að senda mér alls kyns keðjubréf.. og svo ég tali ekki um þegar það fylgir þeim hótun.. ég er ekki góð vinkona nema ég sendi þetta áfram á svo og svo marga.. óþolandi.. ég hendi alltaf svona póst beint í ruslið og sendi aldrei áfram.. ég get sagt það sama og Ingi... fullt af börnum hafa ekki fengið aðgerðir vegna mín :Þ