mánudagur, maí 15, 2006

Núna er flutningi á myndaalbúmunum mínum á netinu að verða búinn og ég er fari að geta sett inn nýjar myndir. Það eru reyndar ýmsir gallar í kerfinu enþá en þetta er allt að koma. Ég er búin að laga linkana á myndirnar þannig að hægt er að komast inn í albúmin.
Þar sem ég hef ekkert skemtilegt að segja þessa stundina þá datt mér í hug að smella inn myndum sem ég tók af krökkunum í Húsafelli um daginn. Krakkarniri voru í rokna stuði í vatnsblöðru slag á pallinum fyrir utan bústaðinn og því alveg til í að leyfa mér að smella af sér nokkrum skrítnum myndum :D






5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta eru frábærar myndir af krökkunum. Það sést langar leiðir hversu gaman var.....

Nafnlaus sagði...

Ég get ekki gert upp við mig hvort að mér finnist Anna líkjast meira þér eða Guðna..

Nafnlaus sagði...

Takk takk :)

Ég held að þetta með Önnu verði best útskýrt svona. Á ferðum mínumum bæinn spurði kunningi min mig hvort Guðni væri bróðir minn. Ég neitaði því og sagði honum hið rétta í málinu. Vá sagði drengurinn ...rosalega eru þið lík....Veistu börnin ykkar þau eiga sko eftir að verða alveg eins og þið.... Ég hef ekki hlegið neitt lítið að þessu en þetta er samt alveg rétt hjá honum þau eru alveg eins og við bæði he he he he

Nafnlaus sagði...

Skemmtilegar myndir - en myndin af Árna er ótrúlega vel heppnuð, ekki bara barnið heldur lýsingin og það allt

Guðný sagði...

Takk takk :)
Það er eithvað við litarhaftið á Árna sem gerir hann mjög gott myndefni. Auðveldara að ná réttri lýsingu á hann en stelpurnar af einhverri undarlegri ástæðu.Hann kemur sérstaklega vel út í Svarthvítu af einhverri ástæðu :)