miðvikudagur, maí 10, 2006


Here they come ....

Af mér er nú sitt hvað að frétta ég held að ég sé að ná mér út úr verstu vinnu/verkefna törninni, svo kanski fer að lifna yfir blogginu aftur.
Það þarf náttúrlega ekki að orðlengja það neitt að atriðið sem 12E lagði til Vorfagnaðar skurð og gjörgæslusviðs Landspítala Háskólasjúkrahúss sló rækileg í gegn. Atriðið gengur undir nafninu Beverly Hills 90212E og vísaði þar til þess að deildin okkar er víst kölluð Beverly Hills af starfsfólki annara deilda á spítalanum. Við náttúrlega gripum þetta á lofti og gerðum óspart grín að sjálfum okkur og þessu nafni. Við dúndrandi gæða tónlist eins og Beverly Hills 90210 thema lagið, All kinds of everything, Upphafs lagið úr Baywatch og í lokinn Beautiful Ones með Suede var þesu þrykkt á mannskapinn sem hló víst vel og lengi og er sýningin víst umtöluð á göngum spítalanns. Ég fékk svo þvílíkt klapp á bakið þegar ég mætti til vinnu á þriðjudagsmorgun og fékk þessa líka flottu rauðvínsflösku frá samstarfsfólki mínu að launum fyrir vinnuna við sýninguna. Svo ég get ekki sagt annað en að þetta frábæra fólk kunni að meta það sem fyrir það er gert og ríflega það :)
Við familien eyddum síðustu helgi í IKEA sumarbústaðnum í Húsafelli og eins og allfaf var frábært veður þar uppfrá. Við héldum reyndar um tíma að við værum á einhverjum ofskynjunarlyfjum þegar við komum út á laugardags morgun og hitinn stóð í 15 gráðum og svo hlýnaði bara eftir því sem leið á daginn. Veðrið klikkti svo út með því að fara í 22 stigin á mánudegnum og var nánast of heitt til að við gætum hugsað okkur að fara heim.
Ég læt þetta gott heita í bili en skelli með mynd af hinu gullfallega starfsfólki sem hjúkrar þeim sem leggjast inn á Beverly Hills.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Geðveit að finna að sumarið er komið - hitinn hjá okkur hefur verið á milli 20-25 í viku og það er spáð áframhaldi á þessarri dýrð ...... skrítið samt að maður hálft í hvoru óskar þess að það rigni smá - það er svo mikill þurrkur í loftinu.... svona getur maður verið skrítin :)

Guðný sagði...

Já það er sko hægt að ofgera góðum hlutum :) Mér finnst ekkert skrítið að óska eftir smá rigningu eftir langan hlýinda kafla. Það koma bara sjaldan svo langir kaflar hér í henni Reykjavík :D

Nafnlaus sagði...

Mig hefur aldrei áður langað til þess að verða veikur og leggjast inná spítala en núna ... :D hehe

Nafnlaus sagði...

He he :D