laugardagur, maí 20, 2006
Karíus og Baktus
svangir bræður sitja hér,
sælan löngu liðnn er.
Allt sem áður sætt og gott,
sömuleiðis er á brott
Æi mér dettur helst í hug núna þegar Baktus tekur mjóróma bræðiskast í vanmætti sínum eftir að tannlæknirinn hefur fyllt upp í húsið hans og segir "ég er svooo reiður". Mér líður dáldið þannig núna :( Ástæðan er framkoma ríkisins við íslenskt heilbrigðisstarfsfólk. Núna vitum við loksins hvers virði við erum. Það er ekki hægt að hækka launin við okkur eða veita almennilegum fjármunum í rekstur spítalanna. Það er ekki hægt að ráða nýútskrifuðu hjúkrurnarfræðingana okkar á mannsæmandi launum þar sem reynsla þeirra er metin, Nei! En það er hægt að ráða inn erlenda hjúkrunarfræðinga á betri launum en þá íslensku. Íslensku hjúkrunarfræðingarnir þurfa svo að bera þessa erlendu á láglaunabakinu þangað til að þeir erlendu læra á lyfin og allar aðrar framandi aðstæður sem mæta erlendum hjúkrunarfræðingunum hér. Annað sem verður líka að taka með í reikninginn er að þetta ágæta hjúkrunarfólk talar ekki íslensku sem er ótrúlega mikið vandamál t.d. þegar sjúklingarnir eru eldra fólk sem ekki talar annað en íslensku. Þetta er nú þegar orðið mikið vandamál í öldrunargeiranum og nú verður þetta vandamál inn á spítölunum líka.
Á fyrirlestri sem ég var á um daginn var kona hélt því fram að við sem vinnum í heilbrigðisgeiranum gætum sjálfum okkur um kennt að hafa valið þessa starfsgrein það væri nóg af störfum í landinu og enginn neyddi okkur til að vinna við þetta. Ef okkur líkaði ekki aðstæðurnar þá gætum við bara fundið okkur eithvað annað að gera. Þetta er vissulega alveg rétt hjá henni þetta er okkar skömm að vera svona vitlaus að vilja sinna náunganum. Skrítið að við getum ekki ekki fætt og klætt fjölskyldurnar okkar á hugsjónum. Það er líka furðulegt að við skulum vilja nýta það nám og þá reynslu sem við höfum þegar við getum rétt eins unnið á kassa í Bónus eða steikt hamborgara á Mc Donalds fyrir svipuð eða betri laun og þar þyrftum við ekki að vinna á næturnar, aðfangadagskvöld, jóladag og gamlárskvöld (ennþá). Þar er maður heldur ekki að taka áhættuna á að fórna eigin heilsu fyrir náungann,nema maður éti of mikið af hamborgurunum á Mc Donalds :s Kanski það sé bara málið að finna sér eithvað annað að gera eða fari að vinna erlendis því þar getum við fengið betri laun en hér heima. Er þetta í lagi ??
Ég er alvarlega að íhuga að finna mér eithvað annað að gera þar sem ég fæ síktsæmileg laun fyrir dagvinnu og get eytt helgum og almennum frídögum með fjölskyldunni. Leikskólakennarar here I come !!!!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
.... sko ekki misskilja mig :) ... ég elska hjúkrunnarfólk - það er ekki til yndislegra fólk á jarðríki og bara frábært að til séu manneskjur sem bera velferð náungans fyrir brjósti. Mín reynsla er að það skiptir ekki máli, í hvaða landi maður liggur á spítala - það er alltaf hjúkkurnar og sjúkraliðarnir sem standa uppúr (annað enn læknarnir sem maður sér í mýflugumynd). Hjartanlega sammála að þessi stétt er alltof látt launuð ....... ennn .... það er eitt sem ég skil ekki. Launin eru of lág, það er skortur á hjúkrunnarfólki - afhverju getur stéttarfélagið ykkar ekki notað aðstöðuna til að bæta kjör ykkar - þú veist - framboð og eftirspurn. Afhverju sláið þið ekki í borðið, segið upp, allar sem ein og fáið leiðréttingu? Ég veit alveg að heimurinn er ekki svona auðveldur - enn .... ef aðstæðurnar eru ekki núna, þá koma þær aldrei. kv. Dee - P.s ekki flytja til DK - launin eru lægri enn á íslandi - eftir skatta :)
Það er nú málið að þegar íslenskir hjúkrunarfræðingar sögðu við viljum láta meta okkur og okkar reynslu og við ráðum okkur ekki upp á þetta. Þá sagði ríkið skítt með ykkur við ráðum bara útlendinga og borgum þeim betur. Það er þess vegna sem ég er pirruð og næ ekki alveg lógíkinni í þessu !!
Guðný, ég er hjartanlega sammála þér. Þetta er hvorki létt verk né auðvelt að leysa. ég hef sjálf verið í samninganefnd við Ríkið og það er ekki óskahlutverk. Þar er endalaust höfðað inn á samvisku launþeganna og reynt að hafa af þeim eins mikið og hægt er. þegar við reynum á móti, þá er ekkert nema hótanir sem koma. Þeim er skítsama um hverjir vinna störfinn. Æ ég ætla að hætta núna, kannski kemur framhald seinna um þetta mál!!!!!
Nákvæmlega !!!
Skrifa ummæli