þriðjudagur, maí 16, 2006

Hann heitir Árni...

"og er með oooofnæmi,
Hann er úr járni og segir
engan haamstur"


Þá er það deginum ljósara að Árni er með OFNÆMI og það ekkert lítið. Ásdís hafði tekið að sér hamstur vinkonu sinnar, enda erum við þó nokkuð nagdýra vön, meðan vinkonan fer í 2 vikur til Ítalíu. Hamsturinn á að vísu bara að vera hér fram á laugardag. Hamsturinn kom í hús rétt fyrir kl. 15 í dag og Ásdís hringdi í mig í vinnuna til að biðja mig um að kaupa sagköggla til að setja í búrið hjá hamstrinum. Á heimleiðinni grípa mig einhver ónot svo ég ákveð að fara beint heim og kaupa ekki sagkögglana fyrr en síðar. Ég ætlaði hvort sem er að keyra Árna á uppskeruhátíð handknattleiksdeildar Stjörnunnar svo ég vissi að ég þyrfti út aftur. Ég dríf mig heim og þegar ég kem inn um dyrnar (kl. 15:20) segir Ásdís strax við mig að hún haldi að Árni sé að sýna smá ofnæmisviðbrögð við hamstrinum. Nú segi ég er klæjar hann í augun, já eithvað smá segir hún sjáðu bara og kallar í Árna sem var staddur niðri í þvottahúsi og kom upp með það sama. Það þarf nú varla að orðlengja það að það leið næstum yfir mig þegar ég sá drenginn !!! Hann leit út eins og Hringjarinn í Notredam í framan, augun í honum voru bara örlitlar rifur, bólgupokarnir náðu niður á kinnbein og hann var rauðeygðari en allt sem rauðeygt er. Nefið á honum var að eldrautt og snar stíflast og hann var farinn að hósta og hnerrra. Ég dró hann í snarhasti inn á bað og setti í hann augdropana sem hann á við frjókornaofnæminu (sem hefur aldrei orðið svona slæmt).

Ég greip svo símann og hringdi beint upp á heilsugæslu í þeirri von að ég gæti fengið einhvern til að kíkja á hann hið snarasta, ég fékk tíma hjá lækni kl. 16:20 en það var klukkutími í það svo ég spurði hvort ég gæti fengið að hitta hjúkrunarfræðing í millitíðinni en hún var á leið út úr húsi en féllst á að tala við mig í síma. Hún var svo í sambandi við lækni meðan hún talaði við mig og það var ákveðið að gefa drengnum Histasín sem ég átti hérna heima og sjá svo til fram að læknistímanum sem ég hafði fengið. Ef histasínið myndi virka vel átti ég bara að afpanta tímann og allt í góðu annars að koma með hann. Við getum bara sagt það sem svo að ég hefði rétt eins geta gefið barninu Pez eins og histasínið það hafði akkúrat ekkert að segja. Klukkutíma seinna labba ég með hann inn á heilsugæslustöðina, ég þurfti ekki að útskýra afhverju ég væri að koma konan í afgreiðslunni (greinilega sú sem svaraði mér í símann) sagði strax "rosalega er hann bólginn, er þetta ekkert að hjaðna ??" Ég sagði eins og satt var og hún bókar okkur inn og örstuttu síðar kemur læknirinn framm og á henni mátti strax sjá að henni fannst Árni ansi illa bólginn. Við förum inn og hún athugaði allt það helsta til að útiloka að hann væri að fá ofnæmislost. Eftir skoðun mat hún það svo að ofnæmisviðbrögðin væru að mestu bundin við augun og nefið og það ansi svæsin á því svæði. Því var tekin ákvörðun um að bæta bólgueyðandi sterum við ofnæmislyfin sem hann var búin að fá og ég á að panta tíma hjá ofnæmislækni hið fyrsta (tekur sennilega 3 mánuði ef ég þekki það rétt :s) Við vorum svo send heim með skipun um að hann færi í sturtu (ég var búin að þvo honum hátt og lágt og láta hann skipta um föt) og hefði aftur alskipti af fötum og hamstrar og önnur nagdýr kæmu hvergi nálægt honum á næstunni.

Á leiðinni út af heilsugæslunni mættum við fólki og þau horfðu á Árna eins og þau hefðu séð draug, konan gat með herkjum litið undan en mann greyið horfði bara á Árna og kjálkinn á honum datt niður og munnurinn opnaðist í undrun. Eftir ferð í Apótekið var Árni búinn að átta sig á því að fólk starði á hann eins og naut á nývirki og fannst það heldur óþægilegt, sem er ekki furða.

Ég hafði beðið Guðna að sækja Önnu á leikskólann og þau komu heim rétt á eftir okkur ég vissi ekki hvoru ég átti að vorkenna meira Önnu eða Árna því Anna fór að skæla þegar hún sá Árna og var greinilega hrædd við hann og vildi ekki að hann kæmi nálægt henni og hún hefur ekki getað verði nálægt honum enn :(

Bekkjarbræður Árna komu að spyrja eftir honum hann hafiði hlaupið til dyra eins og hann er vanur en hljóðin úr bekkjarbræðrum hanns voru frekar skrítin þegar hann opnaði dyrnar eftir smá stund tókst einum að stynja upp "hvað gerðist eiginlega fyrir þig Árni". Núna er liðnir rétt tæpir 2 tímar síðan hann fékk fyrsta stera skamtinn og bólgan hefur lítið hjaðnað en þó kanski aðeins.

Hamsturs greyið hefur verið dæmdur í útlegði út í bílskúr og Ásdís fengið skýr fyrir mæli um hvernig höndla skal sóttmengaðahluti (hlífðarfatnað og handþvott) og því fylgja ákveðnar reglur um hvernig hamstrinum skal sinnt fram á laugardag þegar hann fer á annan staði í pössun. Reyndar sló ég þann varnagla að það yrði að finna hamstrinum annan stað ef það yrði ljóst að þessar varúðarráðstafanir dygðu ekki.

5 ummæli:

Chriswab sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
Nafnlaus sagði...

Jahérna þetta var þá pósturinn fyrir einvherja þýska klámsíðu til að skilja eftir comment við he he he he...
Ég varð loksins að læra að eyða kommentum út af kerfinu :s

Nafnlaus sagði...

Mátt alveg kenna mer tad :) - veit ekki hver fann uppa ad skilja auglysingar eftir a commentum og í gestabókum!!!

Gud, hvad mer finnst strákurinn duglegur hja ter? - Ég hef fengid svona brádaofnæmi!!! - Tad er ekkert fyrir vidkvæma :) ..... vona ad hann nái sér fljótlega :) knus Dee

Nafnlaus sagði...

Þú ættir kannski að fá sóttvarnardeildina uppi á LSH lánaða? svona til að geta sinnt hamstrinum þessa síðustu daga.

Guðný sagði...

LoL já vantaði bar alvöru gula sloppa og berklavarnarmaskana he he ....

Varðandi það að henda út óæskilegum commentum þá loggar maður sig inn á bloggið eins og maður ætli að skrifa færslu. Efst eru nokkrir flipar.. postin, setting e.c.t lengst til hægri er flipi sem á stendur View Blog smella á hann. Þá fær maður bloggsíðuna upp og opnar commentin og þá er eins og fyrir galdur komin lítil ruslafata hjá commentunum og maður ýtir bara á hana hjá rusla commentinu. Staðfestir að maður vilji eyða commentinu og voila commentið fer:)