Héðan er svo sem ekki mikið að frétta vinahópurinn hélt dýrindis jólahlaðborð heima hjá Guðlaugu og Helga á laugardagskvöld og var það í allastaði vel heppnað.
Ég fór í konfektgerð með "Saumaklúbbnum" á föstudagskvöldið það var MJÖG gaman og afraksturinn vel heppnaður þó ég segi sjálf frá.
Á sunnudaginn fórum ég, Guðni, Ásdís og Árni með Leó að hitta aðra Border Collie hunda upp við Reynisvatn það var alveg rosalega gaman allir skemtu sér mjög vel bæði menn og hundar myndir má sjá hér á
á blaðsíðum 6 og 7. Það er samt ótrúlega fyndið hvað Leó er algjörlega laus við að hafa fengið nokkuð af Border Collie útlitinu hann er 99% Labbi. Hann er jafnstór ársgömlum Border Colie hundi (Fróða) sem var á staðnum. Hinir hundarnir voru allir á svipaðir á stærð og Leó og sá yngsti var 7 mánaða og var örlítði minni en Leó svo hann á eftir að verða ansi mikið stærri en Border Colie hundarnir verða. Ég verð nú að játa að mér brá dáldið þegar ég uppgötvaði hvað Leó er orðin STÓR að fjögurra mána krílið mitt er orðin jafn stór fullvöxnum hundum úr móðurætt sinni. Hann ætlar greinilega að taka stærðina frá pabba og sá hefur verið STÓR.
Jibbí svo er ég að fara í Dirty Dancing partý til Ernu í kvöld ég er sko farin að hlakka mikið til. Vá þetta er nú bara að verða alveg rosaleg partý helgi frá föstudagskvöldi fram á mánudagskvöld félagslífið hefur ekki verið svona virkt hjá mér í mörg herrans ár. Svo er ég sennilega að fara út úr húsi aftur á miðvikudagskvölið en þá ætla morðóðir starfsmenn IKEA að hittast í Bunker í Síðumúlanum og skjóta mann og annan.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli