fimmtudagur, desember 11, 2003

Fór út að labba með Leó í gær. Framhjá okkur skokkaði strór svartur Labrador með eiganda sínum. Hundurinn var laus, lét okkur að vísu alveg í friði og fylgdi eiganda sínum algerlega. Stoppaði aðeins til að heilsa öðrum lausum hundi á grasflötinni fyrir neðan Flatirnar. Þeir skokkuðu svo áfram og yfir í þann hluta Garðabæjarins sem Tinna mamma Leós á heima og allt í einu varð mér hugsað ætli hann sé jafn hlýðinn ef það er lóða tík í nágrenninu. Skyldi þetta vera pabbi Leós !!!!!!!! He he he ég er orðin alveg ferleg ég má ekki sjá Labradora á ferðinni í Garðabænum þá liggur við að ég tækli þá og heimti faðernispróf. He he he

Engin ummæli: