Kíkið svo á þetta það er ýmislegt alveg gjörsamlega óborganlegt að finna
Hér koma svo nokkrar misheyrnir af síðunni sem ég vísa í hér að ofan sem mér finnast fyndnastar :
"Alelda", Ný Dönsk
(Frábær þessi ...)
Vitlaus texti:
"Alelda ... sólbrenndur bjáni ...."
Réttur texti:
"Alelda .. sáldrandi prjáli..."
Önnur úr sama lagi .. enda auðvelt að misheyra "sáldrandi prjáli" (hver samdi þetta??)
"Alelda", Ný Dönsk
Vitlaus texti:
"Að elda .. sjálfan sig bjáni""
Réttur texti:
"Alelda .. sáldrandi prjáli..."
"Kirsuber", Ný Dönsk
Vitlaus texti:
"Hvít, hvít Fljótshlíð ...."
Réttur texti:
"Hvít, hvít brjóstin..."
"Fram í heiðanna ró"
(Hrein snilld ...)
Vitlaus texti:
"Fram í heiðanna ró fann ég bólstraðan stól ...."
Réttur texti:
"Fram í heiðanna ró, fann ég bólstað og bjó..."
"Þjóðsöngurinn",
Vitlaus texti:
"... sem tilbiður guð, Sigurgeir ...."
Réttur texti:
"... sem tilbiður guð sinn og deyr...."
"The Night Comes Down", Queen
Vitlaus texti:
"And I get afraid, of losing my weight ...." "vá þetta hefur nú ekki verið vanda mál hjá mér frekar svona öfugt tí hí hí -=G.K.=- "
Réttur texti:
"And I get afraid, of losing my way..."
Tekið af : http://www.itn.is/~mani/fun/misheyrn/misheyrn.htm
Jæja bónusheilinn er farinn að heimta hvíld, ohh þetta með bónusheilann útskýrir svo sem ýmislegt sem ég hef verið að velta fyrir mér í gegnum tíðina.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli