fimmtudagur, desember 18, 2003

Jólastússið hefur tekið allan minn tíma fram til þessa og mun sennilega gera eithvað áfram og því hef ég verið einstaklega ódugleg að blogga. En í staðin er ég búin að skrifa og senda jólakortin, búin að kaupa flest allar jólagjafirnar og er að hugsa um að dunda í einhverju skemtilegu jóladundi á næstunni.
Ég hef að vísu gefið mér tíma til að fara út að labba með Leó við erum búin að finna svo frábæran stað til að labba á en við fórum í morgun og í gærmorgun að Bala sem tilheyrir Garðabæ en er á Álftanesinu rétt sunnan ?? eða suðaustan undir Hrafnistu í Hafnarfirði. Það er mjög gaman að labba þarna og Leó er búin að kynnast 2 frábærum hundum sem þarna koma á sama tíma á morgnana. Trúiði því að ég er farin að fara á fætur á morgnana og mætt með hundinn út kl. 10 og er að skottast þarna út frá í að minnstakosti klukkutíma þetta er rosalega gaman. Hunda vinir Leós eru St. Bernhards tíkin Brák sem er 6 mánaða en orðin á stærð við vel alin kálf og á eftir að stækka mikið enn. Hún áttar sig greinilega ekkert á hvað hún er orðin stór og á til í ærslalátunum að hlaupa mann niður því það munaði kanski ekki nema 5 cm að hún slyppi framhjá. Svo gerði hún heiðarlega tilraun til að hlaupa í gegnum klofið á mér í morgun það misheppnaðist ansi illa he he he he. Höfuðið á henni er að nálgast að vera í höfuð hæð á Árna (kanski smá ýkjur en ekki miklar). Svo er Labrador tíkin Dimma líka vinkona Leós þarna en hún er orðin 13 ára gömul og það er nú alveg farið að sjást á henni að hún er orðin fullorðin enda bera Leó og Brák mikla virðingu fyrir henni og hlýða henni skilyrðislaust. Í morgun mætti líka Boxer hundurinn Max en hann er 2ja ára þeim Leó samdi strax vel og þeir léku sér saman. Því líkt fjör báða morgnana enda liggur Leó alveg eins og skotinn í gólfinu eins og í gær hann er alveg gersamlega búinn á því enda búin að hlaupa og hlaupa og hopppa og skoppa í rúman klukkutíma stans laust. Við Árni hreyfðum okkur nú ekki alveg jafn mikið og Leó en við náðum amk. góðum hálftíma göngutúr út úr þessu. Árni gerði þau mistök að vera ekki í sokkum í gúmístígvélunum og varð svo kalt að hann fór að skæla. Við drifum okkur því heim og fengum okkur kakó með RJÓMA mmmmmmmmm. Mikið rosalega er gott að hafa svona góða og skemmtilega ástæðu til að hypja sig á fætur og vera komin út að labba svona snemma.

Engin ummæli: