Var rosalega dugleg á fimtudag og föstudag tók alveg helling til og nú er heimilið farið að minna á mannabústað Jíííha. Ásdís var rosalega dugleg að hjálpa til og lagði virkilega sitt af mörkum ég er svo stolt af henni.
Nú er farið að styttast í að pabbi Ásdísar, Þórhannna og Þórður Freyr bróðir Ásdísar flytji til Danmerkur þau fljúga út 31.des og koma ekki heim aftur fyrr en eftir nokkur ár. Ásdís sér enn sem komið er bara björtu hliðarnar á þessu og sér fyrir sér að geta verið sumarlangt í Odense og finnst það ekki slæmur kostur, skil hana vel það væri sko frábært að geta farið til Danmerkur stóran part úr sumri.
Árni og Anna stungu af til ömmu Höllu og afa Kela og ætla að vera þar í nótt. Upphaflega ætlað Árni bara að far með ömmu en ömmu datt í hug að bjóða Önnu að koma með og það þurfti ekki að bjóða henni það tvisvar. Það heyrðist hratt og örugglega JÁ og svo brunaði sú stutta inn í herbergi að sækja "úlpuna mitt" og svo klæddist hún viðeigandi fatnaði og hvarf á braut með ömmu og Árna.
Við hjónin drifum okkur í jólagjafaleiðangur og varð verulega ágengt nú eru allara mikilvægustu jólagjafirnar fundar svo nú mættu jólin koma á morgun án þess að ég fengi martröð yfir því. Samt eigum við nokkrar gjafir eftir en ekkert stór alvarlegt. Við erum líka búin að kaupa jólafötin á krakkana það eina sem er eftir eru spariskór fyrir Árna annars er allt annað komið í þeirri deildinni, FJÚKKET.
Ég var að vinna í morgun, það var gaman!! Eftir að ég fór að vinna á 12-E kemur fyrir að ég hreinlega nýt þess að fara í vinnuna. Auðvitað eru dagar sem eru alveg skelfilega leiðinlegir en svo eru aðrir dagar sem eru svo mátulegir á allan hátt. Alltaf nóg að gera en verður ekki yfirþyrmandi, samstarfsfólkið hresst og skemtilegt, sjúklingahópurinn geðgóður og jafnvel glaðlyndur þá er nefnilega svo gaman að vera í vinnunni. Ég er að vísu hálf skelfingu lostinn yfir því að það eru yfirvofandi uppsagnir á spítalanum það væri eftir því að þegar maður loks finnur vinnu sem maður nýtur þá missi maður hana vegna þess að jólasveinarnir 64 eða hvað þeir eru nú margir geta ekki unnið vinnuna sína almennilega. Jólagjöfin til starfsmanna LSP frá ríkisstjórninni er smekklega valin að vanda. Fólk sem er svo vitlaust að láta sér velferð náungans varða og velur sér heilbrigðisgeirann sem starfsvettvang á greinilega ekkert betra né fallegra skilið í jólagjöf en óttann við að verða atvinnulaust 1. jan. Mér finnst að sumir ættu hreinlega að skammast sín fyrir ósmekklegar jólagjafir og hvað þá ósmekklegar gjafir sem þeir gefa sama fólkinu ár eftir ár. Hrmpf nú er Guðný REIÐ.
Ég er svo reið að ég er farin að spila Battlefield 1942 og ætla að ímynda mér að óvinirnir séu Dabbi, Dóri og Co. Svo er ég að hugs um að finna upp tölvuleik þar sem maður fær að strjórna ráðherrum, ákvarða launin þeirra og eftirlaun og lífsstíl þeirra á allan hátt.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli